Samstöðuvaka fyrir dýrin við sláturhús SS á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. janúar 2019 19:30 Samstöðuvaka var haldin í dag við sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi þar sem þátttakendur héldu á spjöldum og mótmæltu því að dýrum væru slátrað. Þá voru ökumenn beðnir að flauta fyrir dýrin og urðu fjölmargir við þeirri áskorun. Þetta er í annað skipti á stuttum síma sem Reykjavík Animal Save stendur fyrir samstöðuvöku við sláturhúsið á Selfossi með spjöldin sín til að vekja athygli á því sem gerist í sláturhúsinu. „Við erum bara að vekja athygli því að við þurfum ekki að vera að drepa dýrin. Vísindin eru að segja að við getum lifað fullkomnu heilbrigðu lífi án þess að drepa dýr og borða þau, lifa bara á plöntumiðuðu fæði. Þegar við höfum valmöguleikann til að gera það, af hverju ekki að gera það“, segir Birgir Steinn Erlingsson, þátttakandi í samtökuvöku dagsins.En hvað eigum við að gera við öll dýrin á Íslandi, fyrst þau eiga öll að lifa að mati Birgis og hans fólks ? „Það náttúrulega mun kannski ekki gerast þannig að allir verði vegan allt í einu, þetta mun gerast hægt og rólega og þetta er spurning um eftirspurn og framleiðslu. Þegar eftirspurn minnkar þá mun framleiðslan minnka,“ segir Birgir Steinn.Ýmis skilaboð voru á spjöldum dagsins.Magnús HlynurEn af hverju að mótmæla á sunnudegi þegar engin starfsemi er í sláturhúsinu?„Það er bara venjan í sláturhúsum út um allan heim að svelta dýrin í sólarhring áður en þeim er slátrað til að tæma þarmana, það er snyrtilegra þegar það er verið að vinna matvæli þó að ég líti ekki á þetta sem matvæli,“ segir Vigdís Þórðardóttir, sem tók einnig þátt í samstöðuvöku dagsins.En hvað vill Vigdís segja við þá sem hrista höfuðið og furða sig á samstöðuvökunni við sláturhúsið ? „Ég skil það ósköp vel en ég hef líka rétt á því að hafa tilfinningu til dýranna og leyfa þeim að eiga sinn rétt, því stend ég hérna fyrir þau“.Birgir Steinn með spjald þar sem ökumenn voru hvattir til að flauta fyrir dýrin. Margir gerðu það. Árborg Dýr Landbúnaður Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Samstöðuvaka var haldin í dag við sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi þar sem þátttakendur héldu á spjöldum og mótmæltu því að dýrum væru slátrað. Þá voru ökumenn beðnir að flauta fyrir dýrin og urðu fjölmargir við þeirri áskorun. Þetta er í annað skipti á stuttum síma sem Reykjavík Animal Save stendur fyrir samstöðuvöku við sláturhúsið á Selfossi með spjöldin sín til að vekja athygli á því sem gerist í sláturhúsinu. „Við erum bara að vekja athygli því að við þurfum ekki að vera að drepa dýrin. Vísindin eru að segja að við getum lifað fullkomnu heilbrigðu lífi án þess að drepa dýr og borða þau, lifa bara á plöntumiðuðu fæði. Þegar við höfum valmöguleikann til að gera það, af hverju ekki að gera það“, segir Birgir Steinn Erlingsson, þátttakandi í samtökuvöku dagsins.En hvað eigum við að gera við öll dýrin á Íslandi, fyrst þau eiga öll að lifa að mati Birgis og hans fólks ? „Það náttúrulega mun kannski ekki gerast þannig að allir verði vegan allt í einu, þetta mun gerast hægt og rólega og þetta er spurning um eftirspurn og framleiðslu. Þegar eftirspurn minnkar þá mun framleiðslan minnka,“ segir Birgir Steinn.Ýmis skilaboð voru á spjöldum dagsins.Magnús HlynurEn af hverju að mótmæla á sunnudegi þegar engin starfsemi er í sláturhúsinu?„Það er bara venjan í sláturhúsum út um allan heim að svelta dýrin í sólarhring áður en þeim er slátrað til að tæma þarmana, það er snyrtilegra þegar það er verið að vinna matvæli þó að ég líti ekki á þetta sem matvæli,“ segir Vigdís Þórðardóttir, sem tók einnig þátt í samstöðuvöku dagsins.En hvað vill Vigdís segja við þá sem hrista höfuðið og furða sig á samstöðuvökunni við sláturhúsið ? „Ég skil það ósköp vel en ég hef líka rétt á því að hafa tilfinningu til dýranna og leyfa þeim að eiga sinn rétt, því stend ég hérna fyrir þau“.Birgir Steinn með spjald þar sem ökumenn voru hvattir til að flauta fyrir dýrin. Margir gerðu það.
Árborg Dýr Landbúnaður Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira