Kraftlyftingakona ársins er vegan: „Aldrei hitt neinn sem er með næringarskort og er vegan“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. janúar 2019 16:30 Kraftlyftingakonan Hulda B. Waage verður í Íslandi í dag í kvöld. „Mín hugsun er bara að ég lifi hérna á jörðinni og ég ætla að valda sem minnstum skaða, hvort sem það er umhverfislega eða siðferðislega. Ég vil bara gera mitt besta í lífinu og þetta er partur af því fyrir mig,“ segir kraftlyftingakonan Hulda B. Waage. Hulda var valin kraftlyftingakona ársins 2018, en hún á fjölmarga bikar- og Íslandsmeistaratitla auk þess að hafa sett mörg Íslandsmet. Eitt verður þó að teljast heldur óvenjulegt fyrir manneskju í hennar íþrótt, en Hulda er vegan. Hún segir lítið mál að ná árangri í kraftlyftingum án þess að borða kjöt eða dýraafurðir og blæs á málflutning á borð við að vegan fólk sé upp til hópa slappt og vannært. Hulda heldur úti vinsælli Instagram síðu og Youtube rás þar sem m.a. er hægt að fylgjast með lyftingum og matargerð, en hún segir markmiðið að veita fólki innblástur hafi það áhuga á að tileinka sér vegan lífsstíl. „Það er ekkert þannig í alvörunni að allir sem eru vegan eða grænmetisætur séu með næringarskort. Ekki frekar en bara fólk sem borðar allan mat. Það er náttúrulega til, bara eins og með alætur, en ég hef ekki enn hitt neinn sem er með næringarskort og er vegan,“ segir Hulda.Fer í rúmið átta og vaknar fimm Sjálfsaginn er mikill í lífi Huldu, en hún er búsett á Akureyri þar sem eiginmaður hennar er formaður kraftlyftingafélagsins. Hún vaknar klukkan fimm á morgnana, æfir tvisvar á dag og fer að sofa klukkan átta á kvöldin. Auk þess er Hulda í hlutastarfi, þar sem hún sér um mötuneyti Íslandsbanka í bænum. Hún segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að veganvæða mötuneytið taki bankafólkið vel í ýmsa vegan rétti og meðlæti sem hún töfrar fram. Víða í samfélaginu sé fólk þó enn fast í þeirri mýtu að matur sé varla matur, nema hann innihaldi kjöt. „Það sem ég heyri í kringum mig er að fólk segir bara ég verð að fá eitthvað almennilegt, ég verð að fá próteinið mitt. Mér finnst alltaf mjög fyndið þegar fólk segir þetta við mig, ég svara bara; er ég ekki að fá próteinið mitt? Ég er alveg að ná árangri sko.“ Hulda ræðir lyftingar, æfingar, sjálfsaga, ballett og veganisma – svo eitthvað sé nefnt – í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Aflraunir Vegan Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ Makamál Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
„Mín hugsun er bara að ég lifi hérna á jörðinni og ég ætla að valda sem minnstum skaða, hvort sem það er umhverfislega eða siðferðislega. Ég vil bara gera mitt besta í lífinu og þetta er partur af því fyrir mig,“ segir kraftlyftingakonan Hulda B. Waage. Hulda var valin kraftlyftingakona ársins 2018, en hún á fjölmarga bikar- og Íslandsmeistaratitla auk þess að hafa sett mörg Íslandsmet. Eitt verður þó að teljast heldur óvenjulegt fyrir manneskju í hennar íþrótt, en Hulda er vegan. Hún segir lítið mál að ná árangri í kraftlyftingum án þess að borða kjöt eða dýraafurðir og blæs á málflutning á borð við að vegan fólk sé upp til hópa slappt og vannært. Hulda heldur úti vinsælli Instagram síðu og Youtube rás þar sem m.a. er hægt að fylgjast með lyftingum og matargerð, en hún segir markmiðið að veita fólki innblástur hafi það áhuga á að tileinka sér vegan lífsstíl. „Það er ekkert þannig í alvörunni að allir sem eru vegan eða grænmetisætur séu með næringarskort. Ekki frekar en bara fólk sem borðar allan mat. Það er náttúrulega til, bara eins og með alætur, en ég hef ekki enn hitt neinn sem er með næringarskort og er vegan,“ segir Hulda.Fer í rúmið átta og vaknar fimm Sjálfsaginn er mikill í lífi Huldu, en hún er búsett á Akureyri þar sem eiginmaður hennar er formaður kraftlyftingafélagsins. Hún vaknar klukkan fimm á morgnana, æfir tvisvar á dag og fer að sofa klukkan átta á kvöldin. Auk þess er Hulda í hlutastarfi, þar sem hún sér um mötuneyti Íslandsbanka í bænum. Hún segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að veganvæða mötuneytið taki bankafólkið vel í ýmsa vegan rétti og meðlæti sem hún töfrar fram. Víða í samfélaginu sé fólk þó enn fast í þeirri mýtu að matur sé varla matur, nema hann innihaldi kjöt. „Það sem ég heyri í kringum mig er að fólk segir bara ég verð að fá eitthvað almennilegt, ég verð að fá próteinið mitt. Mér finnst alltaf mjög fyndið þegar fólk segir þetta við mig, ég svara bara; er ég ekki að fá próteinið mitt? Ég er alveg að ná árangri sko.“ Hulda ræðir lyftingar, æfingar, sjálfsaga, ballett og veganisma – svo eitthvað sé nefnt – í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Aflraunir Vegan Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ Makamál Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira