Óvissa um fjárveitingu í aðra leið en Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 10. janúar 2019 22:00 Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Vegamálastjóri segir að Reykhólaleið sé ófjármögnuð. Ákvörðun um hana seinki framkvæmdum við Vestfjarðaveg um tvö til þrjú ár. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Myndirnar frá troðfullum sal á Reykhólum í gærkvöldi lýsa vel hversu heitt þetta mál brennur á Vestfirðingum en meðal annars var selt í rútuferð frá Tálknafirði. Fólkið þar ók 180 kílómetra, hvora leið, yfir fimm fjallvegi og það í hvassviðri til að komast á kynningarfund Vegagerðarinnar. Hér má sjá leiðirnar tvær sem nú er tekist á um fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar. Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Ráðamenn Vegagerðarinnar fóru yfir stöðu málsins með fréttamönnum í dag og það er auðheyrt að þeir óttast verulegar tafir kjósi sveitarstjórn Reykhólahrepps að hafna Teigsskógarleið og velja Reykhólaleið í staðinn. „Við höfum lagt mat á það að það gætu verið tvö til þrjú ár. En það verður bara að hafa í huga að þessi leið er ófjármögnuð. Þannig að það er algerlega óljóst hvernig það yrði. Eins og staðan er í dag þá höfum við hjá Vegagerðinni ekki fjármuni til að hefja þetta verk ef það yrði niðurstaðan þannig að þetta er bara óljóst,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Frá fundinum í Reykhólaskóla í gærkvöldi.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson.Teigsskógarleiðin er fullfjármögnuð en Bergþóra segir að Vegagerðin hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort þeir fjármunir yrðu nýttir annarsstaðar, verði þeirri leið hafnað. „Við myndum þá reyna að flýta verkum og þá væntanlega á Vestfjörðum,“ segir vegamálastjóri. Brýn nauðsyn sé á vegabótum um allt Ísland og engin vandræði að nota peningana. -Mynduð þið vilja flýta Dynjandisheiðinni? „Það kemur vel til álita og við höfum áhuga á að flýta henni eins og kostur er. En eins og ég segi: Við erum bara að vinna þetta verk miðað við að það komist í framkvæmd þannig að við erum ekki að velta því fyrir okkur hvað við ætlum að gera við þessa peninga.“ Samkvæmt lögum hefur Vegagerðin heimild til að krefja Reykhólahrepp um að greiða kostnaðarmuninn, kjósi hreppurinn dýrari leið. Bergþóra segir að sú spurning sé þó bara fræðileg, enda ljóst að engin greiðslugeta sé í svo litlu sveitarfélagi að takast á við svona framkvæmdir. Fjórir milljarðar séu veruleg fjárhæð. Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
Vegamálastjóri segir að Reykhólaleið sé ófjármögnuð. Ákvörðun um hana seinki framkvæmdum við Vestfjarðaveg um tvö til þrjú ár. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Myndirnar frá troðfullum sal á Reykhólum í gærkvöldi lýsa vel hversu heitt þetta mál brennur á Vestfirðingum en meðal annars var selt í rútuferð frá Tálknafirði. Fólkið þar ók 180 kílómetra, hvora leið, yfir fimm fjallvegi og það í hvassviðri til að komast á kynningarfund Vegagerðarinnar. Hér má sjá leiðirnar tvær sem nú er tekist á um fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar. Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Ráðamenn Vegagerðarinnar fóru yfir stöðu málsins með fréttamönnum í dag og það er auðheyrt að þeir óttast verulegar tafir kjósi sveitarstjórn Reykhólahrepps að hafna Teigsskógarleið og velja Reykhólaleið í staðinn. „Við höfum lagt mat á það að það gætu verið tvö til þrjú ár. En það verður bara að hafa í huga að þessi leið er ófjármögnuð. Þannig að það er algerlega óljóst hvernig það yrði. Eins og staðan er í dag þá höfum við hjá Vegagerðinni ekki fjármuni til að hefja þetta verk ef það yrði niðurstaðan þannig að þetta er bara óljóst,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Frá fundinum í Reykhólaskóla í gærkvöldi.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson.Teigsskógarleiðin er fullfjármögnuð en Bergþóra segir að Vegagerðin hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort þeir fjármunir yrðu nýttir annarsstaðar, verði þeirri leið hafnað. „Við myndum þá reyna að flýta verkum og þá væntanlega á Vestfjörðum,“ segir vegamálastjóri. Brýn nauðsyn sé á vegabótum um allt Ísland og engin vandræði að nota peningana. -Mynduð þið vilja flýta Dynjandisheiðinni? „Það kemur vel til álita og við höfum áhuga á að flýta henni eins og kostur er. En eins og ég segi: Við erum bara að vinna þetta verk miðað við að það komist í framkvæmd þannig að við erum ekki að velta því fyrir okkur hvað við ætlum að gera við þessa peninga.“ Samkvæmt lögum hefur Vegagerðin heimild til að krefja Reykhólahrepp um að greiða kostnaðarmuninn, kjósi hreppurinn dýrari leið. Bergþóra segir að sú spurning sé þó bara fræðileg, enda ljóst að engin greiðslugeta sé í svo litlu sveitarfélagi að takast á við svona framkvæmdir. Fjórir milljarðar séu veruleg fjárhæð.
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15
R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45
Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31