Við étum alltof mikið af þessu kjaftæði Björk Eiðsdóttir skrifar 28. janúar 2019 06:00 Erpi fannst ekki flókið að elda án dýraafurða og ræktar meira að segja sínar eigin kryddjurtir. Rapparinn Erpur Eyvindarson, eða Blaz Roca hefur tekið veganúar föstum tökum og segir það ekki mikið mál að breyta til á þennan hátt enda fær í taílenskri og indverskri matargerð. „Mér finnst gaman að prófa allt, þegar ég ferðast og ég hef borðað sporðdreka, bjöllur og önnur skordýr,“ segir Erpur sem ferðast hefur víða og er augljóslega óhræddur við að prófa sig áfram. „Þetta er smá áskorun, ekki bara að prófa margt nýtt, heldur að láta matinn ganga upp án þess að kjöt eða aðrar dýraafurðir komi þar að. Þetta minnir mig á það þegar ég var að læra myndlist og átti að gera eitthvað spennandi með takmörkuðum verkfærum og oft varð útkoman spennandi.“ Erpur segir málstað veganista höfða til sín en honum megi skipta í þrennt; „Það væri hollt fyrir heiminn að fleiri yrðu vegan enda fer minna landrými í að metta ákveðið magn af grænmetisætum en kjötætum. Verksmiðjubúskapur á Vesturlöndum minnir helst á pyntingarbúðir. Þetta er bara Guantanamo! Sjálfur var ég í sveit og hef unnið á svínabúi og þetta er algjör viðbjóður. Þetta er auðvitað ekki alls staðar jafn slæmt en meðferð á svínum og kjúklingum er bara ógeð. Svo í þriðja lagi er spennandi að finna fyrir breytingum á líkamanum. Það er auðvitað léttara að melta grænmeti en kjöt, svínakjöt er óþolandi í maga. En manni leið hreinlega eins og maður væri með bíldekk í maganum eftir jólin.“ Þrátt fyrir góð áhrif á kroppinn segir Erpur það aðallega hafa verið umhverfis- og dýraverndunarsjónarmið sem hafi fengið hann til að taka dýraafurðir alfarið út þennan fyrsta mánuð ársins. „Við étum allt of mikið af þessu kjaftæði. Það er allt í lagi að éta kjöt og fisk en það má vera mun minna af því. Þetta hefur ekki verið neitt mál, ég kann að elda taílenskt og þar skiptir kjöt engu máli í helstu réttunum þar sem mikið er um grænmeti, chili, engifer, basil og kóríander svo er einnig einfalt að elda indverskan og mexíkóskan mat án dýraafurða. Helstu viðbrigðin eru þegar maður fer yfir í vestræna diska, ég fór t.d. á Grillmarkaðinn um daginn þar sem ég át hnúðkál í orly og sveppi á teini. Það er þá sem maður finnur að þú ert rauðhærði gaurinn í bekknum.“ „Þetta er búið að vera mjög gaman og ég mæli með að allir prófi,“ segir Erpur sem er ekki viss um að hann haldi áfram að vera vegan en hann finni þó að hann sakni ekki kjúklings og svínakjöts. „Ég lít fisk og íslenskt lambakjöt þó öðrum augum, enda gengur það mikið til frjálst og manni líður betur með að borða það. Þar sem það eru hömlur á kjötinnflutningi er minna um sjúkdóma hér og lyfjanotkun sem er gott. En enginn nennir að heyra þetta í dag – allir vilja ódýrt Evrópusambandsdrasl sem myndi auka á þessa áhættu.“ Erpur segist ekki hlusta á þá sem hafa horn í síðu veganista og þó hann sé sjálfur að prófa lífsstílinn í fyrsta sinn þá hafi hann alltaf dáðst að þeim sem hann aðhyllast. „Ég nenni ekki að hlusta á lið væla yfir því að einhver taki á sig að éta brokkólí til að bjarga dýrum úr hræðilegum aðstæðum, eða svo við getum fætt fleiri íbúa heimsins. Það hljómar enginn sem hann sé öruggur í sínu ef hann er að væla yfir því hvað aðrir éta – það var enginn að spyrja þig!“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Vegan Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Rapparinn Erpur Eyvindarson, eða Blaz Roca hefur tekið veganúar föstum tökum og segir það ekki mikið mál að breyta til á þennan hátt enda fær í taílenskri og indverskri matargerð. „Mér finnst gaman að prófa allt, þegar ég ferðast og ég hef borðað sporðdreka, bjöllur og önnur skordýr,“ segir Erpur sem ferðast hefur víða og er augljóslega óhræddur við að prófa sig áfram. „Þetta er smá áskorun, ekki bara að prófa margt nýtt, heldur að láta matinn ganga upp án þess að kjöt eða aðrar dýraafurðir komi þar að. Þetta minnir mig á það þegar ég var að læra myndlist og átti að gera eitthvað spennandi með takmörkuðum verkfærum og oft varð útkoman spennandi.“ Erpur segir málstað veganista höfða til sín en honum megi skipta í þrennt; „Það væri hollt fyrir heiminn að fleiri yrðu vegan enda fer minna landrými í að metta ákveðið magn af grænmetisætum en kjötætum. Verksmiðjubúskapur á Vesturlöndum minnir helst á pyntingarbúðir. Þetta er bara Guantanamo! Sjálfur var ég í sveit og hef unnið á svínabúi og þetta er algjör viðbjóður. Þetta er auðvitað ekki alls staðar jafn slæmt en meðferð á svínum og kjúklingum er bara ógeð. Svo í þriðja lagi er spennandi að finna fyrir breytingum á líkamanum. Það er auðvitað léttara að melta grænmeti en kjöt, svínakjöt er óþolandi í maga. En manni leið hreinlega eins og maður væri með bíldekk í maganum eftir jólin.“ Þrátt fyrir góð áhrif á kroppinn segir Erpur það aðallega hafa verið umhverfis- og dýraverndunarsjónarmið sem hafi fengið hann til að taka dýraafurðir alfarið út þennan fyrsta mánuð ársins. „Við étum allt of mikið af þessu kjaftæði. Það er allt í lagi að éta kjöt og fisk en það má vera mun minna af því. Þetta hefur ekki verið neitt mál, ég kann að elda taílenskt og þar skiptir kjöt engu máli í helstu réttunum þar sem mikið er um grænmeti, chili, engifer, basil og kóríander svo er einnig einfalt að elda indverskan og mexíkóskan mat án dýraafurða. Helstu viðbrigðin eru þegar maður fer yfir í vestræna diska, ég fór t.d. á Grillmarkaðinn um daginn þar sem ég át hnúðkál í orly og sveppi á teini. Það er þá sem maður finnur að þú ert rauðhærði gaurinn í bekknum.“ „Þetta er búið að vera mjög gaman og ég mæli með að allir prófi,“ segir Erpur sem er ekki viss um að hann haldi áfram að vera vegan en hann finni þó að hann sakni ekki kjúklings og svínakjöts. „Ég lít fisk og íslenskt lambakjöt þó öðrum augum, enda gengur það mikið til frjálst og manni líður betur með að borða það. Þar sem það eru hömlur á kjötinnflutningi er minna um sjúkdóma hér og lyfjanotkun sem er gott. En enginn nennir að heyra þetta í dag – allir vilja ódýrt Evrópusambandsdrasl sem myndi auka á þessa áhættu.“ Erpur segist ekki hlusta á þá sem hafa horn í síðu veganista og þó hann sé sjálfur að prófa lífsstílinn í fyrsta sinn þá hafi hann alltaf dáðst að þeim sem hann aðhyllast. „Ég nenni ekki að hlusta á lið væla yfir því að einhver taki á sig að éta brokkólí til að bjarga dýrum úr hræðilegum aðstæðum, eða svo við getum fætt fleiri íbúa heimsins. Það hljómar enginn sem hann sé öruggur í sínu ef hann er að væla yfir því hvað aðrir éta – það var enginn að spyrja þig!“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Vegan Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp