Nýjar tillögur geti lækkað leiguverð um allt að 30 þúsund krónur Sunna Sæmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. janúar 2019 13:30 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Vilhelm Leiguverð í almenna íbúðakerfinu gæti lækkað um fimmtán til þrjátíu þúsund krónur á mánuði ef vextir á lánum fyrir byggingu íbúðanna lækka um eitt og hálft prósentustig, að sögn Drífu Snædal forseta ASÍ. Drífa Snædal ræddi um tillögur átakshópsins í húsnæðismálum í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og þar yfir mögulegar breytingar á fjármögnun til almenna íbúðakerfisins. Lagt er til að stofnaður verði nýr lánaflokkur hjá Íbúðalánasjóði þar sem félögum sem eru að byggja hagkvæmar íbúðir gætu fengið lán á lægri vöxtum og þannig lækkað fjármagnskostnað félagsins. „Almennu íbúðafélögin eru núna að fjármagna sig á 4,2% vöxtum. Ef við náum þeim niður í 2,6% eða 2,8% í gegnum nýjan lánaflokk hjá Íbúðalánasjóði, þá erum við að tala um svona 15-30 þúsund króna lækkun á leigu á mánuði.“ Á sama tíma þurfi að byggja upp fleiri félög sem sjái um byggingu slíkra íbúða og gera fleirum kleift að flytja þar inn. „Þessar íbúðir sem að verkalýðsfélögin eru að byggja núna, þú þarft að vera innan ákveðinna tekjumarka til að komast þar inn. Það er reyndar hluti af þessari tillögu líka að hækka tekjumörkin til þess að fleiri komist inn í kerfið, þannig að það eru ýmsar tillögur þarna sem tala beint inn í kjör fólks.“ Viðtalið við Drífu í Sprengisandi má heyra í heild sinni hér að neðan. Húsnæðismál Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Hópurinn telur að einfalda þurfi byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og sæmræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. 22. janúar 2019 19:12 Leggja til leiguvernd og óhagnaðardrifin húsnæðisfélög Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði leggur til leiguvernd með endurskoðun húsaleigulaga til að bæta réttarstöðu leigjenda. 22. janúar 2019 15:28 Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23. janúar 2019 13:09 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Leiguverð í almenna íbúðakerfinu gæti lækkað um fimmtán til þrjátíu þúsund krónur á mánuði ef vextir á lánum fyrir byggingu íbúðanna lækka um eitt og hálft prósentustig, að sögn Drífu Snædal forseta ASÍ. Drífa Snædal ræddi um tillögur átakshópsins í húsnæðismálum í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og þar yfir mögulegar breytingar á fjármögnun til almenna íbúðakerfisins. Lagt er til að stofnaður verði nýr lánaflokkur hjá Íbúðalánasjóði þar sem félögum sem eru að byggja hagkvæmar íbúðir gætu fengið lán á lægri vöxtum og þannig lækkað fjármagnskostnað félagsins. „Almennu íbúðafélögin eru núna að fjármagna sig á 4,2% vöxtum. Ef við náum þeim niður í 2,6% eða 2,8% í gegnum nýjan lánaflokk hjá Íbúðalánasjóði, þá erum við að tala um svona 15-30 þúsund króna lækkun á leigu á mánuði.“ Á sama tíma þurfi að byggja upp fleiri félög sem sjái um byggingu slíkra íbúða og gera fleirum kleift að flytja þar inn. „Þessar íbúðir sem að verkalýðsfélögin eru að byggja núna, þú þarft að vera innan ákveðinna tekjumarka til að komast þar inn. Það er reyndar hluti af þessari tillögu líka að hækka tekjumörkin til þess að fleiri komist inn í kerfið, þannig að það eru ýmsar tillögur þarna sem tala beint inn í kjör fólks.“ Viðtalið við Drífu í Sprengisandi má heyra í heild sinni hér að neðan.
Húsnæðismál Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Hópurinn telur að einfalda þurfi byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og sæmræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. 22. janúar 2019 19:12 Leggja til leiguvernd og óhagnaðardrifin húsnæðisfélög Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði leggur til leiguvernd með endurskoðun húsaleigulaga til að bæta réttarstöðu leigjenda. 22. janúar 2019 15:28 Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23. janúar 2019 13:09 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Hópurinn telur að einfalda þurfi byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og sæmræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. 22. janúar 2019 19:12
Leggja til leiguvernd og óhagnaðardrifin húsnæðisfélög Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði leggur til leiguvernd með endurskoðun húsaleigulaga til að bæta réttarstöðu leigjenda. 22. janúar 2019 15:28
Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23. janúar 2019 13:09