Fyrsta skíðahelgi ársins í Bláfjöllum hefst í fallegu vetrarveðri Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2019 10:14 Þessar skelltu sér á bretti í Bláfjöllum fyrir nokkrum árum. Vísir/Vilhelm Fyrsta skíðahelgi ársins í Bláfjöllum hefst í dag en opið er á svæðinu frá klukkan 10-17. Veðurstofan spáir jafnframt fallegu vetrarveðri víða á landinu í dag. „Hér er núna -6°, 10 m/sek og bjart. Veðurspáin segir að vind mun lægja á milli 10 og 11 og þá detti í stafa logn. Passa að klæða sig vel,“ segir í Facebook-færslu skíðasvæðisins sem birt var á sjöunda tímanum í morgun. Einnig verður opið í Hlíðafjalli og Oddskarði í dag og ættu skíðaiðkendur víðsvegar á landinu því að komast í brekkurnar um helgina. Eins og áður segir spáir Veðurstofan fallegu vetrarveðri víða á landinu í dag. Viðbúið er að herði frost þar sem nær að lægja og létta til, enda kaldur loftmassi yfir landinu. „Þó verður skýjað að mestu og dálítil él NA-til í dag og strekkingsnorðanátt austast á landinu sem ætti að halda frostinu þar í skefjum þangað til í kvöld þegar lægir og léttir til,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Það þykknar svo smám saman upp með vaxandi suðaustanátt í nótt og á morgun vestantil á landinu og þá mun draga úr frostinu. Seint á morgun og annað kvöld fer að snjóa vestast á landinu. Búist verður við hægum vindi fyrir austan á morgun og lengst af verður bjart og kalt. Skíðasvæði Veður Tengdar fréttir Skíðasvæðið í Bláfjöllum opnað í dag Verður opið frá 14 til 21. 23. janúar 2019 10:49 Starfsmenn Bláfjalla vona að veðurguðirnir bænheyri þá Ef allt gengur upp er vonast til að hægt verði að opna skíðasvæðið í næstu viku. 15. janúar 2019 11:21 Vonast til að opna í Bláfjöllum í vikunni Starfsfólk skíðasvæðisins í Bláfjöllum segist hafa fengið flotta sendingu af snjó í nótt. Ef allt gangi upp verði opið fyrir aðgang í brekkurnar á næstu tveimur til þremur dögum. 21. janúar 2019 12:30 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Fyrsta skíðahelgi ársins í Bláfjöllum hefst í dag en opið er á svæðinu frá klukkan 10-17. Veðurstofan spáir jafnframt fallegu vetrarveðri víða á landinu í dag. „Hér er núna -6°, 10 m/sek og bjart. Veðurspáin segir að vind mun lægja á milli 10 og 11 og þá detti í stafa logn. Passa að klæða sig vel,“ segir í Facebook-færslu skíðasvæðisins sem birt var á sjöunda tímanum í morgun. Einnig verður opið í Hlíðafjalli og Oddskarði í dag og ættu skíðaiðkendur víðsvegar á landinu því að komast í brekkurnar um helgina. Eins og áður segir spáir Veðurstofan fallegu vetrarveðri víða á landinu í dag. Viðbúið er að herði frost þar sem nær að lægja og létta til, enda kaldur loftmassi yfir landinu. „Þó verður skýjað að mestu og dálítil él NA-til í dag og strekkingsnorðanátt austast á landinu sem ætti að halda frostinu þar í skefjum þangað til í kvöld þegar lægir og léttir til,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Það þykknar svo smám saman upp með vaxandi suðaustanátt í nótt og á morgun vestantil á landinu og þá mun draga úr frostinu. Seint á morgun og annað kvöld fer að snjóa vestast á landinu. Búist verður við hægum vindi fyrir austan á morgun og lengst af verður bjart og kalt.
Skíðasvæði Veður Tengdar fréttir Skíðasvæðið í Bláfjöllum opnað í dag Verður opið frá 14 til 21. 23. janúar 2019 10:49 Starfsmenn Bláfjalla vona að veðurguðirnir bænheyri þá Ef allt gengur upp er vonast til að hægt verði að opna skíðasvæðið í næstu viku. 15. janúar 2019 11:21 Vonast til að opna í Bláfjöllum í vikunni Starfsfólk skíðasvæðisins í Bláfjöllum segist hafa fengið flotta sendingu af snjó í nótt. Ef allt gangi upp verði opið fyrir aðgang í brekkurnar á næstu tveimur til þremur dögum. 21. janúar 2019 12:30 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Starfsmenn Bláfjalla vona að veðurguðirnir bænheyri þá Ef allt gengur upp er vonast til að hægt verði að opna skíðasvæðið í næstu viku. 15. janúar 2019 11:21
Vonast til að opna í Bláfjöllum í vikunni Starfsfólk skíðasvæðisins í Bláfjöllum segist hafa fengið flotta sendingu af snjó í nótt. Ef allt gangi upp verði opið fyrir aðgang í brekkurnar á næstu tveimur til þremur dögum. 21. janúar 2019 12:30