Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2019 18:45 Ólafur Ísleifsson segir hann og Karl Gauta þurfa að meta hvernig störf þeirra á Alþingi verði árangursríkust. Vísir/Vilhelm Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. Ólafur Ísleifsson segir hann og Karl Gauta þurfa að meta hvernig störf þeirra á Alþingi verði árangursríkust. Eftir þingkosningar og myndun núverandi ríkisstjórnar voru þingflokkar Samfylkingar og Miðflokks stærstir stjórnarandstöðuflokka með sjö þingmenn hvor og Viðreisn og Flokkur fólksins minnstir þingflokka með fjóra þingmenn hvor flokkur.Eftir þingkosningar var Miðflokkurinn með sjö þingmenn en Flokkur Fólksins með fjóra.VísirStaðan breyttist eftir að þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason voru reknir úr þingflokki Flokks fólksins í desember og urðu utan flokka. Þingflokkur Flokks fólksins varð við það lang minnsti þingflokkurinn. Þingmenn Flokks Fólksins urðu tveir eftir að Ólafur og Karl Gauti voru reknir í kjölfar atburðanna á Klausturbarnum.VísirSamkvæmt þingsköpum Alþingis geta tveir þingmenn sem ganga úr öðrum þingflokkum ekki myndað þingflokk. Til þess þyrftu þeir að vera þrír. Þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson geta því ekki myndað þingflokk og fá ekki fjárhagslegan stuðning eins og aðrir þingflokkar. Þá eru þeir mjög veikir í öllu nefndastarfi. Ólafur minnir á að þeim hafi til dæmis ekki verið úthlutaður ræðutími í umræðum um stöðu mála á Alþingi á mánudag. „Nú allt þetta auðvitað gerir það að verkum að við hljótum að meta það með hvaða hætti okkar störf hér á Alþingi, sem okkar kjósendur sendu okkur hingað til að rækja, geti orðið sem árangursríkust,“ segir Ólafur. Ef þeir tvímenningar gengju til liðs við Miðflokkinn þýddi það töluverðar breytingar á stöðu stjórnarandstöðuflokka. Miðflokkurinn yrði þá stærstur með níu þingmenn og tæki sæti Samfylkingarinnar í þeim efnum sem hefði til dæmis áhrif á skipan nefnda.Færi svo að Karl Gauti og Ólafur myndu ganga til liðs við Miðflokkinn yrði flokkurinn sá stærsti í stjórnarandstöðu með níu þingmenn.VísirÞá kæmi vel til greina að ganga til samstarfs við Miðflokkinn. „Það eru ýmsir kostir upp í þessu og eðlilegt að það sé farið sé mjög vandlega yfir þessa stöðu. Hún er auðvitað ný.“ Þar með yrði Miðflokkurinn þriðji stærsti þingflokkur á þingi og stærsti stjórnarandstöðu þingflokkurinn. „Ég meina við erum bara að byrja að átta okkur á þessari stöðu og við útilokum enga möguleika í þessu sambandi,“ segir Ólafur. Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. Ólafur Ísleifsson segir hann og Karl Gauta þurfa að meta hvernig störf þeirra á Alþingi verði árangursríkust. Eftir þingkosningar og myndun núverandi ríkisstjórnar voru þingflokkar Samfylkingar og Miðflokks stærstir stjórnarandstöðuflokka með sjö þingmenn hvor og Viðreisn og Flokkur fólksins minnstir þingflokka með fjóra þingmenn hvor flokkur.Eftir þingkosningar var Miðflokkurinn með sjö þingmenn en Flokkur Fólksins með fjóra.VísirStaðan breyttist eftir að þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason voru reknir úr þingflokki Flokks fólksins í desember og urðu utan flokka. Þingflokkur Flokks fólksins varð við það lang minnsti þingflokkurinn. Þingmenn Flokks Fólksins urðu tveir eftir að Ólafur og Karl Gauti voru reknir í kjölfar atburðanna á Klausturbarnum.VísirSamkvæmt þingsköpum Alþingis geta tveir þingmenn sem ganga úr öðrum þingflokkum ekki myndað þingflokk. Til þess þyrftu þeir að vera þrír. Þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson geta því ekki myndað þingflokk og fá ekki fjárhagslegan stuðning eins og aðrir þingflokkar. Þá eru þeir mjög veikir í öllu nefndastarfi. Ólafur minnir á að þeim hafi til dæmis ekki verið úthlutaður ræðutími í umræðum um stöðu mála á Alþingi á mánudag. „Nú allt þetta auðvitað gerir það að verkum að við hljótum að meta það með hvaða hætti okkar störf hér á Alþingi, sem okkar kjósendur sendu okkur hingað til að rækja, geti orðið sem árangursríkust,“ segir Ólafur. Ef þeir tvímenningar gengju til liðs við Miðflokkinn þýddi það töluverðar breytingar á stöðu stjórnarandstöðuflokka. Miðflokkurinn yrði þá stærstur með níu þingmenn og tæki sæti Samfylkingarinnar í þeim efnum sem hefði til dæmis áhrif á skipan nefnda.Færi svo að Karl Gauti og Ólafur myndu ganga til liðs við Miðflokkinn yrði flokkurinn sá stærsti í stjórnarandstöðu með níu þingmenn.VísirÞá kæmi vel til greina að ganga til samstarfs við Miðflokkinn. „Það eru ýmsir kostir upp í þessu og eðlilegt að það sé farið sé mjög vandlega yfir þessa stöðu. Hún er auðvitað ný.“ Þar með yrði Miðflokkurinn þriðji stærsti þingflokkur á þingi og stærsti stjórnarandstöðu þingflokkurinn. „Ég meina við erum bara að byrja að átta okkur á þessari stöðu og við útilokum enga möguleika í þessu sambandi,“ segir Ólafur.
Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira