Glowie segist hafa verið uppnefnd fyrir að vera „of grönn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2019 13:35 Söngkonan Glowie hefur notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarin ár. fréttablaðið/Hanna Íslenska tónlistarkonan Glowie segir að hún hafi verið uppnefnd, bæði af börnum og kennurum, fyrir að vera „of grönn.“ Frá þessu segir hún í viðtali við BBC og kveðst hafa velt því mikið fyrir sér þegar hún var í skóla hvernig hún þyrfti að líta út til þess að vera falleg. Þannig hafi hún alltaf viljað bæta á sig kílóum á meðan að samnemendur hafi talið að þeir þyrftu að grenna sig til þess að líta vel út. Glowie segist núna vilja stuðla að jákvæðri líkamsímynd með lagi sínu „Body“ sem kom út í nóvember í fyrra. „Af því að flestar stelpurnar vildu vera grannar þá fannst mér þetta mjög flókið. Ég hugsaði með mér að ég vissi að væri grönn en mig langaði ekki til þess að vera grönn,“ segir Glowie í viðtali við BBC. Hún segir að í stað þess að ræða við fjölskyldu sína um málið þá hafi hún öðlast sjálfstraust með því að verja tíma með sjálfri sér. Þá segir Glowie að hún hafi alltaf viljað gefa fólki jákvæð og hjálpleg skilaboð og stuðla þannig að betri líðan þess. Lagið „Body“ er eftir Juliu Michaels sem hefur meðal annars samið lög fyrir Justin Bieber og Britney Spears. Þegar Glowie heyrði fyrst textann við lagið, sem virðist vísa í líkama annarrar manneskju, þá ákvað hún að breyta merkingu textans. „Ég er ekki þannig að ég vilji syngja um það hvernig ég laðast að annarri manneskju. Mig langaði að breyta því einhvern veginn, láta það vera um jákvæða líkamsímynd og segja við sjálfa mig „Ég er líkami,““ segir Glowie. Tónlist Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Íslenska tónlistarkonan Glowie segir að hún hafi verið uppnefnd, bæði af börnum og kennurum, fyrir að vera „of grönn.“ Frá þessu segir hún í viðtali við BBC og kveðst hafa velt því mikið fyrir sér þegar hún var í skóla hvernig hún þyrfti að líta út til þess að vera falleg. Þannig hafi hún alltaf viljað bæta á sig kílóum á meðan að samnemendur hafi talið að þeir þyrftu að grenna sig til þess að líta vel út. Glowie segist núna vilja stuðla að jákvæðri líkamsímynd með lagi sínu „Body“ sem kom út í nóvember í fyrra. „Af því að flestar stelpurnar vildu vera grannar þá fannst mér þetta mjög flókið. Ég hugsaði með mér að ég vissi að væri grönn en mig langaði ekki til þess að vera grönn,“ segir Glowie í viðtali við BBC. Hún segir að í stað þess að ræða við fjölskyldu sína um málið þá hafi hún öðlast sjálfstraust með því að verja tíma með sjálfri sér. Þá segir Glowie að hún hafi alltaf viljað gefa fólki jákvæð og hjálpleg skilaboð og stuðla þannig að betri líðan þess. Lagið „Body“ er eftir Juliu Michaels sem hefur meðal annars samið lög fyrir Justin Bieber og Britney Spears. Þegar Glowie heyrði fyrst textann við lagið, sem virðist vísa í líkama annarrar manneskju, þá ákvað hún að breyta merkingu textans. „Ég er ekki þannig að ég vilji syngja um það hvernig ég laðast að annarri manneskju. Mig langaði að breyta því einhvern veginn, láta það vera um jákvæða líkamsímynd og segja við sjálfa mig „Ég er líkami,““ segir Glowie.
Tónlist Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira