Borgarlögmaður gagnrýnir Minjastofnun harðlega fyrir skyndifriðun Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2019 12:30 Ebba Schram er borgarlögmaður. Borgarlögmaður gagnrýnir Minjastofnun harðlega fyrir skyndifriðun á hluta Víkurgarðs. Engin rök réttlæti friðun og hún styðjist ekki við tilgang laga þar sem ljóst sé að á umræddu svæði séu engar minjar til að raska. Fallist ráðherra á friðunina skapist skaðabótaskylda á ríkið. Borgarlögmaður hefur sent Minjastofnun Íslands athugasemdir vegna skyndifriðunar stofnunarinnar á hluta Víkurgarðs, eða Fógetagarðsins, inni á byggingarlóð hótels á gamla Landsímareitnum. En Minjastofnun hefur jafnframt sent mennta- og menningarmálaráðuneytinu tillögu um varanlega friðun þessa svæðis og hefur ráðherra frest til 18. febrúar til að taka afstöðu til málsins. Tilgangur Minjastofnunar er að koma í veg fyrir einn af inngöngum væntanlegs hótels á vesturhlið þess. Í athugasemdum Ebbu Schram borgarlögmanns vegna friðlýsingarinnar til Minjastofnunar segir að í skilmálum fyrir friðlýsingartillögu sé að mati Reykjavíkurborgar hvorki að finna röksemdir sem réttlætt geti friðlýsingu hluta lóðarinnar, né um að fyrirhuguð friðlýsing samþýðist ákvæðum laga um menningarminjar. Reykjavíkurborg fái ekki séð að friðlýsing hluta lóðarinnar, til að koma í veg fyrir staðsetningu inngangs að hóteli, sé í samræmi við framangreindan tilgang laganna eða eigi sér stoð í þeim þar sem ljóst sé að staðsetningin muni engum minjum raska. Engar minjar séu lengur til staðar á svæðinu sem friðlýsingartillaga eigi að ná til og þar af leiðandi engin hætta á að minjar spillist, glatist eða gildi þeirra verði rýrt. Víkurgarður sé almenningsgarður og hafi verið lengi. Tillaga um friðlýsingu brjóti gegn meðalhófi og við meðferð málsins hafi ekki verið gætt að rannsóknarskyldu. Borgarlögmaður segir að Minjastofnun hafi haft öll tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum við hönnun hótelsins á reitnum í skipulagsferli málsins en ekki gert það. Borgarlögmaður segir að skyndifriðun eða eftir atvikum friðlýsing geti leitt til bótaskyldu ríkisins. Fallist ráðherra á friðlýsinguna séóvissa um hvort hótelið rísi. Fasteignamat lóðar sé rúmar 774 milljónir en ætla megi að raunverðmæti sé umtalsvert meira. Borgarstjórn Fornminjar Víkurgarður Tengdar fréttir Telja Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingunni Settu fyllingu yfir svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsingu. 16. janúar 2019 11:57 Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. 9. janúar 2019 14:18 Skúli fógeti loki hótelinu Forstjóri Minjastofnunnar varaði hótelbyggjendur á Landsímareitnum við því að að Minjastofnun geti látið færa styttuna af Skúla fógeta og sett hana fyrir inngang hótelsins verði hann um Víkurgarð. 24. janúar 2019 06:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Borgarlögmaður gagnrýnir Minjastofnun harðlega fyrir skyndifriðun á hluta Víkurgarðs. Engin rök réttlæti friðun og hún styðjist ekki við tilgang laga þar sem ljóst sé að á umræddu svæði séu engar minjar til að raska. Fallist ráðherra á friðunina skapist skaðabótaskylda á ríkið. Borgarlögmaður hefur sent Minjastofnun Íslands athugasemdir vegna skyndifriðunar stofnunarinnar á hluta Víkurgarðs, eða Fógetagarðsins, inni á byggingarlóð hótels á gamla Landsímareitnum. En Minjastofnun hefur jafnframt sent mennta- og menningarmálaráðuneytinu tillögu um varanlega friðun þessa svæðis og hefur ráðherra frest til 18. febrúar til að taka afstöðu til málsins. Tilgangur Minjastofnunar er að koma í veg fyrir einn af inngöngum væntanlegs hótels á vesturhlið þess. Í athugasemdum Ebbu Schram borgarlögmanns vegna friðlýsingarinnar til Minjastofnunar segir að í skilmálum fyrir friðlýsingartillögu sé að mati Reykjavíkurborgar hvorki að finna röksemdir sem réttlætt geti friðlýsingu hluta lóðarinnar, né um að fyrirhuguð friðlýsing samþýðist ákvæðum laga um menningarminjar. Reykjavíkurborg fái ekki séð að friðlýsing hluta lóðarinnar, til að koma í veg fyrir staðsetningu inngangs að hóteli, sé í samræmi við framangreindan tilgang laganna eða eigi sér stoð í þeim þar sem ljóst sé að staðsetningin muni engum minjum raska. Engar minjar séu lengur til staðar á svæðinu sem friðlýsingartillaga eigi að ná til og þar af leiðandi engin hætta á að minjar spillist, glatist eða gildi þeirra verði rýrt. Víkurgarður sé almenningsgarður og hafi verið lengi. Tillaga um friðlýsingu brjóti gegn meðalhófi og við meðferð málsins hafi ekki verið gætt að rannsóknarskyldu. Borgarlögmaður segir að Minjastofnun hafi haft öll tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum við hönnun hótelsins á reitnum í skipulagsferli málsins en ekki gert það. Borgarlögmaður segir að skyndifriðun eða eftir atvikum friðlýsing geti leitt til bótaskyldu ríkisins. Fallist ráðherra á friðlýsinguna séóvissa um hvort hótelið rísi. Fasteignamat lóðar sé rúmar 774 milljónir en ætla megi að raunverðmæti sé umtalsvert meira.
Borgarstjórn Fornminjar Víkurgarður Tengdar fréttir Telja Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingunni Settu fyllingu yfir svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsingu. 16. janúar 2019 11:57 Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. 9. janúar 2019 14:18 Skúli fógeti loki hótelinu Forstjóri Minjastofnunnar varaði hótelbyggjendur á Landsímareitnum við því að að Minjastofnun geti látið færa styttuna af Skúla fógeta og sett hana fyrir inngang hótelsins verði hann um Víkurgarð. 24. janúar 2019 06:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Telja Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingunni Settu fyllingu yfir svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsingu. 16. janúar 2019 11:57
Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. 9. janúar 2019 14:18
Skúli fógeti loki hótelinu Forstjóri Minjastofnunnar varaði hótelbyggjendur á Landsímareitnum við því að að Minjastofnun geti látið færa styttuna af Skúla fógeta og sett hana fyrir inngang hótelsins verði hann um Víkurgarð. 24. janúar 2019 06:15