Biðla til ráðherra vegna Murat Arslan Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. janúar 2019 12:15 Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur þekkir Murat Arslan persónulega gegnum starf Alþjóðasamtaka dómara og segir hann hafa starfað af heilum hug að málefnum dómara. Vísir/Vilhelm Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður Dómarafélags Íslands munu í dag funda með utanríkisráðherra til þess að vekja athygli hans á máli Murat Arslan sem er formaður dómarafélags Tyrklands. Arslan er eitt fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta og var dæmdur í tíu ára fangelsi af óþekktum ástæðum. Murat Arslan var ekki einn þeirra þrjú þúsund dómara sem voru handteknir eftir hreinsanir Erdogans Tyrklandsforseta í kjölfar svokallaðs Gulen-máls sumarið 2016. Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur þekkir Murat Arslan persónulega gegnum starf Alþjóðasamtaka dómara og segir hann hafa starfað af heilum hug að málefnum dómara. Skúli segir að samtökin hafi leitast eftir því að veita tyrkneskum stjórnvöldum aðhald eftir að hreinsanir Erdogans hófust. Murat hélt áfram einhverjum samskiptum við Alþjóðasamtök dómara þó að hann vissi að því fylgdi áhætta fyrir sig persónulega. Eftir aðalfund Alþjóðasamtaka dómara í Mexíkó haustið 2017 sendi Murat tölvupóst þar sem hann þakkaði samtökunum fyrir stuðninginn. Stuttu síðar var hann handtekinn heima í Tyrklandi og hefur nú verið dæmdur í tíu ára fangelsi af ástæðum sem liggja ekki fyrir.Recep Tayyip Erdoğan forseti Tyrklands hefur ráðist til atlögu gegn öllum andstæðingum sínum, raunverulegum sem ímynduðum, frá því að ætlað valdarán í Tyrklandi misheppnaðist sumarið 2016. Alls hafa 4.000 dómarar verið handteknir frá þeim tíma.Vísir/EPALíklega sviptur eignum sínum Skúli segir að líklega hafi Murat Arslan hafi verið sviptur eignum sínum og að fjölskylda hans sé á vonarvöl. „Þetta eru um 4.000 dómarar eða fjórðungur allra tyrkneskra dómara sem hafa verið reknir. Þar með er ekki sagt að þeir hafi allir verið handteknir og settir í gæsluvarðhald. Það er talað um að 2.500 dómarar hafi verið handteknir og setið í gæsluvarðhaldi og núna erum við farin að sjá dóma yfir þessum mönnum. Auðvitað var maður að vonast til þess að þetta myndi leysast og menn yrðu ekki hafðir í haldi áfram þótt það væri búið að svipta þá embættinu,“ segir Skúli. Annað hafi svo komið á daginn því nýlegir dómar sýni að tyrknesk stjórnvöld ætli ekki að láta það duga að svipta dómarana embættum. Enn hærra hafi verið reitt til höggs eins og tíu ára fangelsisdómur yfir Murat Arslan er til vitnis um.Ingibjörg Þorsteinsdóttir er formaður Dómarafélags Íslands. Með henni á myndinni er Arnar Þór Jónsson héraðsdómari.Vísir/ANTONFunda með Guðlaugi Þór síðar í dag Skúli Magnússon mun ásamt Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formanni Dómarafélags Íslands, ganga á fund Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra til að vekja athygli á máli Murats. Munu þau óska eftir að ráðherra spyrjist fyrir um málið og grípi til viðeigandi aðgerða í framhaldi af því. Það eru ekki bara dómarar, embættismenn og fræðimenn sem eru fórnarlömb hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta því 230 blaðamenn hafa verið handteknir í Tyrklandi frá júlí 2016 og 68 þeirra sitja nú í fangelsi. Tyrkland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður Dómarafélags Íslands munu í dag funda með utanríkisráðherra til þess að vekja athygli hans á máli Murat Arslan sem er formaður dómarafélags Tyrklands. Arslan er eitt fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta og var dæmdur í tíu ára fangelsi af óþekktum ástæðum. Murat Arslan var ekki einn þeirra þrjú þúsund dómara sem voru handteknir eftir hreinsanir Erdogans Tyrklandsforseta í kjölfar svokallaðs Gulen-máls sumarið 2016. Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur þekkir Murat Arslan persónulega gegnum starf Alþjóðasamtaka dómara og segir hann hafa starfað af heilum hug að málefnum dómara. Skúli segir að samtökin hafi leitast eftir því að veita tyrkneskum stjórnvöldum aðhald eftir að hreinsanir Erdogans hófust. Murat hélt áfram einhverjum samskiptum við Alþjóðasamtök dómara þó að hann vissi að því fylgdi áhætta fyrir sig persónulega. Eftir aðalfund Alþjóðasamtaka dómara í Mexíkó haustið 2017 sendi Murat tölvupóst þar sem hann þakkaði samtökunum fyrir stuðninginn. Stuttu síðar var hann handtekinn heima í Tyrklandi og hefur nú verið dæmdur í tíu ára fangelsi af ástæðum sem liggja ekki fyrir.Recep Tayyip Erdoğan forseti Tyrklands hefur ráðist til atlögu gegn öllum andstæðingum sínum, raunverulegum sem ímynduðum, frá því að ætlað valdarán í Tyrklandi misheppnaðist sumarið 2016. Alls hafa 4.000 dómarar verið handteknir frá þeim tíma.Vísir/EPALíklega sviptur eignum sínum Skúli segir að líklega hafi Murat Arslan hafi verið sviptur eignum sínum og að fjölskylda hans sé á vonarvöl. „Þetta eru um 4.000 dómarar eða fjórðungur allra tyrkneskra dómara sem hafa verið reknir. Þar með er ekki sagt að þeir hafi allir verið handteknir og settir í gæsluvarðhald. Það er talað um að 2.500 dómarar hafi verið handteknir og setið í gæsluvarðhaldi og núna erum við farin að sjá dóma yfir þessum mönnum. Auðvitað var maður að vonast til þess að þetta myndi leysast og menn yrðu ekki hafðir í haldi áfram þótt það væri búið að svipta þá embættinu,“ segir Skúli. Annað hafi svo komið á daginn því nýlegir dómar sýni að tyrknesk stjórnvöld ætli ekki að láta það duga að svipta dómarana embættum. Enn hærra hafi verið reitt til höggs eins og tíu ára fangelsisdómur yfir Murat Arslan er til vitnis um.Ingibjörg Þorsteinsdóttir er formaður Dómarafélags Íslands. Með henni á myndinni er Arnar Þór Jónsson héraðsdómari.Vísir/ANTONFunda með Guðlaugi Þór síðar í dag Skúli Magnússon mun ásamt Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formanni Dómarafélags Íslands, ganga á fund Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra til að vekja athygli á máli Murats. Munu þau óska eftir að ráðherra spyrjist fyrir um málið og grípi til viðeigandi aðgerða í framhaldi af því. Það eru ekki bara dómarar, embættismenn og fræðimenn sem eru fórnarlömb hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta því 230 blaðamenn hafa verið handteknir í Tyrklandi frá júlí 2016 og 68 þeirra sitja nú í fangelsi.
Tyrkland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira