„Á ögurstundu með að grípa til aðgerða“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. janúar 2019 19:00 Ritstjórar og eigendur Kjarnans og Stundarinnar segja frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla mikið framfaraskref. Ritstjóri Kjarnans segir komið að ákveðinni ögurstundu í rekstri einkarekinna miðla og því sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra. Hinn 30. desember 2016 skipaði Illugi Gunnarsson, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, nefnd til að fjalla um tillögur til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hér á landi. Nefndin skilaði af sér skýrslu í fyrra og hafa tillögur hennar þegar ratað í lagafrumvörp. Til dæmis er ákvæði um samræmingu í skattlagningu virðisaukaskatts vegna sölu og áskrifta dagblaða og tímarita, hvort sem þær eru á prentuðu eða í rafrænu formi, í frumvarpi til breytinga á lögum um virðisaukaskatt sem lagt var fram í desember. Á meðal annarra tillagna nefndarinnar var tillaga um að heimila að endurgreiða úr ríkissjóðir 25 prósent af kostnaði einkarekinna fjölmiðla sem fellur til við framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni. Nefndin taldi nauðsynlegt að tiltekin skilyrði væru uppfyllt svo fjölmiðill gæti notið endurgreiðslu. Slík skilyrði gætu að mati nefndarinnar falið í sér staðfestingu Fjölmiðlanefndar á að fjölmiðillinn falli undir gildissvið fjölmiðlalaga og miðli fréttum og fréttatengdu efni. Í nýju lagafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla er ákvæði sem heimilar endurgreiðslu á 25 prósent af kostnaði einkarekinna fjölmiðla sem fellur til við framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni. Lilja upplýsti um þetta í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þak verður á endurgreiðslunni en frumvarpið byggir á norskri og danskri löggjöf um sama efni. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, segir frumvarpið framfaraskref og tillaga um endurgreiðslu á hluta kostnaðar sé til þess fallin að hlúa að rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. „Ég held að tillagan geti verið mjög gagnleg til að stuðla að fjölbreytni í íslensku fjölmiðlaumhverfi. Ef ekkert verður að gert mun sú fjölbreytni minnka og maður er ansi hræddur um að margir einkareknir fjölmiðlar muni heltast úr lestinni,“ segir Þórður. Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjórar Stundarinnar.Vísir/Egill AðalsteinssonÝtir undir sjálfstæði einkarekinna miðla Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, tekur í sama streng. „Þetta er mjög jákvætt skref og vonandi er þá að aukast skilningur á því hversu mikilvægir fjölmiðlar eru fyrir lýðræðisríki,“ segir Ingibjörg. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri og framkvæmdastjóri Stundarinnar, segir að sér lítist ágætlega á útfærsluna. „Vandamálið í kjarnanum er það að fjölmiðlar þrífast illa í núverandi rekstrarumhverfi. Við sjáum að fjölmiðlar á Íslandi hafa sumir hverjir þurft að treysta á hagsmunablokkir til þess að viðhalda rekstri sínum. Ég held að þetta geri fjölmiðla frekar óháða og gerir þeim kleift að vera sjálfstæðir. Fjárhagslegt sjálfstæði er grunnurinn að ritstjórnarlegu sjálfstæði til lengri tíma.“ Þórður Snær Júlíusson bendir á að rekstrarumhverfi fjölmiðla hafi verið brothætt í meira en áratug. Þess vegna sé frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra tímabært. „Það má segja að við séum á ögurstundu með að grípa til einhverra aðgerða til þess að viðhalda frjálsri fjölmiðlun á Íslandi. Ef það er einhver vilji til þess að viðhalda því,“ segir Þórður. Frumvarp um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur ekki verið birt á vef Alþingis eða í samráðsgáttinni. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hyggst leggja frumvarpið fram á ríkisstjórnarfundi í næstu viku. Fjölmiðlar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ritstjórar og eigendur Kjarnans og Stundarinnar segja frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla mikið framfaraskref. Ritstjóri Kjarnans segir komið að ákveðinni ögurstundu í rekstri einkarekinna miðla og því sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra. Hinn 30. desember 2016 skipaði Illugi Gunnarsson, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, nefnd til að fjalla um tillögur til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hér á landi. Nefndin skilaði af sér skýrslu í fyrra og hafa tillögur hennar þegar ratað í lagafrumvörp. Til dæmis er ákvæði um samræmingu í skattlagningu virðisaukaskatts vegna sölu og áskrifta dagblaða og tímarita, hvort sem þær eru á prentuðu eða í rafrænu formi, í frumvarpi til breytinga á lögum um virðisaukaskatt sem lagt var fram í desember. Á meðal annarra tillagna nefndarinnar var tillaga um að heimila að endurgreiða úr ríkissjóðir 25 prósent af kostnaði einkarekinna fjölmiðla sem fellur til við framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni. Nefndin taldi nauðsynlegt að tiltekin skilyrði væru uppfyllt svo fjölmiðill gæti notið endurgreiðslu. Slík skilyrði gætu að mati nefndarinnar falið í sér staðfestingu Fjölmiðlanefndar á að fjölmiðillinn falli undir gildissvið fjölmiðlalaga og miðli fréttum og fréttatengdu efni. Í nýju lagafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla er ákvæði sem heimilar endurgreiðslu á 25 prósent af kostnaði einkarekinna fjölmiðla sem fellur til við framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni. Lilja upplýsti um þetta í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þak verður á endurgreiðslunni en frumvarpið byggir á norskri og danskri löggjöf um sama efni. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, segir frumvarpið framfaraskref og tillaga um endurgreiðslu á hluta kostnaðar sé til þess fallin að hlúa að rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. „Ég held að tillagan geti verið mjög gagnleg til að stuðla að fjölbreytni í íslensku fjölmiðlaumhverfi. Ef ekkert verður að gert mun sú fjölbreytni minnka og maður er ansi hræddur um að margir einkareknir fjölmiðlar muni heltast úr lestinni,“ segir Þórður. Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjórar Stundarinnar.Vísir/Egill AðalsteinssonÝtir undir sjálfstæði einkarekinna miðla Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, tekur í sama streng. „Þetta er mjög jákvætt skref og vonandi er þá að aukast skilningur á því hversu mikilvægir fjölmiðlar eru fyrir lýðræðisríki,“ segir Ingibjörg. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri og framkvæmdastjóri Stundarinnar, segir að sér lítist ágætlega á útfærsluna. „Vandamálið í kjarnanum er það að fjölmiðlar þrífast illa í núverandi rekstrarumhverfi. Við sjáum að fjölmiðlar á Íslandi hafa sumir hverjir þurft að treysta á hagsmunablokkir til þess að viðhalda rekstri sínum. Ég held að þetta geri fjölmiðla frekar óháða og gerir þeim kleift að vera sjálfstæðir. Fjárhagslegt sjálfstæði er grunnurinn að ritstjórnarlegu sjálfstæði til lengri tíma.“ Þórður Snær Júlíusson bendir á að rekstrarumhverfi fjölmiðla hafi verið brothætt í meira en áratug. Þess vegna sé frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra tímabært. „Það má segja að við séum á ögurstundu með að grípa til einhverra aðgerða til þess að viðhalda frjálsri fjölmiðlun á Íslandi. Ef það er einhver vilji til þess að viðhalda því,“ segir Þórður. Frumvarp um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur ekki verið birt á vef Alþingis eða í samráðsgáttinni. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hyggst leggja frumvarpið fram á ríkisstjórnarfundi í næstu viku.
Fjölmiðlar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira