Samfélagslega mikilvægt að styrkja fjölmiðla Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2019 19:02 Lilja segir það skipta máli fyrir íslenskt mál, menningu og lýðræðislega umræðu að styrkja fjölmiðla. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það samfélagslega mikilvæga aðgerð að styðja starfsemi fjölmiðla. Í frumvarpi sem ráðuneyti hennar hefur undirbúið er lagt til að ríkið styrki einkarekna fjölmiðla fjárhagslega. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagðist Lilja búast við því að kynna frumvarpsdrögin í ríkisstjórn í næstu viku. Í því sé meðal annars kveðið á um að einkareknir fjölmiðlar geti fengið stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar, allt að 25%, sem fellur til við öflun eða miðlun frétta, fréttatengds efnis eða umfjöllunar um samfélagsleg málefni, að uppfylltum skilyrðum. „Það skiptir svo miklu máli að það sé jafnvægi á fjölmiðlamarkaði upp á lýðræðislega umræðu og að fólk geti tekið þátt í henni,“ sagði ráðherrann um mikilvægi þess að styðja fjölmiðla. Frumvarpið sé að norrænni fyrirmynd og taki að miklu leyti mið af norskri og danskri löggjöf. Þáttastjórnendur spurðu Lilju ítrekað út í stöðu RÚV á auglýsingamarkaði og samkeppni við einkarekna miðla. Ráðherrann sagði frumvarpið nú aðeins beinast að einkareknum fjölmiðlum. Það væri fyrsta stóra aðgerðin í röð aðgerða sem eiga að efla íslenskan fjölmiðlamarkað. Svaraði hún því ekki beint hvort að til greina kæmi að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Skýrslur sem hún hefur fengið í hendur hafi fært rök í ólíkar áttir. Sums staðar hafi reynslan verið sú að innlendi auglýsingamarkaðurinn skreppi saman þegar ríkisreknir fjölmiðlar eru teknir þaðan. Auglýsingatekjurnar renni þá til stórfyrirtækja eins og Facebook eða Google. „Við erum líka að skoða fleiri aðgerðir. Er eitthvað annað sem getur komið til aðstoðar á markaðslegum forsendum vegna þess að við viljum heldur ekki að hið opinbera sé bara komið með þetta allt í fangið,“ sagði Lilja. Fjölmiðlar Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það samfélagslega mikilvæga aðgerð að styðja starfsemi fjölmiðla. Í frumvarpi sem ráðuneyti hennar hefur undirbúið er lagt til að ríkið styrki einkarekna fjölmiðla fjárhagslega. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagðist Lilja búast við því að kynna frumvarpsdrögin í ríkisstjórn í næstu viku. Í því sé meðal annars kveðið á um að einkareknir fjölmiðlar geti fengið stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar, allt að 25%, sem fellur til við öflun eða miðlun frétta, fréttatengds efnis eða umfjöllunar um samfélagsleg málefni, að uppfylltum skilyrðum. „Það skiptir svo miklu máli að það sé jafnvægi á fjölmiðlamarkaði upp á lýðræðislega umræðu og að fólk geti tekið þátt í henni,“ sagði ráðherrann um mikilvægi þess að styðja fjölmiðla. Frumvarpið sé að norrænni fyrirmynd og taki að miklu leyti mið af norskri og danskri löggjöf. Þáttastjórnendur spurðu Lilju ítrekað út í stöðu RÚV á auglýsingamarkaði og samkeppni við einkarekna miðla. Ráðherrann sagði frumvarpið nú aðeins beinast að einkareknum fjölmiðlum. Það væri fyrsta stóra aðgerðin í röð aðgerða sem eiga að efla íslenskan fjölmiðlamarkað. Svaraði hún því ekki beint hvort að til greina kæmi að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Skýrslur sem hún hefur fengið í hendur hafi fært rök í ólíkar áttir. Sums staðar hafi reynslan verið sú að innlendi auglýsingamarkaðurinn skreppi saman þegar ríkisreknir fjölmiðlar eru teknir þaðan. Auglýsingatekjurnar renni þá til stórfyrirtækja eins og Facebook eða Google. „Við erum líka að skoða fleiri aðgerðir. Er eitthvað annað sem getur komið til aðstoðar á markaðslegum forsendum vegna þess að við viljum heldur ekki að hið opinbera sé bara komið með þetta allt í fangið,“ sagði Lilja.
Fjölmiðlar Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira