Samfélagslega mikilvægt að styrkja fjölmiðla Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2019 19:02 Lilja segir það skipta máli fyrir íslenskt mál, menningu og lýðræðislega umræðu að styrkja fjölmiðla. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það samfélagslega mikilvæga aðgerð að styðja starfsemi fjölmiðla. Í frumvarpi sem ráðuneyti hennar hefur undirbúið er lagt til að ríkið styrki einkarekna fjölmiðla fjárhagslega. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagðist Lilja búast við því að kynna frumvarpsdrögin í ríkisstjórn í næstu viku. Í því sé meðal annars kveðið á um að einkareknir fjölmiðlar geti fengið stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar, allt að 25%, sem fellur til við öflun eða miðlun frétta, fréttatengds efnis eða umfjöllunar um samfélagsleg málefni, að uppfylltum skilyrðum. „Það skiptir svo miklu máli að það sé jafnvægi á fjölmiðlamarkaði upp á lýðræðislega umræðu og að fólk geti tekið þátt í henni,“ sagði ráðherrann um mikilvægi þess að styðja fjölmiðla. Frumvarpið sé að norrænni fyrirmynd og taki að miklu leyti mið af norskri og danskri löggjöf. Þáttastjórnendur spurðu Lilju ítrekað út í stöðu RÚV á auglýsingamarkaði og samkeppni við einkarekna miðla. Ráðherrann sagði frumvarpið nú aðeins beinast að einkareknum fjölmiðlum. Það væri fyrsta stóra aðgerðin í röð aðgerða sem eiga að efla íslenskan fjölmiðlamarkað. Svaraði hún því ekki beint hvort að til greina kæmi að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Skýrslur sem hún hefur fengið í hendur hafi fært rök í ólíkar áttir. Sums staðar hafi reynslan verið sú að innlendi auglýsingamarkaðurinn skreppi saman þegar ríkisreknir fjölmiðlar eru teknir þaðan. Auglýsingatekjurnar renni þá til stórfyrirtækja eins og Facebook eða Google. „Við erum líka að skoða fleiri aðgerðir. Er eitthvað annað sem getur komið til aðstoðar á markaðslegum forsendum vegna þess að við viljum heldur ekki að hið opinbera sé bara komið með þetta allt í fangið,“ sagði Lilja. Fjölmiðlar Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það samfélagslega mikilvæga aðgerð að styðja starfsemi fjölmiðla. Í frumvarpi sem ráðuneyti hennar hefur undirbúið er lagt til að ríkið styrki einkarekna fjölmiðla fjárhagslega. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagðist Lilja búast við því að kynna frumvarpsdrögin í ríkisstjórn í næstu viku. Í því sé meðal annars kveðið á um að einkareknir fjölmiðlar geti fengið stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar, allt að 25%, sem fellur til við öflun eða miðlun frétta, fréttatengds efnis eða umfjöllunar um samfélagsleg málefni, að uppfylltum skilyrðum. „Það skiptir svo miklu máli að það sé jafnvægi á fjölmiðlamarkaði upp á lýðræðislega umræðu og að fólk geti tekið þátt í henni,“ sagði ráðherrann um mikilvægi þess að styðja fjölmiðla. Frumvarpið sé að norrænni fyrirmynd og taki að miklu leyti mið af norskri og danskri löggjöf. Þáttastjórnendur spurðu Lilju ítrekað út í stöðu RÚV á auglýsingamarkaði og samkeppni við einkarekna miðla. Ráðherrann sagði frumvarpið nú aðeins beinast að einkareknum fjölmiðlum. Það væri fyrsta stóra aðgerðin í röð aðgerða sem eiga að efla íslenskan fjölmiðlamarkað. Svaraði hún því ekki beint hvort að til greina kæmi að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Skýrslur sem hún hefur fengið í hendur hafi fært rök í ólíkar áttir. Sums staðar hafi reynslan verið sú að innlendi auglýsingamarkaðurinn skreppi saman þegar ríkisreknir fjölmiðlar eru teknir þaðan. Auglýsingatekjurnar renni þá til stórfyrirtækja eins og Facebook eða Google. „Við erum líka að skoða fleiri aðgerðir. Er eitthvað annað sem getur komið til aðstoðar á markaðslegum forsendum vegna þess að við viljum heldur ekki að hið opinbera sé bara komið með þetta allt í fangið,“ sagði Lilja.
Fjölmiðlar Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira