Átakshópur leggur til að borgarlínu og framkvæmdum við stofnbrautir verði flýtt Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2019 18:45 Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, voru formenn átakshópsins. vísir/vilhelm Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum leggur til að uppbyggingu borgarlínu verði hraðað og uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága taki mið af afgengi að skilvirkum almenningssamgöngum. Þá verði framkvæmdum við stofnbrautir umhverfis höfuðborgarsvæðið hraðað miðað við það sem gert sé ráð fyrir í samgönguáætlun. Tillögum átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum sem kynntar voru í gær hefur verið vel tekið af aðilum vinnumarkaðarins og þær taldar líklegar til að liðka fyrir samningum nái þær fram að ganga. Þar er meðal annars lagt til að sveitarfélög verði skylduð til að ráðstafa fimm prósentum af byggingarmagni í félagslegt leiguhúsnæði sem þau sinni sjálf eða í samstarfi við óhagnaðardrifin leigufélög. Þá taki uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága mið af ýmsum þörfum fjölskyldna með hliðsjón af aðgengi að skilvirkum almenningssamgöngum, atvinnu- og skólasókn og öryggi samgöngumannvirkja. Uppbyggingu borgarlínu verði hraðar í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu og vaxtarsvæðum á næstu árum. Framkvæmdum á stofnbrautum umhverfis höfuðborgarsvæðið samkvæmt samgönguáætlun verði hraðað. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, annar formanna átakshópsins, segir mikilvægt að auðvelda óhagnaðardrifnum byggingarfélögum að byggja húsnæði þannig að markmiðið um að leiga verði að jafnaði ekki hærri en 25 prósent af tekjum.Hvers vegna leggið þið svona mikla áherslu á samgöngurnar í þessu samhengi?„Við búum lang flest hér á suðvesturhorninu en höfuðborgin er vissulega að stækka. Við sjáum að það eru möguleikar fyrir fólk til að búa í jöðrunum og í sveitarfélögunum hér í kring. Geta keypt þar íbúðarhúsnæði á hagstæðu verði eða hagkvæmu verði. En það er enginn ávinningur ef það þarf síðan að sækja alla atvinnu inn í höfuðborgina og samgöngukostnaður er mjög hár,” segir Anna Guðmunda. Þá verði tekinn verði upp sérstakur samgöngupassi fyrir námsmenn og leigjendur undir tekju- og eignamörkum almenna húsnæðiskerfisins sem gildi fyrir höfuðborgarsvæðið og vaxtarsvæði umhverfis það. Borgarlína Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Hópurinn telur að einfalda þurfi byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og sæmræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. 22. janúar 2019 19:12 Forsætisráðherra segir tillögur átakshóps dýrmætan vegvísi Í tillögunum er meðal annars að finna hugmyndir um óhagnaðardrifið leigufélag aðila vinnumarkaðarins og leiðir fyrir sveitarfélög að flýta skipulagsferli sínu. 22. janúar 2019 18:27 Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23. janúar 2019 13:09 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Sjá meira
Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum leggur til að uppbyggingu borgarlínu verði hraðað og uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága taki mið af afgengi að skilvirkum almenningssamgöngum. Þá verði framkvæmdum við stofnbrautir umhverfis höfuðborgarsvæðið hraðað miðað við það sem gert sé ráð fyrir í samgönguáætlun. Tillögum átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum sem kynntar voru í gær hefur verið vel tekið af aðilum vinnumarkaðarins og þær taldar líklegar til að liðka fyrir samningum nái þær fram að ganga. Þar er meðal annars lagt til að sveitarfélög verði skylduð til að ráðstafa fimm prósentum af byggingarmagni í félagslegt leiguhúsnæði sem þau sinni sjálf eða í samstarfi við óhagnaðardrifin leigufélög. Þá taki uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága mið af ýmsum þörfum fjölskyldna með hliðsjón af aðgengi að skilvirkum almenningssamgöngum, atvinnu- og skólasókn og öryggi samgöngumannvirkja. Uppbyggingu borgarlínu verði hraðar í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu og vaxtarsvæðum á næstu árum. Framkvæmdum á stofnbrautum umhverfis höfuðborgarsvæðið samkvæmt samgönguáætlun verði hraðað. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, annar formanna átakshópsins, segir mikilvægt að auðvelda óhagnaðardrifnum byggingarfélögum að byggja húsnæði þannig að markmiðið um að leiga verði að jafnaði ekki hærri en 25 prósent af tekjum.Hvers vegna leggið þið svona mikla áherslu á samgöngurnar í þessu samhengi?„Við búum lang flest hér á suðvesturhorninu en höfuðborgin er vissulega að stækka. Við sjáum að það eru möguleikar fyrir fólk til að búa í jöðrunum og í sveitarfélögunum hér í kring. Geta keypt þar íbúðarhúsnæði á hagstæðu verði eða hagkvæmu verði. En það er enginn ávinningur ef það þarf síðan að sækja alla atvinnu inn í höfuðborgina og samgöngukostnaður er mjög hár,” segir Anna Guðmunda. Þá verði tekinn verði upp sérstakur samgöngupassi fyrir námsmenn og leigjendur undir tekju- og eignamörkum almenna húsnæðiskerfisins sem gildi fyrir höfuðborgarsvæðið og vaxtarsvæði umhverfis það.
Borgarlína Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Hópurinn telur að einfalda þurfi byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og sæmræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. 22. janúar 2019 19:12 Forsætisráðherra segir tillögur átakshóps dýrmætan vegvísi Í tillögunum er meðal annars að finna hugmyndir um óhagnaðardrifið leigufélag aðila vinnumarkaðarins og leiðir fyrir sveitarfélög að flýta skipulagsferli sínu. 22. janúar 2019 18:27 Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23. janúar 2019 13:09 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Sjá meira
Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Hópurinn telur að einfalda þurfi byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og sæmræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. 22. janúar 2019 19:12
Forsætisráðherra segir tillögur átakshóps dýrmætan vegvísi Í tillögunum er meðal annars að finna hugmyndir um óhagnaðardrifið leigufélag aðila vinnumarkaðarins og leiðir fyrir sveitarfélög að flýta skipulagsferli sínu. 22. janúar 2019 18:27
Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23. janúar 2019 13:09