Langreyðar lentu í hættuflokki yrði farið að ráðum Hagfræðistofnunar Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2019 17:41 Drepa þyrftu allt að 16.000 langreyðar til að ná fram aukningu á aflaverðmætum sem Hagfræðistofnun telur hægt að ná með hvalveiðum. Vísir/Vilhelm Yrði farið að ráðum í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða lenti langreyðarstofninn í hættuflokki við Ísland. Náttúrufræðistofnun Íslands segir að misskilnings gæti í skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu hvala á válista. Í athugasemd við skýrslu Hagfræðistofnunar sem birt er á vef Náttúrufræðistofnunar segir að í umfjöllun um búrhval megi skilja að tegundin sé ekki í hættu og veiðar á henni séu því ákjósanlegar. Sú sé þó ekki raunin heldur skorti gögn til að unnt sé að meta ástand stofnsins við Ísland með vissu. Búrhvalur sé þannig í flokknum „gögn vantar“ á svæðisbundnum válista fyrir íslensk spendýr Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN). Tegundin er talin í „nokkurri hættu“ á heimsvísu. Þá bendir Náttúrufræðistofnun á að í skýrslu Hagfræðistofnunar sé fullyrt að auka megi útflutningstekjur Íslendinga með því að auka veiðar á hrefnu og langreyði. Ef stofnarnir væru 40% minni væri hægt að auka verðmæti afla Íslendinga um á annan tug milljarða króna á ári, eingöngu vegna beins afráns. Náttúrufræðistofnun segir að langreyðarstofninn sé talinn um 40.000 dýr og í sögulegu hámarki um þessar mundir. Tegundin sé talin í „nokkurri hættu“ á heimsválista IUCN en hvorki langreyður né hrefna teljist í hættu við Ísland. „Náttúrufræðistofnun Íslands vekur athygli á því að fækkun af þeirri stærðargráðu sem hér er nefnd, myndi breyta stöðu langreyðar á válista og tegundin yrði metin í hættuflokk við Ísland. Til að setja hlutföllin í tölulegt samhengi þá þýðir framangreint að veidd yrðu allt að 16.000 dýr,“ segir í athugasemd Náttúrfræðistofnunar. Hvalveiðar Tengdar fréttir Mat í skýrslu um áhrif hvalveiða of varfærið Hagfræðingur sem vann að skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða svarar gagnrýni um skýrsluna þannig að fáir hafi gagnrýnt hana efnislega. 19. janúar 2019 13:00 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. 17. janúar 2019 21:32 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Yrði farið að ráðum í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða lenti langreyðarstofninn í hættuflokki við Ísland. Náttúrufræðistofnun Íslands segir að misskilnings gæti í skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu hvala á válista. Í athugasemd við skýrslu Hagfræðistofnunar sem birt er á vef Náttúrufræðistofnunar segir að í umfjöllun um búrhval megi skilja að tegundin sé ekki í hættu og veiðar á henni séu því ákjósanlegar. Sú sé þó ekki raunin heldur skorti gögn til að unnt sé að meta ástand stofnsins við Ísland með vissu. Búrhvalur sé þannig í flokknum „gögn vantar“ á svæðisbundnum válista fyrir íslensk spendýr Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN). Tegundin er talin í „nokkurri hættu“ á heimsvísu. Þá bendir Náttúrufræðistofnun á að í skýrslu Hagfræðistofnunar sé fullyrt að auka megi útflutningstekjur Íslendinga með því að auka veiðar á hrefnu og langreyði. Ef stofnarnir væru 40% minni væri hægt að auka verðmæti afla Íslendinga um á annan tug milljarða króna á ári, eingöngu vegna beins afráns. Náttúrufræðistofnun segir að langreyðarstofninn sé talinn um 40.000 dýr og í sögulegu hámarki um þessar mundir. Tegundin sé talin í „nokkurri hættu“ á heimsválista IUCN en hvorki langreyður né hrefna teljist í hættu við Ísland. „Náttúrufræðistofnun Íslands vekur athygli á því að fækkun af þeirri stærðargráðu sem hér er nefnd, myndi breyta stöðu langreyðar á válista og tegundin yrði metin í hættuflokk við Ísland. Til að setja hlutföllin í tölulegt samhengi þá þýðir framangreint að veidd yrðu allt að 16.000 dýr,“ segir í athugasemd Náttúrfræðistofnunar.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Mat í skýrslu um áhrif hvalveiða of varfærið Hagfræðingur sem vann að skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða svarar gagnrýni um skýrsluna þannig að fáir hafi gagnrýnt hana efnislega. 19. janúar 2019 13:00 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. 17. janúar 2019 21:32 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Mat í skýrslu um áhrif hvalveiða of varfærið Hagfræðingur sem vann að skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða svarar gagnrýni um skýrsluna þannig að fáir hafi gagnrýnt hana efnislega. 19. janúar 2019 13:00
Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00
Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. 17. janúar 2019 21:32