Blöndalsverkið í Opinberun Hannesar Jakob Bjarnar skrifar 23. janúar 2019 09:40 Viðar Víkingsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir í hlutverkum sínum í Opinberun Hannesar. „Ég sé ekki betur en að Blöndalsmálverkið sem nú veldur svo miklu fjaðrafoki hafi hangið uppi á vegg í þessu atriði í mynd minni Opinberun Hannesar,“ segir Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri. Svo virðist sem listmálarinn Gunnlaugur Blöndal (1893-1962) sé heldur betur kominn á dagskrá eftir að stjórnendur Seðlabankans gripu til þess ráðs að taka tvö verk eftir hann niður af veggjum sínum. Jafnréttisstofa hafði verið kölluð til vegna kvörtunar um að málverk Blöndals af berbrjósta konu ylli ónefndum starfsmönnum vanlíðan, eða eins og Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri orðaði það í samtali við Vísi: „Starfsmenn hafa lýst þeirri skoðun sinni að ekki sé æskilegt að konur þurfi að bera upp erindi sín við karlkyns yfirmenn með málverk af berum konum fyrir framan sig.“Egill furðar sig á tepruskapMörgum hefur komið þetta spánskt fyrir sjónir því Gunnlaugur Blöndal hefur lengi verið eftirlæti borgarastéttarinnar eftir að Ragnar í Smára lét endurprenta valin verk, meðal annars eftir Gunnlaug Blöndal og fóru þau inn á fjölmörg íslensk heimili. „Hvernig stendur á þessari ritskoðunaráráttu – þessum tepruskap? Er þetta eitthvað nýtilkomið eða eitthvað gamalt sem gýs upp aftur?“ spyr Egill Helgason í pistli þar sem hann fjallar um þennan anga listasögunnar.Hrafn segir að í Opinberun Hannesar valdi málverkið miðaldra karlkyns starfsmanni stofnunar hugarangri þegar hann hittir konu, nýjan yfirmann sinn.VísirEkki er vitað hvaða verk Blöndals þetta eru en Seðlabankinn á 320 verk eftir nokkra af meisturum íslenskrar listasögu, þar af sex eftir Gunnlaug. Seðlabankinn hefur ekki viljað opinbera verkin en til stendur að sýna þau sérstaklega á Safnanótt 8. febrúar. Líklegt verður að telja að um sé að ræða þetta tiltekna verk sem sjá má hér. Grétar Þór Sigurðsson Háskólanemi segir á Twittersíðu sinni: „Módel, um 1950-55, olía, 70 x 90 cm. Þetta er ein þriggja mynda í eigu Seðlabankans sem sýnd var á yfirlitssýningu á verkum Gunnlaugs Blöndal í LÍ árið 2006 og sú eina sem sýnir nekt. Því má leiða að því líkur að þetta sé verkið sem fór svo fyrir brjóstið á starfsmönnum SÍ.“Blöndalsmyndin komin í óvænt samhengi Hrafn, sem seint verður sakaður um tepruskap, kannaðist við verkið og rifjaðist þá upp fyrir honum að það er í nokkru hlutverki í hinni umdeildu mynd hans Opinberun Hannesar, sem Hrafn reyndar lítur á sem eina af sínum allra bestu myndum: „Í því hittir miðaldra starfsmaður Eftirlitsstofnunar nýjan yfirmann sinn. Málverkið á veggnum veldur honum nokkru hugarangri. Sem betur hefur fólk nú fengið skilning á því að list sem veldur starfsfólki óþægindum á ekki heima uppi á vegg hjá yfirmönnum þeirra,“ segir Hrafn og erfitt að átta sig á því hvort hann er að fíflast eða ekki. En, hann bendir vinum sínum á Facebook á að atriðið í heild megi sjá á YouTube: það byrjar á 15:36. Þessi miðaldra starfsmaður er karlkyns en yfirmaðurinn er kona, en í listrænum meðförum Hrafns þá undirstrikar myndin yfirburðarstöðu konunnar. Sem vissulega er, í ljósi þeirrar umræðu sem hefur geisað, óvæntur vinkill. Menning Myndlist Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn sýnir hin umdeildu verk Blöndals Verkin tekin niður með hliðsjón af jafnréttisstefnu. 21. janúar 2019 15:53 Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir listrænt frelsi grundvallaratriði. 22. janúar 2019 15:42 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
„Ég sé ekki betur en að Blöndalsmálverkið sem nú veldur svo miklu fjaðrafoki hafi hangið uppi á vegg í þessu atriði í mynd minni Opinberun Hannesar,“ segir Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri. Svo virðist sem listmálarinn Gunnlaugur Blöndal (1893-1962) sé heldur betur kominn á dagskrá eftir að stjórnendur Seðlabankans gripu til þess ráðs að taka tvö verk eftir hann niður af veggjum sínum. Jafnréttisstofa hafði verið kölluð til vegna kvörtunar um að málverk Blöndals af berbrjósta konu ylli ónefndum starfsmönnum vanlíðan, eða eins og Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri orðaði það í samtali við Vísi: „Starfsmenn hafa lýst þeirri skoðun sinni að ekki sé æskilegt að konur þurfi að bera upp erindi sín við karlkyns yfirmenn með málverk af berum konum fyrir framan sig.“Egill furðar sig á tepruskapMörgum hefur komið þetta spánskt fyrir sjónir því Gunnlaugur Blöndal hefur lengi verið eftirlæti borgarastéttarinnar eftir að Ragnar í Smára lét endurprenta valin verk, meðal annars eftir Gunnlaug Blöndal og fóru þau inn á fjölmörg íslensk heimili. „Hvernig stendur á þessari ritskoðunaráráttu – þessum tepruskap? Er þetta eitthvað nýtilkomið eða eitthvað gamalt sem gýs upp aftur?“ spyr Egill Helgason í pistli þar sem hann fjallar um þennan anga listasögunnar.Hrafn segir að í Opinberun Hannesar valdi málverkið miðaldra karlkyns starfsmanni stofnunar hugarangri þegar hann hittir konu, nýjan yfirmann sinn.VísirEkki er vitað hvaða verk Blöndals þetta eru en Seðlabankinn á 320 verk eftir nokkra af meisturum íslenskrar listasögu, þar af sex eftir Gunnlaug. Seðlabankinn hefur ekki viljað opinbera verkin en til stendur að sýna þau sérstaklega á Safnanótt 8. febrúar. Líklegt verður að telja að um sé að ræða þetta tiltekna verk sem sjá má hér. Grétar Þór Sigurðsson Háskólanemi segir á Twittersíðu sinni: „Módel, um 1950-55, olía, 70 x 90 cm. Þetta er ein þriggja mynda í eigu Seðlabankans sem sýnd var á yfirlitssýningu á verkum Gunnlaugs Blöndal í LÍ árið 2006 og sú eina sem sýnir nekt. Því má leiða að því líkur að þetta sé verkið sem fór svo fyrir brjóstið á starfsmönnum SÍ.“Blöndalsmyndin komin í óvænt samhengi Hrafn, sem seint verður sakaður um tepruskap, kannaðist við verkið og rifjaðist þá upp fyrir honum að það er í nokkru hlutverki í hinni umdeildu mynd hans Opinberun Hannesar, sem Hrafn reyndar lítur á sem eina af sínum allra bestu myndum: „Í því hittir miðaldra starfsmaður Eftirlitsstofnunar nýjan yfirmann sinn. Málverkið á veggnum veldur honum nokkru hugarangri. Sem betur hefur fólk nú fengið skilning á því að list sem veldur starfsfólki óþægindum á ekki heima uppi á vegg hjá yfirmönnum þeirra,“ segir Hrafn og erfitt að átta sig á því hvort hann er að fíflast eða ekki. En, hann bendir vinum sínum á Facebook á að atriðið í heild megi sjá á YouTube: það byrjar á 15:36. Þessi miðaldra starfsmaður er karlkyns en yfirmaðurinn er kona, en í listrænum meðförum Hrafns þá undirstrikar myndin yfirburðarstöðu konunnar. Sem vissulega er, í ljósi þeirrar umræðu sem hefur geisað, óvæntur vinkill.
Menning Myndlist Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn sýnir hin umdeildu verk Blöndals Verkin tekin niður með hliðsjón af jafnréttisstefnu. 21. janúar 2019 15:53 Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir listrænt frelsi grundvallaratriði. 22. janúar 2019 15:42 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Seðlabankinn sýnir hin umdeildu verk Blöndals Verkin tekin niður með hliðsjón af jafnréttisstefnu. 21. janúar 2019 15:53
Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45
Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir listrænt frelsi grundvallaratriði. 22. janúar 2019 15:42