Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2019 19:12 Átakshópur stjórnvalda telur að húsnæðismarkaðurinn muni ná jafnvægi á næstu þremur árum en engu að síður verði að bæta í framlög til uppbyggingar almenna íbúðakerfisins. Þá þurfi að einfalda byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og samræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum kynnti tillögur sínar í dag en í hópnum sátu fulltrúar stjórnvalda, Samtaka atvinnulífsins, verkalýðsfélaga, Íbúðalánasjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillögurnar ná bæði til eigna- og leigumarkaðarins. Tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum eru allítarlegar eða í fjörutíu liðum og taka nánast á öllum hliðum húsnæðismarkaðarins. Stjórnvöld munu síðan væntanlega nota þessar tillögur í viðræðum við aðila vinnumarkaðarins í tengslum við gerð kjarasamninga. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir annar formanna átakshópsins segir íbúðamarkaðinn vera að taka við sér. „Það er í raun og veru mikil uppbygging fram undan sem kemur ánægjulega á óvart. Þessi uppbygging mun að mjög miklu leyti saxa á þessa óuppfylltu íbúðaþörf sem til staðar er,” segir Anna Guðmunda. En hópurinn áætlar að frá þessu ári fram til ársins 2021 verði byggðar um tíu þúsund íbúðir í landinu. Það sé mikilvægt að almennt ríki jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar og mæti þörfum ólíkra hópa. „Svo er afskaplega mikilvægt að lækka byggingarkostnað, stytta byggingartíma og auka hagkvæmni í uppbyggingu,” segir Anna Guðmunda. Í dag vanti á bilinu fimm til átta þúsund íbúðir á markaðinn en uppbyggingin svari ekki endilega þörfum tekjulægsta hópsins. „Og við áætlum að ef að þessi uppbygging um tíu þúsund íbúðir gangi eftir, þá verði í ársbyrjun 2022 vanti enn þá tvö þúsund íbúðir,” segir Anna Guðmunda. Þá þurfi að tryggja óhagnaðardrifum félögum aðgang að ódýrara lánsfé en nú er og bæta regluverk á leigumarkaði til að tryggja hag leigjenda betur. Einnig þurfi að bæta samgöngur í jöðrum höfuðborgarsvæðisins til að halda í ávinninginn af ódýrara húsnæði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ánægð með að samstaða ríki um tillögurnar. Þær geti verið gagnlegar inn í kjaraviðræðurnar og til framtíðarstefnumótunar. „Stóra myndin er sú að það er töluvert í pípunum. Það vantar hins vegar tvö þúsund íbúðir fyrir 2022 til viðbótar. Það er mjög mikilvægt að það séu íbúðir sem mæti þörfum ekki síst tekjulágra. Þannig að við getum dregið úr húsnæðiskostnaði tekjulægsta hópsins í samfélaginu og tryggt öllum hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði,” segir forsætisráðherra. Húsnæðismál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Átakshópur stjórnvalda telur að húsnæðismarkaðurinn muni ná jafnvægi á næstu þremur árum en engu að síður verði að bæta í framlög til uppbyggingar almenna íbúðakerfisins. Þá þurfi að einfalda byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og samræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum kynnti tillögur sínar í dag en í hópnum sátu fulltrúar stjórnvalda, Samtaka atvinnulífsins, verkalýðsfélaga, Íbúðalánasjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillögurnar ná bæði til eigna- og leigumarkaðarins. Tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum eru allítarlegar eða í fjörutíu liðum og taka nánast á öllum hliðum húsnæðismarkaðarins. Stjórnvöld munu síðan væntanlega nota þessar tillögur í viðræðum við aðila vinnumarkaðarins í tengslum við gerð kjarasamninga. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir annar formanna átakshópsins segir íbúðamarkaðinn vera að taka við sér. „Það er í raun og veru mikil uppbygging fram undan sem kemur ánægjulega á óvart. Þessi uppbygging mun að mjög miklu leyti saxa á þessa óuppfylltu íbúðaþörf sem til staðar er,” segir Anna Guðmunda. En hópurinn áætlar að frá þessu ári fram til ársins 2021 verði byggðar um tíu þúsund íbúðir í landinu. Það sé mikilvægt að almennt ríki jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar og mæti þörfum ólíkra hópa. „Svo er afskaplega mikilvægt að lækka byggingarkostnað, stytta byggingartíma og auka hagkvæmni í uppbyggingu,” segir Anna Guðmunda. Í dag vanti á bilinu fimm til átta þúsund íbúðir á markaðinn en uppbyggingin svari ekki endilega þörfum tekjulægsta hópsins. „Og við áætlum að ef að þessi uppbygging um tíu þúsund íbúðir gangi eftir, þá verði í ársbyrjun 2022 vanti enn þá tvö þúsund íbúðir,” segir Anna Guðmunda. Þá þurfi að tryggja óhagnaðardrifum félögum aðgang að ódýrara lánsfé en nú er og bæta regluverk á leigumarkaði til að tryggja hag leigjenda betur. Einnig þurfi að bæta samgöngur í jöðrum höfuðborgarsvæðisins til að halda í ávinninginn af ódýrara húsnæði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ánægð með að samstaða ríki um tillögurnar. Þær geti verið gagnlegar inn í kjaraviðræðurnar og til framtíðarstefnumótunar. „Stóra myndin er sú að það er töluvert í pípunum. Það vantar hins vegar tvö þúsund íbúðir fyrir 2022 til viðbótar. Það er mjög mikilvægt að það séu íbúðir sem mæti þörfum ekki síst tekjulágra. Þannig að við getum dregið úr húsnæðiskostnaði tekjulægsta hópsins í samfélaginu og tryggt öllum hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði,” segir forsætisráðherra.
Húsnæðismál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira