Leggja til fjörutíu aðgerðir til að bregðast við vanda á húsnæðismarkaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2019 14:29 Formenn hópsins voru Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Vísir/Vilhelm Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tillögum sínum. Tillögurnar voru kynntar á blaðamannafundi í Hannesarholti í dag og má lesa um í nýútkominni skýrslu hópsins. Að mati hópsins liggur óuppfyllt íbúðaþörf nú á bilinu fimm til átta þúsund íbúðir á landinu öllu. Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis sé hins vegar fyrirhuguð á næstu árum og áætlað að um tíu þúsund íbúðir verði byggðar á árum 2019–2021. Gangi þær áætlanir eftir mun óuppfyllt íbúðaþörf minnka til muna en hún verði engu að síður um tvö þúsund íbúðir í upphafi árs 2022. „Þrátt fyrir mikla uppbyggingu eru vísbendingar um að það framboð sem nú er að myndast muni síður henta tekju- og eignalágum. Stór hluti lítilla íbúða sem eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu er í hverfum þar sem fermetraverð er hvað hæst. Í þeim sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem fermetraverð er lægra virðist mest vera byggt af stærri íbúðum sem geta þar með síður talist hagkvæmar. Því er nauðsynlegt að ráðast í aðgerðir til að auka framboð hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði til leigu og eignar,“ segir í niðurstöðum hópsins. Hópurinn leggur fram tillögur í eftirfarandi sjö flokkum. Tillögurnar eru 40 talsins og er að finna í skýrslu hópsins.Almennar íbúðirStækkun kerfisins með stofnframlögum og hærri tekjumörkum 1. Hluti af uppbyggingu íbúða til að mæta óuppfylltri íbúðaþörf verði innan kerfis almennra íbúða með því að ríki og sveitarfélög auki fjárveitingu í stofnframlög á næstu árum. 2. Setja verði í forgang við ráðstöfun stofnframlaga og annarra opinberra framlaga vegna uppbyggingar á íbúðarleiguhúsnæði verkefni þar sem góðar almenningssamgöngur eru fyrir hendi. 3. Til að stuðla að fjölbreytni og sveigjanleika, sem tryggi öllum öruggt íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði, verði lagt til að ríki og sveitarfélög taki upp viðræður um að lögfesta skyldu sveitarfélaga til að taka þátt í uppbyggingu á almennum leiguíbúðum og að ráðstafa í skipulagi 5% af byggingarmagni á nýjum reitum/hverfum til uppbyggingar á félagslegu leiguíbúðahúsnæði sem þau sinna sjálf eða í samstarfi við óhagnaðardrifin leigufélög. Í húsnæðisáætlunum sveitarfélaga verði gerð grein fyrir því hvernig framannefnt lagaákvæði verði uppfyllt. 4. Tekjumörk inn í almenna íbúðakerfið verði endurskoðuð og taki mið af tveimur neðstu tekjufimmtungunum líkt og gert var ráð fyrir í upphafi enda komi þá til aukning stofnframlaga þannig að þetta dragi ekki úr uppbyggingu vegna tekjulægsta fimmtungsins. 5. Fjármagnskostnaður stofnframlagshafa verði lækkaður til að tryggja framgang almenna íbúðakerfisins. Í því skyni er m.a. hægt að stofna nýjan lánaflokk hjá Íbúðalánasjóði sem heimilar sjóðnum að lána til kaupa eða bygginga almennra íbúða skv. lögum nr. 52/2016 eða auka tímabundið hlutfall stofnframlaga. 6. Stærri hluti stofnframlags geti komið til útgreiðslu við samþykkt umsóknar í því skyni að lækka fjármagnskostnað á byggingartíma. 7. Stofnframlagshöfum verði heimilað að fjármagna sig með með útboði sértryggðra skuldabréfa.HúsnæðisfélögStuðningur við óhagnaðardrifin húsnæðisfélög 8. Leitað verði eftir samstarfi stéttarfélaga, SA og lífeyrissjóða um fjármögnun húsnæðisfélagsins Blæs. 9. Gert verði ráð fyrir að óhagnaðardrifin húsnæðisfélög verði hluti af uppbyggingu húsnæðismarkaðar á næstu árum. 10. Óhagnaðardrifin húsnæðisfélög taki þátt í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á margvíslegan hátt. Þau geti m.a. komið að uppbyggingu íbúða sem henta úrræðum stjórnvalda um sértækar aðgerðir til að auðvelda ungu og tekjulágu fólki að kaupa sér íbúðarhúsnæði.LeiguverndSkýrari reglur á leigumarkaði án þess að það bitni á framboði11. Ákvæði húsaleigulaga verði endurskoðuð til að bæta réttarstöðu leigjenda t.d. hvað varðar: a. Ákvörðun leigufjárhæðar í upphafi leigu og heimildir til breytinga á henni á leigutíma, óháð því hvort um ótímabundinn samning eða endurnýjun á tímabundnum samningi sé að ræða. b. Lengd og uppsögn leigusamninga, þ.m.t. skilgreiningu á langtímaleigu c. Möguleg úrræði og viðurlög við brotum gegn ákvæðum húsaleigulaga d. Gæta þarf að því að breytingar á húsaleigulögum hækki ekki leiguverð eða dragi úr framboði á leigumarkaði. 12. Hafið verði fræðsluátak um réttindi og skyldur leigjenda og leigusala, sem og réttarúrræði þeirra þegar aðili leigusamnings telur brotið gegn rétti sínum, og þess gætt að upplýsingar séu aðgengilegar á fleiri tungumálum en íslensku. 13. Áhersla verði lögð á skráningu leigusamninga í opinbera gagnagrunna og útfærðar leiðir til að hvetja aðila til að gera upplýsingar um leiguverð og lengd leigusamninga aðgengilegar, t.d. með því að binda skattaafslátt vegna langtímaleigu við skráningu í gagnagrunn. 14. Sveigjanleiki í útleigu á hluta húsnæðis verði aukinn. 15. Sveitarfélög þar sem skortur er á húsnæði fái heimild með tilgreindum skilyrðum til að flokka íbúðir sem eigandi býr ekki í eða sem ekki eru í langtímaleigu sem atvinnuhúsnæði, þ.e. c-flokk í merkingu laga um tekjustofna sveitarfélaga (tómthúsagjald). 16. Stuðningur við hagsmunasamtök leigjenda verði aukinn og þau gerð að virkum málsvara leigjenda. Skipulags- og byggingarmálEndurskoðun regluverks til einföldunar og rafvæðing stjórnsýslu 17. Samstarf og rafræn stjórnsýsla: Myndaður verði samstarfsvettvangur stjórnvalda og annarra hagsmunaaðila, s.s. Íbúðalánasjóðs, Mannvirkjastofnunar, Skipulagsstofnunar, Byggðastofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga, auk hlutaðeigandi ráðuneyta og aðila vinnumarkaðarins, til að auka yfirsýn yfir skipulags- og byggingarmál og rafræna stjórnsýslu. 18. Einföldun regluverks: Ráðist verði í einföldun á regluverki skipulags- og byggingarmála og tími til gera athugasemdir við skipulag eða leyfi styttur. 19. Auðvelda deiliskipulagsbreytingar: Hið flókna og tímafreka ferli við breytingar á deiliskipulagi, sem seinkar uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og eykur byggingarkostnað, verði einfaldað. 20. Sveigjanlegri skipulagsskilmálar: Sveigjanleiki í deiliskipulagi og skipulagsskilmálum þeirra verði aukinn en það hvetur til nýrra og hagkvæmari lausna í mannvirkjagerð sem skilar sér í lægri byggingarkostnaði, án þess þó að gerðar séu minni kröfur um umhverfisgæði bygginga og vistspor framkvæmda. 21. Samræming byggingarreglugerða: Leitast verði við að færa ákvæði byggingarreglugerðar nær því sem þekkist á Norðurlöndunum þar sem stjórnsýsla er einfaldari og skilvirkari. 22. Skil og yfirferð hönnunargagna: Hönnunargögnum verði skilað rafrænt, t.d. í gegnum byggingargátt, og tryggt að ferli við yfirferð þeirra verði faglegt og samræmt milli byggingarfulltrúa og í samræmi við skoðunarhandbók. 23. Breytilegt umfang byggingareftirlits: Mat á þörf fyrir rýni hönnunar og framkvæmdaeftirlit hverju sinni styðjist við fyrirfram ákveðna flokkun mannvirkja, s.s. eftir samfélagslegu mikilvægi þeirra. 24. Útvistun byggingareftirlits: Komið verði á útvistun byggingareftirlits að fyrirmynd Norðmanna, þar sem ríkið vottar fyrirtæki sem sinna byggingareftirliti. Slíkt myndi auka skilvirkni. 25. Íbúðarhúsnæði til skammtímanota: Í skipulagslöggjöf verði skilgreint og heimilt að útbúa íbúðarhúsnæði til skammtímanota á athafnasvæðum og að enn fremur verði heimilt að reisa skammtímahúsnæði til að bregðast við tímabundnum vanda. Tilgangur slíkra heimilda er að vinna gegn búsetu í óviðunandi og ósamþykktu húsnæði, mæta þörf vegna tímabundinnar búsetu og vinna gegn heimilisleysi. 26. Endurgreiðsla virðisaukaskatts aukin: Endurgreiðsla virðisaukaskatts af vinnu á verkstað við gerð íbúðarhúsnæðis verði aukin í 100%. 27. Carlsberg-ákvæðið: Sveitarfélögum verði tryggðar heimildir í skipulagslögum til að gera kröfu um að allt að 25% af byggingarmagni samkvæmt nýju deiliskipulagi fyrir tilgreint svæði skuli vera fyrir almennar íbúðir, félagslegar íbúðir eða aðrar leiguíbúðir, hvort sem eigandi lands er sveitarfélag, ríki eða einkaaðili. SamgönguinnviðirHraðari uppbygging samgönguinnviða og almenningsamgangna 28. Uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága taki fyrst og fremst mið af þörfum fjölskyldna og einstaklinga með tilliti til atvinnu og hagkvæmni búsetu en hana þarf að meta með hliðsjón af íbúðaverði, aðgengi að hagkvæmum og skilvirkum almenningssamgöngum, atvinnu- og skólasókn og öryggi samgöngumannvirkja. 29. Uppbyggingu borgarlínu verði hraðað í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu og vaxtarsvæðum á næstu árum 30. Framkvæmdum á stofnbrautum umhverfis höfuðborgarsvæðið samkvæmt samgönguáætlun verði hraðað. 31. Gjaldssvæði almenningssamgangna á vaxtarsvæðum verði samræmd og einfölduð í þeim tilgangi að jafna og lækka samanlagðan húsnæðis- og samgöngukostnað íbúa á þeim svæðum. 32. Tekinn verði upp sérstakur samgöngupassi sem veittur er námsmönnum og leigjendum undir tekju- og eignamörkum almenna húsnæðiskerfisins. Passinn veiti aðgang að almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu og á vaxtarsvæðum umhverfis höfuðborgarsvæðið.RíkislóðirRáðstöfun ríkislóða fyrir íbúðir, þar á meðal fyrir leigumarkað 33. Ríkið og Reykjavíkurborg komist að samkomulagi um að hefja skipulagningu Keldnalands, m.a. með markmið um félagslega blöndun, og semji í framhaldinu um eignarhald og framkvæmdir. Tekið verði mið af því að hefja skipulagningu á landinu á árinu 2019 og að til byggingar komi samhliða öðrum áfanga Borgarlínu.UpplýsingamiðlunSamræmd söfnun og miðlun upplýsinga um húsnæðismál 34. Samstarf opinberra stofnana sem hafa það hlutverk að safna og miðla upplýsingum um húsnæðismál verði aukið, myndaður verði öflugur samstarfsvettvangur opinberra aðila og þeir vinni að sameiginlegum skilgreiningum sem hægt verði að styðjast við í greiningum á upplýsingagjöf húsnæðismála. 35. Notkun byggingargáttar Mannvirkjastofnunar verði gerð að lagaskyldu fyrir bæði byggingarstjóra og byggingarfulltrúa og komið verði til móts við sveitarfélög vegna kostnaðar við nauðsynlegar breytingar á upplýsingakerfum til þess að tryggja tengingu við byggingargátt. 36. Stjórnvöld og sveitarfélög leggi sértaka áherslu á vinnslu húsnæðisáætlana og sameiginlegrar þarfagreiningar fyrir húsnæði á skilgreindum vinnusóknarsvæðum og hugað verði að samspili milli skipulagsáætlana og húsnæðisáætlana. 37. Hafið verði átak til að safna upplýsingum um fjölda óskráðra íbúða og skilgreindir hagrænir hvatar sem leiða til þess að eigendur óskráðra íbúða sjái sér hag í því að íbúðin komi fram í opinberum skráningum. 38. Lögfestar verði lögheimilisskráningar á fasteignanúmer og hafið átaksverkefni þar sem eldri lögheimilisskráningar verði yfirfarnar og skráðar á íbúðir. 39. Farið verði yfir skilgreiningar á matsstigum og byggingarstigum með samræmingu og einföldun í huga. 40. Almennar húsnæðiskannanir á landsvísu verði reglubundinn þáttur í upplýsingaöflun hins opinbera sem hægt verði að leggja til grundvallar við þarfagreiningu á íbúðarhúsnæði til lengri tíma. Átakshópurinn var skipaður af Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og hóf störf 5. desember sl. Hópinn skipuðu fulltrúar heildarsamtaka á vinnumarkaði, fulltrúar sveitarfélaga og fulltrúar forsætis-, fjármála- og efnahags- og félagsmálaráðuneytis. Formenn hópsins voru Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Sex undirhópar störfuðu með hópnum á tímabilinu og fjölluðu um útfærslu afmarkaðra verkefna. Haft var samráð við mikinn fjölda stofnana, sveitarfélaga og hagsmunaaðila og tugir sérfræðinga komu með einum eða öðrum hætti að vinnu hópsins. Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Leggja til leiguvernd og óhagnaðardrifin húsnæðisfélög Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði leggur til leiguvernd með endurskoðun húsaleigulaga til að bæta réttarstöðu leigjenda. 22. janúar 2019 15:28 Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tillögum sínum. Tillögurnar voru kynntar á blaðamannafundi í Hannesarholti í dag og má lesa um í nýútkominni skýrslu hópsins. Að mati hópsins liggur óuppfyllt íbúðaþörf nú á bilinu fimm til átta þúsund íbúðir á landinu öllu. Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis sé hins vegar fyrirhuguð á næstu árum og áætlað að um tíu þúsund íbúðir verði byggðar á árum 2019–2021. Gangi þær áætlanir eftir mun óuppfyllt íbúðaþörf minnka til muna en hún verði engu að síður um tvö þúsund íbúðir í upphafi árs 2022. „Þrátt fyrir mikla uppbyggingu eru vísbendingar um að það framboð sem nú er að myndast muni síður henta tekju- og eignalágum. Stór hluti lítilla íbúða sem eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu er í hverfum þar sem fermetraverð er hvað hæst. Í þeim sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem fermetraverð er lægra virðist mest vera byggt af stærri íbúðum sem geta þar með síður talist hagkvæmar. Því er nauðsynlegt að ráðast í aðgerðir til að auka framboð hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði til leigu og eignar,“ segir í niðurstöðum hópsins. Hópurinn leggur fram tillögur í eftirfarandi sjö flokkum. Tillögurnar eru 40 talsins og er að finna í skýrslu hópsins.Almennar íbúðirStækkun kerfisins með stofnframlögum og hærri tekjumörkum 1. Hluti af uppbyggingu íbúða til að mæta óuppfylltri íbúðaþörf verði innan kerfis almennra íbúða með því að ríki og sveitarfélög auki fjárveitingu í stofnframlög á næstu árum. 2. Setja verði í forgang við ráðstöfun stofnframlaga og annarra opinberra framlaga vegna uppbyggingar á íbúðarleiguhúsnæði verkefni þar sem góðar almenningssamgöngur eru fyrir hendi. 3. Til að stuðla að fjölbreytni og sveigjanleika, sem tryggi öllum öruggt íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði, verði lagt til að ríki og sveitarfélög taki upp viðræður um að lögfesta skyldu sveitarfélaga til að taka þátt í uppbyggingu á almennum leiguíbúðum og að ráðstafa í skipulagi 5% af byggingarmagni á nýjum reitum/hverfum til uppbyggingar á félagslegu leiguíbúðahúsnæði sem þau sinna sjálf eða í samstarfi við óhagnaðardrifin leigufélög. Í húsnæðisáætlunum sveitarfélaga verði gerð grein fyrir því hvernig framannefnt lagaákvæði verði uppfyllt. 4. Tekjumörk inn í almenna íbúðakerfið verði endurskoðuð og taki mið af tveimur neðstu tekjufimmtungunum líkt og gert var ráð fyrir í upphafi enda komi þá til aukning stofnframlaga þannig að þetta dragi ekki úr uppbyggingu vegna tekjulægsta fimmtungsins. 5. Fjármagnskostnaður stofnframlagshafa verði lækkaður til að tryggja framgang almenna íbúðakerfisins. Í því skyni er m.a. hægt að stofna nýjan lánaflokk hjá Íbúðalánasjóði sem heimilar sjóðnum að lána til kaupa eða bygginga almennra íbúða skv. lögum nr. 52/2016 eða auka tímabundið hlutfall stofnframlaga. 6. Stærri hluti stofnframlags geti komið til útgreiðslu við samþykkt umsóknar í því skyni að lækka fjármagnskostnað á byggingartíma. 7. Stofnframlagshöfum verði heimilað að fjármagna sig með með útboði sértryggðra skuldabréfa.HúsnæðisfélögStuðningur við óhagnaðardrifin húsnæðisfélög 8. Leitað verði eftir samstarfi stéttarfélaga, SA og lífeyrissjóða um fjármögnun húsnæðisfélagsins Blæs. 9. Gert verði ráð fyrir að óhagnaðardrifin húsnæðisfélög verði hluti af uppbyggingu húsnæðismarkaðar á næstu árum. 10. Óhagnaðardrifin húsnæðisfélög taki þátt í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á margvíslegan hátt. Þau geti m.a. komið að uppbyggingu íbúða sem henta úrræðum stjórnvalda um sértækar aðgerðir til að auðvelda ungu og tekjulágu fólki að kaupa sér íbúðarhúsnæði.LeiguverndSkýrari reglur á leigumarkaði án þess að það bitni á framboði11. Ákvæði húsaleigulaga verði endurskoðuð til að bæta réttarstöðu leigjenda t.d. hvað varðar: a. Ákvörðun leigufjárhæðar í upphafi leigu og heimildir til breytinga á henni á leigutíma, óháð því hvort um ótímabundinn samning eða endurnýjun á tímabundnum samningi sé að ræða. b. Lengd og uppsögn leigusamninga, þ.m.t. skilgreiningu á langtímaleigu c. Möguleg úrræði og viðurlög við brotum gegn ákvæðum húsaleigulaga d. Gæta þarf að því að breytingar á húsaleigulögum hækki ekki leiguverð eða dragi úr framboði á leigumarkaði. 12. Hafið verði fræðsluátak um réttindi og skyldur leigjenda og leigusala, sem og réttarúrræði þeirra þegar aðili leigusamnings telur brotið gegn rétti sínum, og þess gætt að upplýsingar séu aðgengilegar á fleiri tungumálum en íslensku. 13. Áhersla verði lögð á skráningu leigusamninga í opinbera gagnagrunna og útfærðar leiðir til að hvetja aðila til að gera upplýsingar um leiguverð og lengd leigusamninga aðgengilegar, t.d. með því að binda skattaafslátt vegna langtímaleigu við skráningu í gagnagrunn. 14. Sveigjanleiki í útleigu á hluta húsnæðis verði aukinn. 15. Sveitarfélög þar sem skortur er á húsnæði fái heimild með tilgreindum skilyrðum til að flokka íbúðir sem eigandi býr ekki í eða sem ekki eru í langtímaleigu sem atvinnuhúsnæði, þ.e. c-flokk í merkingu laga um tekjustofna sveitarfélaga (tómthúsagjald). 16. Stuðningur við hagsmunasamtök leigjenda verði aukinn og þau gerð að virkum málsvara leigjenda. Skipulags- og byggingarmálEndurskoðun regluverks til einföldunar og rafvæðing stjórnsýslu 17. Samstarf og rafræn stjórnsýsla: Myndaður verði samstarfsvettvangur stjórnvalda og annarra hagsmunaaðila, s.s. Íbúðalánasjóðs, Mannvirkjastofnunar, Skipulagsstofnunar, Byggðastofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga, auk hlutaðeigandi ráðuneyta og aðila vinnumarkaðarins, til að auka yfirsýn yfir skipulags- og byggingarmál og rafræna stjórnsýslu. 18. Einföldun regluverks: Ráðist verði í einföldun á regluverki skipulags- og byggingarmála og tími til gera athugasemdir við skipulag eða leyfi styttur. 19. Auðvelda deiliskipulagsbreytingar: Hið flókna og tímafreka ferli við breytingar á deiliskipulagi, sem seinkar uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og eykur byggingarkostnað, verði einfaldað. 20. Sveigjanlegri skipulagsskilmálar: Sveigjanleiki í deiliskipulagi og skipulagsskilmálum þeirra verði aukinn en það hvetur til nýrra og hagkvæmari lausna í mannvirkjagerð sem skilar sér í lægri byggingarkostnaði, án þess þó að gerðar séu minni kröfur um umhverfisgæði bygginga og vistspor framkvæmda. 21. Samræming byggingarreglugerða: Leitast verði við að færa ákvæði byggingarreglugerðar nær því sem þekkist á Norðurlöndunum þar sem stjórnsýsla er einfaldari og skilvirkari. 22. Skil og yfirferð hönnunargagna: Hönnunargögnum verði skilað rafrænt, t.d. í gegnum byggingargátt, og tryggt að ferli við yfirferð þeirra verði faglegt og samræmt milli byggingarfulltrúa og í samræmi við skoðunarhandbók. 23. Breytilegt umfang byggingareftirlits: Mat á þörf fyrir rýni hönnunar og framkvæmdaeftirlit hverju sinni styðjist við fyrirfram ákveðna flokkun mannvirkja, s.s. eftir samfélagslegu mikilvægi þeirra. 24. Útvistun byggingareftirlits: Komið verði á útvistun byggingareftirlits að fyrirmynd Norðmanna, þar sem ríkið vottar fyrirtæki sem sinna byggingareftirliti. Slíkt myndi auka skilvirkni. 25. Íbúðarhúsnæði til skammtímanota: Í skipulagslöggjöf verði skilgreint og heimilt að útbúa íbúðarhúsnæði til skammtímanota á athafnasvæðum og að enn fremur verði heimilt að reisa skammtímahúsnæði til að bregðast við tímabundnum vanda. Tilgangur slíkra heimilda er að vinna gegn búsetu í óviðunandi og ósamþykktu húsnæði, mæta þörf vegna tímabundinnar búsetu og vinna gegn heimilisleysi. 26. Endurgreiðsla virðisaukaskatts aukin: Endurgreiðsla virðisaukaskatts af vinnu á verkstað við gerð íbúðarhúsnæðis verði aukin í 100%. 27. Carlsberg-ákvæðið: Sveitarfélögum verði tryggðar heimildir í skipulagslögum til að gera kröfu um að allt að 25% af byggingarmagni samkvæmt nýju deiliskipulagi fyrir tilgreint svæði skuli vera fyrir almennar íbúðir, félagslegar íbúðir eða aðrar leiguíbúðir, hvort sem eigandi lands er sveitarfélag, ríki eða einkaaðili. SamgönguinnviðirHraðari uppbygging samgönguinnviða og almenningsamgangna 28. Uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága taki fyrst og fremst mið af þörfum fjölskyldna og einstaklinga með tilliti til atvinnu og hagkvæmni búsetu en hana þarf að meta með hliðsjón af íbúðaverði, aðgengi að hagkvæmum og skilvirkum almenningssamgöngum, atvinnu- og skólasókn og öryggi samgöngumannvirkja. 29. Uppbyggingu borgarlínu verði hraðað í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu og vaxtarsvæðum á næstu árum 30. Framkvæmdum á stofnbrautum umhverfis höfuðborgarsvæðið samkvæmt samgönguáætlun verði hraðað. 31. Gjaldssvæði almenningssamgangna á vaxtarsvæðum verði samræmd og einfölduð í þeim tilgangi að jafna og lækka samanlagðan húsnæðis- og samgöngukostnað íbúa á þeim svæðum. 32. Tekinn verði upp sérstakur samgöngupassi sem veittur er námsmönnum og leigjendum undir tekju- og eignamörkum almenna húsnæðiskerfisins. Passinn veiti aðgang að almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu og á vaxtarsvæðum umhverfis höfuðborgarsvæðið.RíkislóðirRáðstöfun ríkislóða fyrir íbúðir, þar á meðal fyrir leigumarkað 33. Ríkið og Reykjavíkurborg komist að samkomulagi um að hefja skipulagningu Keldnalands, m.a. með markmið um félagslega blöndun, og semji í framhaldinu um eignarhald og framkvæmdir. Tekið verði mið af því að hefja skipulagningu á landinu á árinu 2019 og að til byggingar komi samhliða öðrum áfanga Borgarlínu.UpplýsingamiðlunSamræmd söfnun og miðlun upplýsinga um húsnæðismál 34. Samstarf opinberra stofnana sem hafa það hlutverk að safna og miðla upplýsingum um húsnæðismál verði aukið, myndaður verði öflugur samstarfsvettvangur opinberra aðila og þeir vinni að sameiginlegum skilgreiningum sem hægt verði að styðjast við í greiningum á upplýsingagjöf húsnæðismála. 35. Notkun byggingargáttar Mannvirkjastofnunar verði gerð að lagaskyldu fyrir bæði byggingarstjóra og byggingarfulltrúa og komið verði til móts við sveitarfélög vegna kostnaðar við nauðsynlegar breytingar á upplýsingakerfum til þess að tryggja tengingu við byggingargátt. 36. Stjórnvöld og sveitarfélög leggi sértaka áherslu á vinnslu húsnæðisáætlana og sameiginlegrar þarfagreiningar fyrir húsnæði á skilgreindum vinnusóknarsvæðum og hugað verði að samspili milli skipulagsáætlana og húsnæðisáætlana. 37. Hafið verði átak til að safna upplýsingum um fjölda óskráðra íbúða og skilgreindir hagrænir hvatar sem leiða til þess að eigendur óskráðra íbúða sjái sér hag í því að íbúðin komi fram í opinberum skráningum. 38. Lögfestar verði lögheimilisskráningar á fasteignanúmer og hafið átaksverkefni þar sem eldri lögheimilisskráningar verði yfirfarnar og skráðar á íbúðir. 39. Farið verði yfir skilgreiningar á matsstigum og byggingarstigum með samræmingu og einföldun í huga. 40. Almennar húsnæðiskannanir á landsvísu verði reglubundinn þáttur í upplýsingaöflun hins opinbera sem hægt verði að leggja til grundvallar við þarfagreiningu á íbúðarhúsnæði til lengri tíma. Átakshópurinn var skipaður af Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og hóf störf 5. desember sl. Hópinn skipuðu fulltrúar heildarsamtaka á vinnumarkaði, fulltrúar sveitarfélaga og fulltrúar forsætis-, fjármála- og efnahags- og félagsmálaráðuneytis. Formenn hópsins voru Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Sex undirhópar störfuðu með hópnum á tímabilinu og fjölluðu um útfærslu afmarkaðra verkefna. Haft var samráð við mikinn fjölda stofnana, sveitarfélaga og hagsmunaaðila og tugir sérfræðinga komu með einum eða öðrum hætti að vinnu hópsins.
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Leggja til leiguvernd og óhagnaðardrifin húsnæðisfélög Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði leggur til leiguvernd með endurskoðun húsaleigulaga til að bæta réttarstöðu leigjenda. 22. janúar 2019 15:28 Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Leggja til leiguvernd og óhagnaðardrifin húsnæðisfélög Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði leggur til leiguvernd með endurskoðun húsaleigulaga til að bæta réttarstöðu leigjenda. 22. janúar 2019 15:28
Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03