Þörf á vetrarfatnaði í flóttamannabúðum í Líbanon Heimsljós kynnir 22. janúar 2019 14:30 Vetrarfötum dreift til flóttafólks í Líbanon. Starfsfólk SOS Barnaþorpa dreifðu í síðustu viku hlýjum vetrarfatnaði til sýrlenskra flóttafjölskyldna í Bekaa-dalnum í Líbanon, en tíðarfar hefur verið óvenju slæmt á svæðinu undanfarnar vikur. Salman Dirani, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpsins í Ksarnaba í Líbanon segir mikla þörf á hlýjum skóm, yfirhöfnum, sokkum og öðrum vetrarfatnaði fyrir börn að 14 ára aldri. „Vetrarfatnaður er mjög sjaldgæfur hérna og það er lítið um að önnur hjálparsamtök dreifi slíkum fatnaði. Við áttum til hlý föt sem safnast höfðu fyrir framlög styrktaraðila og við náðum því að skaffa fólkinu fötin,“ er haft eftir Salman á vefsíðu SOS Barnaþorpa á Íslandi. SOS Barnaþorpin í Líbanon settu í mars árið 2017 á laggirnar neyðarverkefni í Bekaa-dalnum sem felur í sér að styðja fjölskyldur í erfiðum aðstæðum, alls 330 fjölskyldur. Nærri ein milljón Sýrlendinga hafa sótt um hæli í Líbanon frá því borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst árið 2011. SOS Barnaþorpin á Íslandi taka reglulega þátt í að leggja fjármagn til neyðarverkefna af þessu tagi. Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna urðu að minnsta kosti 11 þúsund flóttamenn fyrir barðinu á slagviðrinu sem geysaði um Líbanon í byrjun mánaðar og vatn hefur flætt um meira en 15 flóttamannabúðir, sem hefur orðið til þess að um 600 flóttamanna hafa þurft að yfirgefa búðirnar í Bekaa-dalnum og koma sér fyrir á nýjum stað. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent
Starfsfólk SOS Barnaþorpa dreifðu í síðustu viku hlýjum vetrarfatnaði til sýrlenskra flóttafjölskyldna í Bekaa-dalnum í Líbanon, en tíðarfar hefur verið óvenju slæmt á svæðinu undanfarnar vikur. Salman Dirani, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpsins í Ksarnaba í Líbanon segir mikla þörf á hlýjum skóm, yfirhöfnum, sokkum og öðrum vetrarfatnaði fyrir börn að 14 ára aldri. „Vetrarfatnaður er mjög sjaldgæfur hérna og það er lítið um að önnur hjálparsamtök dreifi slíkum fatnaði. Við áttum til hlý föt sem safnast höfðu fyrir framlög styrktaraðila og við náðum því að skaffa fólkinu fötin,“ er haft eftir Salman á vefsíðu SOS Barnaþorpa á Íslandi. SOS Barnaþorpin í Líbanon settu í mars árið 2017 á laggirnar neyðarverkefni í Bekaa-dalnum sem felur í sér að styðja fjölskyldur í erfiðum aðstæðum, alls 330 fjölskyldur. Nærri ein milljón Sýrlendinga hafa sótt um hæli í Líbanon frá því borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst árið 2011. SOS Barnaþorpin á Íslandi taka reglulega þátt í að leggja fjármagn til neyðarverkefna af þessu tagi. Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna urðu að minnsta kosti 11 þúsund flóttamenn fyrir barðinu á slagviðrinu sem geysaði um Líbanon í byrjun mánaðar og vatn hefur flætt um meira en 15 flóttamannabúðir, sem hefur orðið til þess að um 600 flóttamanna hafa þurft að yfirgefa búðirnar í Bekaa-dalnum og koma sér fyrir á nýjum stað. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent