Innlent

Fundi hjá sáttasemjara frestað til morguns

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá fundi fulltrúa verkalýðsfélaganna þriggja með SA hjá sáttasemjara í síðustu viku. Bryndís Hlöðversdóttir sáttasemjari er til hægri á myndinni.
Frá fundi fulltrúa verkalýðsfélaganna þriggja með SA hjá sáttasemjara í síðustu viku. Bryndís Hlöðversdóttir sáttasemjari er til hægri á myndinni. Vísir/Vilhelm
Ekkert verður af fundi samninganefnda VR, Eflingar og VLFA með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Ástæðan er sú að Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari er veik eins og svo margir landsmenn en borið hefur á miklum veikindum á fjölmörgum vinnustöðum á landinu undanfarnar vikur.

Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, segir í samtali við Vísi að fundinum hafi verið frestað til klukkan tvö á morgun. Öllum aðilum hafi verið tilkynnt það í gær og enginn hreyft við mótmælum.


Tengdar fréttir

Framhaldið hjá SGS skýrist eftir helgi

Samninganefnd SGS, sem samansett er af formönnum þeirra sextán félaga sem eru í samflotinu, kom saman til fundar í gær til að fara yfir stöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×