Lögreglan varar við færð í efri byggðum Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2019 07:43 Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að fara út í umferðina á illa búnum bílum. Færð í efri byggðum sé víða þung. Veðurstofa Íslands vekur athygli á leiðindaveðri sem mun ganga yfir sunnanvert landið um hádegið. Um er að ræða suðvestan storm með éljum og gæti færð og skyggni versnað til muna við það. Veðrið mun þó ganga hratt yfir.Veðrið í dag af vef Veðustofu Íslands: Suðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og él, en strekkingur fyrir austan í fyrstu. Kólnandi veður. Gengur í suðvestan hvassviðri eða storm á S-landi upp úr hádegi með éljum og síðan slydduéljum um tíma. Dregur úr vindi seinni partinn, en allhvöss sunnanátt NA-lands í kvöld og léttir til. Frost 0 til 8 stig síðdegis, kaldast fyrir norðan. Vestlæg átt 8-15 m/s SV-lands á morgun, annars mun hægari. Víða él, en yfirleitt léttskýjað á NA-verðu landinu. Frost 1 til 10 stig.Færð á vegum af vef Vegagerðarinnar: Suðvesturland: Enn éljar á svæðinu. Hálkublettir eru á stofnbrautum á Höfuðborgarsvæðinu en annars er hálka eða snjóþekja nánast á öllum vegum. Krýsuvíkurvegur er lokaður. Vesturland: Verið er að hreinsa vegi eftir nóttina. Víða er snjókoma eða éljagangur og snjóþekja eða hálka, raunar þæfingur milli Búða og Hellna. Búið er að opna Fróðárheiði. Vestfirðir: Verið er að hreinsa vegi og kanna færð. Þæfingsfærð er í það minnsta á Klettshálsi og á Mikladal. Norðurland: Snjóþekja og hálka víðast hvar enda víða ofankoma. Norðausturland: Færð er ekki að fullu könnuð en víða er hált, jafnvel flughált s.s. á Mývatnsöræfum og á milli Kópaskers og Raufarhafnar. Austurland: Hálka til landsins en hálkublettir eða jafnvel greiðfært með ströndinni. Suðausturland: Víðast nokur hálka eða krapi. Suðurland: Snjóþekja eða hálka víðast hvar og verið að hreinsa. Lyngdalsheiði er enn lokuð.Í efri byggðum er víða þung færð. Við biðjum fólk um að fara alls ekki að stað á illa búnum bílum.— LRH (@logreglan) January 21, 2019 Samgöngur Veður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að fara út í umferðina á illa búnum bílum. Færð í efri byggðum sé víða þung. Veðurstofa Íslands vekur athygli á leiðindaveðri sem mun ganga yfir sunnanvert landið um hádegið. Um er að ræða suðvestan storm með éljum og gæti færð og skyggni versnað til muna við það. Veðrið mun þó ganga hratt yfir.Veðrið í dag af vef Veðustofu Íslands: Suðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og él, en strekkingur fyrir austan í fyrstu. Kólnandi veður. Gengur í suðvestan hvassviðri eða storm á S-landi upp úr hádegi með éljum og síðan slydduéljum um tíma. Dregur úr vindi seinni partinn, en allhvöss sunnanátt NA-lands í kvöld og léttir til. Frost 0 til 8 stig síðdegis, kaldast fyrir norðan. Vestlæg átt 8-15 m/s SV-lands á morgun, annars mun hægari. Víða él, en yfirleitt léttskýjað á NA-verðu landinu. Frost 1 til 10 stig.Færð á vegum af vef Vegagerðarinnar: Suðvesturland: Enn éljar á svæðinu. Hálkublettir eru á stofnbrautum á Höfuðborgarsvæðinu en annars er hálka eða snjóþekja nánast á öllum vegum. Krýsuvíkurvegur er lokaður. Vesturland: Verið er að hreinsa vegi eftir nóttina. Víða er snjókoma eða éljagangur og snjóþekja eða hálka, raunar þæfingur milli Búða og Hellna. Búið er að opna Fróðárheiði. Vestfirðir: Verið er að hreinsa vegi og kanna færð. Þæfingsfærð er í það minnsta á Klettshálsi og á Mikladal. Norðurland: Snjóþekja og hálka víðast hvar enda víða ofankoma. Norðausturland: Færð er ekki að fullu könnuð en víða er hált, jafnvel flughált s.s. á Mývatnsöræfum og á milli Kópaskers og Raufarhafnar. Austurland: Hálka til landsins en hálkublettir eða jafnvel greiðfært með ströndinni. Suðausturland: Víðast nokur hálka eða krapi. Suðurland: Snjóþekja eða hálka víðast hvar og verið að hreinsa. Lyngdalsheiði er enn lokuð.Í efri byggðum er víða þung færð. Við biðjum fólk um að fara alls ekki að stað á illa búnum bílum.— LRH (@logreglan) January 21, 2019
Samgöngur Veður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira