Telja matskerfi Þjóðskrár of sjálfvirkt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. janúar 2019 07:00 Þjóðskrá var gerð afturreka í einu tilfelli. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON brink „Það var afráðið að láta reyna á þetta þar sem við töldum að fasteignamatið hefði hækkað undanfarin ár umfram það sem eðlilegt er,“ segir lögmaðurinn Árni Helgason. Nýlega skilaði yfirfasteignamatsnefnd (YFMN) úrskurði í sjö málum er varða fasteignamat sjö eigna Dalsness ehf. Árni rak málin fyrir hönd félagsins. Í einstökum tilfellum hafði fasteignamatið hækkað um nær 20 prósent milli áranna 2017 og 2018. Árni nefnir í dæmaskyni að í einu málinu hafi verið látið reyna á verðmæti atvinnuhúsnæðis sem var keypt árið 2016 fyrir 70 milljónir króna en fasteignamatið fyrir árið 2019 sé 117 milljónir króna. Eignin er 18 ára og ekki hefur verið farið út í breytingar eða endurbætur frá því að hún var keypt. Þetta þótti félaginu fullmikið og krafðist endurskoðunar á matinu. Þjóðskrá hafnaði því og því var málinu vísað til YFMN. Nefndin staðfesti mat Þjóðskrár í sex tilfellum af sjö en vísaði einu máli heim. „Forsendurnar að baki hækkununum töldum við ekki réttar og oft er erfitt að átta sig á þeim þegar óskað er eftir rökstuðningi frá Þjóðskrá. Okkur finnst matið oft of vélrænt og upp á vanta að hver og ein eign sé metin út frá ástandi, aldri og líklegu söluverði,“ segir Árni. Sem stendur sé hann að skoða málið með umbjóðanda sínum og meta hvort ástæða sé til að höfða dómsmál. Við þá skoðun verði einnig kannað hvort rétt sé að höfða mál vegna mats fyrri ára. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
„Það var afráðið að láta reyna á þetta þar sem við töldum að fasteignamatið hefði hækkað undanfarin ár umfram það sem eðlilegt er,“ segir lögmaðurinn Árni Helgason. Nýlega skilaði yfirfasteignamatsnefnd (YFMN) úrskurði í sjö málum er varða fasteignamat sjö eigna Dalsness ehf. Árni rak málin fyrir hönd félagsins. Í einstökum tilfellum hafði fasteignamatið hækkað um nær 20 prósent milli áranna 2017 og 2018. Árni nefnir í dæmaskyni að í einu málinu hafi verið látið reyna á verðmæti atvinnuhúsnæðis sem var keypt árið 2016 fyrir 70 milljónir króna en fasteignamatið fyrir árið 2019 sé 117 milljónir króna. Eignin er 18 ára og ekki hefur verið farið út í breytingar eða endurbætur frá því að hún var keypt. Þetta þótti félaginu fullmikið og krafðist endurskoðunar á matinu. Þjóðskrá hafnaði því og því var málinu vísað til YFMN. Nefndin staðfesti mat Þjóðskrár í sex tilfellum af sjö en vísaði einu máli heim. „Forsendurnar að baki hækkununum töldum við ekki réttar og oft er erfitt að átta sig á þeim þegar óskað er eftir rökstuðningi frá Þjóðskrá. Okkur finnst matið oft of vélrænt og upp á vanta að hver og ein eign sé metin út frá ástandi, aldri og líklegu söluverði,“ segir Árni. Sem stendur sé hann að skoða málið með umbjóðanda sínum og meta hvort ástæða sé til að höfða dómsmál. Við þá skoðun verði einnig kannað hvort rétt sé að höfða mál vegna mats fyrri ára.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira