Vilja sitja við borðið er ákvarðanir eru teknar í norðurskautsráðinu Sveinn Arnarsson skrifar 30. janúar 2019 06:00 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Sveitarstjórar á heimskautssvæðum hafa ákveðið að sækja um aðild að norðurskautsráðinu og ef af verður mun hópurinn, sem saman stendur af um 400 sveitarstjórum á heimskautssvæðinu, vera með í ráðum þegar ákvarðanir eru teknar innan ráðsins. Þetta var ákveðið á fundi sveitarstjóra á norðurheimskautssvæðinu sem fór fram í Tromsö sunnudaginn 20. janúar síðastliðinn. Norðurskautsráðið er samstarfsvettvangur ríkisstjórna þeirra landa sem liggja á eða að norðurslóðum. Aðildarríkin eru Bandaríkin, Danmörk fyrir Færeyjar og Grænland, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Að auki eiga sex samtök frumbyggja aðild að ráðinu. „Við höfum verið í óformlegu sambandi, sveitarstjórar á svæðinu, í um tvö ár þar sem við höfum rætt okkar málefni. Okkur þykir það mikilvægt að þróa þessi samskipti áfram og skoðum því nú að fá aðild að norðurskautsráðinu svo við getum setið við borðið þegar ákvarðanir eru teknar,“ segir Kristin Roymo, borgarstjóri Tromsö. Fundur sveitarstjóranna var haldinn í tengslum við ráðstefnuna Arctic Frontiers sem fór fram í borginni 20. til 24. janúar. Þar ræddu vísindamenn, stjórnmálamenn og aðrir unnendur norðurskautsins um þau erfiðu verkefni sem fram undan eru á næstu áratugum til að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika og byggð á svæðinu. „Okkur þykir miklu máli skipta að rödd okkar heyrist. Sveitarstjórnir vítt og breitt um norðurskautið framfylgja og framkvæma oft á tíðum þær ákvarðanir sem teknar eru innan ráðsins. Því teljum við eðlilegt að við höfum aðild og að ríkisstjórnir ráðsins heyri okkar afstöðu,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Hugmynd sveitarstjórnarstigsins um að verða aðili að norðurskautsráðinu verður unnin áfram af Roymo, Ásthildi og Madeleine Redfern, bæjar stjóra í borginni Iqaluit í Norðaustur-Kanada Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
Sveitarstjórar á heimskautssvæðum hafa ákveðið að sækja um aðild að norðurskautsráðinu og ef af verður mun hópurinn, sem saman stendur af um 400 sveitarstjórum á heimskautssvæðinu, vera með í ráðum þegar ákvarðanir eru teknar innan ráðsins. Þetta var ákveðið á fundi sveitarstjóra á norðurheimskautssvæðinu sem fór fram í Tromsö sunnudaginn 20. janúar síðastliðinn. Norðurskautsráðið er samstarfsvettvangur ríkisstjórna þeirra landa sem liggja á eða að norðurslóðum. Aðildarríkin eru Bandaríkin, Danmörk fyrir Færeyjar og Grænland, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Að auki eiga sex samtök frumbyggja aðild að ráðinu. „Við höfum verið í óformlegu sambandi, sveitarstjórar á svæðinu, í um tvö ár þar sem við höfum rætt okkar málefni. Okkur þykir það mikilvægt að þróa þessi samskipti áfram og skoðum því nú að fá aðild að norðurskautsráðinu svo við getum setið við borðið þegar ákvarðanir eru teknar,“ segir Kristin Roymo, borgarstjóri Tromsö. Fundur sveitarstjóranna var haldinn í tengslum við ráðstefnuna Arctic Frontiers sem fór fram í borginni 20. til 24. janúar. Þar ræddu vísindamenn, stjórnmálamenn og aðrir unnendur norðurskautsins um þau erfiðu verkefni sem fram undan eru á næstu áratugum til að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika og byggð á svæðinu. „Okkur þykir miklu máli skipta að rödd okkar heyrist. Sveitarstjórnir vítt og breitt um norðurskautið framfylgja og framkvæma oft á tíðum þær ákvarðanir sem teknar eru innan ráðsins. Því teljum við eðlilegt að við höfum aðild og að ríkisstjórnir ráðsins heyri okkar afstöðu,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Hugmynd sveitarstjórnarstigsins um að verða aðili að norðurskautsráðinu verður unnin áfram af Roymo, Ásthildi og Madeleine Redfern, bæjar stjóra í borginni Iqaluit í Norðaustur-Kanada
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira