Vilja sitja við borðið er ákvarðanir eru teknar í norðurskautsráðinu Sveinn Arnarsson skrifar 30. janúar 2019 06:00 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Sveitarstjórar á heimskautssvæðum hafa ákveðið að sækja um aðild að norðurskautsráðinu og ef af verður mun hópurinn, sem saman stendur af um 400 sveitarstjórum á heimskautssvæðinu, vera með í ráðum þegar ákvarðanir eru teknar innan ráðsins. Þetta var ákveðið á fundi sveitarstjóra á norðurheimskautssvæðinu sem fór fram í Tromsö sunnudaginn 20. janúar síðastliðinn. Norðurskautsráðið er samstarfsvettvangur ríkisstjórna þeirra landa sem liggja á eða að norðurslóðum. Aðildarríkin eru Bandaríkin, Danmörk fyrir Færeyjar og Grænland, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Að auki eiga sex samtök frumbyggja aðild að ráðinu. „Við höfum verið í óformlegu sambandi, sveitarstjórar á svæðinu, í um tvö ár þar sem við höfum rætt okkar málefni. Okkur þykir það mikilvægt að þróa þessi samskipti áfram og skoðum því nú að fá aðild að norðurskautsráðinu svo við getum setið við borðið þegar ákvarðanir eru teknar,“ segir Kristin Roymo, borgarstjóri Tromsö. Fundur sveitarstjóranna var haldinn í tengslum við ráðstefnuna Arctic Frontiers sem fór fram í borginni 20. til 24. janúar. Þar ræddu vísindamenn, stjórnmálamenn og aðrir unnendur norðurskautsins um þau erfiðu verkefni sem fram undan eru á næstu áratugum til að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika og byggð á svæðinu. „Okkur þykir miklu máli skipta að rödd okkar heyrist. Sveitarstjórnir vítt og breitt um norðurskautið framfylgja og framkvæma oft á tíðum þær ákvarðanir sem teknar eru innan ráðsins. Því teljum við eðlilegt að við höfum aðild og að ríkisstjórnir ráðsins heyri okkar afstöðu,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Hugmynd sveitarstjórnarstigsins um að verða aðili að norðurskautsráðinu verður unnin áfram af Roymo, Ásthildi og Madeleine Redfern, bæjar stjóra í borginni Iqaluit í Norðaustur-Kanada Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Sveitarstjórar á heimskautssvæðum hafa ákveðið að sækja um aðild að norðurskautsráðinu og ef af verður mun hópurinn, sem saman stendur af um 400 sveitarstjórum á heimskautssvæðinu, vera með í ráðum þegar ákvarðanir eru teknar innan ráðsins. Þetta var ákveðið á fundi sveitarstjóra á norðurheimskautssvæðinu sem fór fram í Tromsö sunnudaginn 20. janúar síðastliðinn. Norðurskautsráðið er samstarfsvettvangur ríkisstjórna þeirra landa sem liggja á eða að norðurslóðum. Aðildarríkin eru Bandaríkin, Danmörk fyrir Færeyjar og Grænland, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Að auki eiga sex samtök frumbyggja aðild að ráðinu. „Við höfum verið í óformlegu sambandi, sveitarstjórar á svæðinu, í um tvö ár þar sem við höfum rætt okkar málefni. Okkur þykir það mikilvægt að þróa þessi samskipti áfram og skoðum því nú að fá aðild að norðurskautsráðinu svo við getum setið við borðið þegar ákvarðanir eru teknar,“ segir Kristin Roymo, borgarstjóri Tromsö. Fundur sveitarstjóranna var haldinn í tengslum við ráðstefnuna Arctic Frontiers sem fór fram í borginni 20. til 24. janúar. Þar ræddu vísindamenn, stjórnmálamenn og aðrir unnendur norðurskautsins um þau erfiðu verkefni sem fram undan eru á næstu áratugum til að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika og byggð á svæðinu. „Okkur þykir miklu máli skipta að rödd okkar heyrist. Sveitarstjórnir vítt og breitt um norðurskautið framfylgja og framkvæma oft á tíðum þær ákvarðanir sem teknar eru innan ráðsins. Því teljum við eðlilegt að við höfum aðild og að ríkisstjórnir ráðsins heyri okkar afstöðu,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Hugmynd sveitarstjórnarstigsins um að verða aðili að norðurskautsráðinu verður unnin áfram af Roymo, Ásthildi og Madeleine Redfern, bæjar stjóra í borginni Iqaluit í Norðaustur-Kanada
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira