„Fólk má lýsa yfir stuðningi við hvern sem er en það er ekki smekklegt að draga aðra niður í svaðið“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. febrúar 2019 19:00 Jón Rúnar Halldórsson, formaður FH, verður einn þeirra sem sitja þingið á morgun. vísir/stefán Formannskosningar KSÍ fara fram á morgun en um formannsstólinn berjast núverandi formaður, Guðni Bergsson, og fyrrum formaður og heiðursformaður, Geir Þorsteinsson. Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, hefur setið ófá þingin og hann mun vera á þinginu á morgun er þeir Guðni og Geir berjast um að verða formaður stærsta íþróttasambands Íslands. Morgunblaðið sló á þráðinn til Jóns til þess að ræða kjörið. „Ég veit að ég mæli fyrir munn margra forráðamanna í aðildarfélögum KSÍ þegar ég segi að í aðdraganda formannskjörsins á ársþingi sambandsins á morgun, og umfjöllunar fjölmiðla um kosningabaráttuna undanfarna daga, hafi hin svokölluðu stóru mál fallið í skuggann fyrir því sem skiptir minna máli fyrir félögin sjálf,“ sagði Jón Rúnar í samtali við mbl.is. Jón Rúnar nefndi þar á meðal sér til stuðnings viðtal Stöðvar 2 við Aleksander Ceferin, formann UEFA, sem birtist á Vísi á dögunum en þar ræddi Ceferin um dásemd sína á Guðna Bergssyni. Einnig nefnir Jón Rúnar að nokkrir einstaklingar hafi stigið fram og haft áhrif á umræðuna en þessir sömu einstaklingar hafi lítið sem ekkert að gera með rekstur félaganna. „Þar má nefna landsliðsfólk, fyrrverandi dómara og menn sem hafa verið í stuði allt sitt líf! Að sjálfsögðu má fólk lýsa yfir stuðningi við hvern sem það vill en það er ekki smekklegt að draga aðra niður í svaðið um leið, og eins langt frá íþróttamannslegri framkomu og mögulegt er.“ „Í raun má segja að tilgangurinn hafi helgað meðalið. Það verða að vera málefnalegu rökin sem ráða för,“ bætti Jón Rúnar við og segir að orðin geri lítið úr verkum Guðrúnar Ingu Sívertsen: „Mér finnst til dæmis yfirlýsingar landsliðskvennanna ekki gera neitt annað en að gera lítið úr verkum Guðrúnar Ingu Sívertsen, fráfarandi varaformanns KSÍ, sem hefur vaðið eld og brennistein fyrir þessar frábæru knattspyrnukonur, með fullri virðingu fyrir öðrum innan stjórnar sambandsins.“ KSÍ Tengdar fréttir Áfram skotið fast á Geir: „Hann gerði ekki skít“ Fyrrverandi úrvalsdeildardómari lætur Geir Þorsteinsson heyra það. 8. febrúar 2019 09:01 Sjáðu kappræður Geirs og Guðna í heild sinni Formannsframbjóðendur KSÍ, Geir Þorsteinsson og Guðni Bergsson, sátu fyrir svörum á Stöð 2 Sport og Vísi á miðvikudag. Nú má sjá þær kappræður í heild sinni á Vísi. 8. febrúar 2019 08:30 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Formannskosningar KSÍ fara fram á morgun en um formannsstólinn berjast núverandi formaður, Guðni Bergsson, og fyrrum formaður og heiðursformaður, Geir Þorsteinsson. Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, hefur setið ófá þingin og hann mun vera á þinginu á morgun er þeir Guðni og Geir berjast um að verða formaður stærsta íþróttasambands Íslands. Morgunblaðið sló á þráðinn til Jóns til þess að ræða kjörið. „Ég veit að ég mæli fyrir munn margra forráðamanna í aðildarfélögum KSÍ þegar ég segi að í aðdraganda formannskjörsins á ársþingi sambandsins á morgun, og umfjöllunar fjölmiðla um kosningabaráttuna undanfarna daga, hafi hin svokölluðu stóru mál fallið í skuggann fyrir því sem skiptir minna máli fyrir félögin sjálf,“ sagði Jón Rúnar í samtali við mbl.is. Jón Rúnar nefndi þar á meðal sér til stuðnings viðtal Stöðvar 2 við Aleksander Ceferin, formann UEFA, sem birtist á Vísi á dögunum en þar ræddi Ceferin um dásemd sína á Guðna Bergssyni. Einnig nefnir Jón Rúnar að nokkrir einstaklingar hafi stigið fram og haft áhrif á umræðuna en þessir sömu einstaklingar hafi lítið sem ekkert að gera með rekstur félaganna. „Þar má nefna landsliðsfólk, fyrrverandi dómara og menn sem hafa verið í stuði allt sitt líf! Að sjálfsögðu má fólk lýsa yfir stuðningi við hvern sem það vill en það er ekki smekklegt að draga aðra niður í svaðið um leið, og eins langt frá íþróttamannslegri framkomu og mögulegt er.“ „Í raun má segja að tilgangurinn hafi helgað meðalið. Það verða að vera málefnalegu rökin sem ráða för,“ bætti Jón Rúnar við og segir að orðin geri lítið úr verkum Guðrúnar Ingu Sívertsen: „Mér finnst til dæmis yfirlýsingar landsliðskvennanna ekki gera neitt annað en að gera lítið úr verkum Guðrúnar Ingu Sívertsen, fráfarandi varaformanns KSÍ, sem hefur vaðið eld og brennistein fyrir þessar frábæru knattspyrnukonur, með fullri virðingu fyrir öðrum innan stjórnar sambandsins.“
KSÍ Tengdar fréttir Áfram skotið fast á Geir: „Hann gerði ekki skít“ Fyrrverandi úrvalsdeildardómari lætur Geir Þorsteinsson heyra það. 8. febrúar 2019 09:01 Sjáðu kappræður Geirs og Guðna í heild sinni Formannsframbjóðendur KSÍ, Geir Þorsteinsson og Guðni Bergsson, sátu fyrir svörum á Stöð 2 Sport og Vísi á miðvikudag. Nú má sjá þær kappræður í heild sinni á Vísi. 8. febrúar 2019 08:30 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Áfram skotið fast á Geir: „Hann gerði ekki skít“ Fyrrverandi úrvalsdeildardómari lætur Geir Þorsteinsson heyra það. 8. febrúar 2019 09:01
Sjáðu kappræður Geirs og Guðna í heild sinni Formannsframbjóðendur KSÍ, Geir Þorsteinsson og Guðni Bergsson, sátu fyrir svörum á Stöð 2 Sport og Vísi á miðvikudag. Nú má sjá þær kappræður í heild sinni á Vísi. 8. febrúar 2019 08:30