Vilja fjölga skattþrepum og hækka skattleysismörk Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. febrúar 2019 11:59 Stefán Ólafsson, hagfræðingur sýndi nokkrar leiðir hvernig breytingar í skattkerfinu yrðu fjármagnaðar. Stefán er annars skýrsluhöfunda. Vísir/Vilhelm Efling stéttarfélag leggur til að tekið verði upp fjölþátta skattkerfi og að gerðar verði gagngerar breytingar á skattkerfinu í heild sinni fyrst ekki sé svigrúm til skattalækkanna. Breytingarnar gætu skilað tuttugu þúsund króna lækkun staðgreiðslu hjá tekjulægstu hópunum.Niðurstöður skýrsluhöfunda er útfærð umbótaáætlun til að ná fram sanngjarnara og skilvirkara skattkerfi en nú, er að því fram kemur í skýrslunni sem kynnt var í morgun. Með tillögunum er leitast við að leiðrétta að hluta þá tilfærslu á skattbyrgði sem orðið hefur og að láglaunafólk og lífeyrisþegar fái að minnsta kosti tuttugu þúsund króna lækkun staðgreiðslu kostnaðar verði tillögurnar að veruleika.Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur er annar skýrsluhöfundaVísir/Vilhelm„Okkar helstu tillögur er það að gera breytingar á fjölmörgum þáttum skattkerfisins. Kannski fyrst og fremst tekjuskattskerfinu í þeim tilgangi að lækka skattbyrðina á neðri hluta skalans, reyndar er gert ráð fyrir að það verði lækkun eða lítil breyting á öllum obbanum kannski í 80-90% af launþegum ,“ sagði Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og annar skýrsluhöfunda. Þá yrði lítil breyting á skattbyrði næstu 5 prósentanna, en tekjuhæstu 5 prósentin fengju hækkaða skattbyrði. Indriði segir hins vegar að ekki sé svigrúm til skattalækkana. „Breytingarnar sem við leggjum til eða tökum undir er að fjölga skatt þrepunum. Byrja á skattþrepi sem er lægra heldur en núverand lægsta skattþrep. það myndi hækka skattleysismörkin, en auk þess að þá gerum við ráð fyrir að, og sýnum fram á að það sé hægt að afla þessara tekna, sem að tapast út úr tekjuskattskerfinu með því að auka jöfnuð, hækka skatta á fjármagn og tekjur þeirra sem hafa háar tekjur í samfélaginu,“ sagði Indriði.Tillögurnar ganga út á að horfið yrði frá núverandi tveggja þrepa skattkerfi, og persónuafsláttur og skattleysismörk hækkuð. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður EflingarVísir/VilhelmHalda áfram að sækja á atvinnurekendur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir tillögurnar ekki ganga á kröfu stéttarfélagsins um beinar prósentu- eða krónutölulaunahækkanir í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir. „Mín afstaða er sú, og hún er mjög afdráttarlaus og eindregin, að við sækjum fram á atvinnurekendur til þess að fá þær launahækkanir sem við sannalega eigum inni en jafnframt er það bara mikilvægt pólitískt réttlætismál að skattkerfið verði raunverulega það jöfnunartæki sem það á að vera,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Skýrslu Eflingar má lesa í heild sinni hér Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Tekur undir varnaðarorð seðlabankastjóra um verkföll og miklar launahækkanir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tekur undir þau orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn. 6. febrúar 2019 14:19 Vongóður þótt staðan sé tvísýn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ætlar ekki að ræða opinberlega einstakar tölur sem ræddar hafa verið við samningaborðið. Í gær greindu verkalýðsforingjar frá því að SA vilji lækka yfirvinnuálagsprósentu úr 80% í 66%. 5. febrúar 2019 18:45 Kjaraviðræður á betri stað en margir óttuðust Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að viðræður við þau félög sem vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara hafi gengið hægar en við önnur félög. 3. febrúar 2019 11:17 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Efling stéttarfélag leggur til að tekið verði upp fjölþátta skattkerfi og að gerðar verði gagngerar breytingar á skattkerfinu í heild sinni fyrst ekki sé svigrúm til skattalækkanna. Breytingarnar gætu skilað tuttugu þúsund króna lækkun staðgreiðslu hjá tekjulægstu hópunum.Niðurstöður skýrsluhöfunda er útfærð umbótaáætlun til að ná fram sanngjarnara og skilvirkara skattkerfi en nú, er að því fram kemur í skýrslunni sem kynnt var í morgun. Með tillögunum er leitast við að leiðrétta að hluta þá tilfærslu á skattbyrgði sem orðið hefur og að láglaunafólk og lífeyrisþegar fái að minnsta kosti tuttugu þúsund króna lækkun staðgreiðslu kostnaðar verði tillögurnar að veruleika.Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur er annar skýrsluhöfundaVísir/Vilhelm„Okkar helstu tillögur er það að gera breytingar á fjölmörgum þáttum skattkerfisins. Kannski fyrst og fremst tekjuskattskerfinu í þeim tilgangi að lækka skattbyrðina á neðri hluta skalans, reyndar er gert ráð fyrir að það verði lækkun eða lítil breyting á öllum obbanum kannski í 80-90% af launþegum ,“ sagði Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og annar skýrsluhöfunda. Þá yrði lítil breyting á skattbyrði næstu 5 prósentanna, en tekjuhæstu 5 prósentin fengju hækkaða skattbyrði. Indriði segir hins vegar að ekki sé svigrúm til skattalækkana. „Breytingarnar sem við leggjum til eða tökum undir er að fjölga skatt þrepunum. Byrja á skattþrepi sem er lægra heldur en núverand lægsta skattþrep. það myndi hækka skattleysismörkin, en auk þess að þá gerum við ráð fyrir að, og sýnum fram á að það sé hægt að afla þessara tekna, sem að tapast út úr tekjuskattskerfinu með því að auka jöfnuð, hækka skatta á fjármagn og tekjur þeirra sem hafa háar tekjur í samfélaginu,“ sagði Indriði.Tillögurnar ganga út á að horfið yrði frá núverandi tveggja þrepa skattkerfi, og persónuafsláttur og skattleysismörk hækkuð. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður EflingarVísir/VilhelmHalda áfram að sækja á atvinnurekendur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir tillögurnar ekki ganga á kröfu stéttarfélagsins um beinar prósentu- eða krónutölulaunahækkanir í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir. „Mín afstaða er sú, og hún er mjög afdráttarlaus og eindregin, að við sækjum fram á atvinnurekendur til þess að fá þær launahækkanir sem við sannalega eigum inni en jafnframt er það bara mikilvægt pólitískt réttlætismál að skattkerfið verði raunverulega það jöfnunartæki sem það á að vera,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Skýrslu Eflingar má lesa í heild sinni hér
Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Tekur undir varnaðarorð seðlabankastjóra um verkföll og miklar launahækkanir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tekur undir þau orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn. 6. febrúar 2019 14:19 Vongóður þótt staðan sé tvísýn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ætlar ekki að ræða opinberlega einstakar tölur sem ræddar hafa verið við samningaborðið. Í gær greindu verkalýðsforingjar frá því að SA vilji lækka yfirvinnuálagsprósentu úr 80% í 66%. 5. febrúar 2019 18:45 Kjaraviðræður á betri stað en margir óttuðust Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að viðræður við þau félög sem vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara hafi gengið hægar en við önnur félög. 3. febrúar 2019 11:17 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Tekur undir varnaðarorð seðlabankastjóra um verkföll og miklar launahækkanir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tekur undir þau orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn. 6. febrúar 2019 14:19
Vongóður þótt staðan sé tvísýn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ætlar ekki að ræða opinberlega einstakar tölur sem ræddar hafa verið við samningaborðið. Í gær greindu verkalýðsforingjar frá því að SA vilji lækka yfirvinnuálagsprósentu úr 80% í 66%. 5. febrúar 2019 18:45
Kjaraviðræður á betri stað en margir óttuðust Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að viðræður við þau félög sem vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara hafi gengið hægar en við önnur félög. 3. febrúar 2019 11:17