Stjórnin skoðar frekari aðgerðir fyrir fjölmiðla Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. febrúar 2019 06:00 Lilja Alfreðsdóttir. Fréttablaðið/Anton Brink Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki breytingar á fjölmiðlafrumvarpi sem hún kynnti fyrir viku og felur í sér ríkisstyrki til sjálfstæðra fjölmiðla. Nú er skoðað að fella einnig niður tryggingagjald á launakostnað ritstjórna sjálfstæðra miðla, líkt og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lagði til í Morgunblaðinu í gær. Tryggingagjald er gjald sem launagreiðendum ber að greiða af heildarlaunum launamanna. Hlutfallið er 6,6 prósent. „Ég útiloka ekki frekari stuðning við einkarekna fjölmiðla. Frumvarpið er heillaskref. Það tekur mið af því besta sem gerist á Norðurlöndum og er viðurkenning á vandanum sem einkareknir fjölmiðlar glíma við, en það er eins og með önnur frumvörp að þau taka oft breytingum í samráðsferli,“ segir Lilja. Áfram verði unnið að því að rétta stöðu sjálfstæðra fjölmiðla. „Ég hef sagt að þetta sé ágætis byrjun. Ég er opin fyrir öllum góðum hugmyndum.“ Þingmenn innan Sjálfstæðisflokks hafa gert athugasemdir við frumvarpið og gagnrýnt að ekkert sé tekið á umfangi RÚV á auglýsingamarkaði. Óli Björn sagðist enn fremur andvígur því að komið yrði á fót „millifærslu- og styrktarsjóði til að styðja við sjálfstæða fjölmiðla,“ í grein sinni og segir ríkisstyrkina sem lagðir eru til í frumvarpinu, sem liggur í samráðsgáttinni og er opið til umsagnar, verstu leiðina til að styrkja einkarekna miðla. Fleiri þingmenn flokksins hafa efasemdir um fyrirkomulagið. Aðgerð af þessu tagi gæti skapað meiri sátt um málið meðal stjórnarliða. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stj.mál Tengdar fréttir Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. 5. febrúar 2019 12:44 Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki breytingar á fjölmiðlafrumvarpi sem hún kynnti fyrir viku og felur í sér ríkisstyrki til sjálfstæðra fjölmiðla. Nú er skoðað að fella einnig niður tryggingagjald á launakostnað ritstjórna sjálfstæðra miðla, líkt og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lagði til í Morgunblaðinu í gær. Tryggingagjald er gjald sem launagreiðendum ber að greiða af heildarlaunum launamanna. Hlutfallið er 6,6 prósent. „Ég útiloka ekki frekari stuðning við einkarekna fjölmiðla. Frumvarpið er heillaskref. Það tekur mið af því besta sem gerist á Norðurlöndum og er viðurkenning á vandanum sem einkareknir fjölmiðlar glíma við, en það er eins og með önnur frumvörp að þau taka oft breytingum í samráðsferli,“ segir Lilja. Áfram verði unnið að því að rétta stöðu sjálfstæðra fjölmiðla. „Ég hef sagt að þetta sé ágætis byrjun. Ég er opin fyrir öllum góðum hugmyndum.“ Þingmenn innan Sjálfstæðisflokks hafa gert athugasemdir við frumvarpið og gagnrýnt að ekkert sé tekið á umfangi RÚV á auglýsingamarkaði. Óli Björn sagðist enn fremur andvígur því að komið yrði á fót „millifærslu- og styrktarsjóði til að styðja við sjálfstæða fjölmiðla,“ í grein sinni og segir ríkisstyrkina sem lagðir eru til í frumvarpinu, sem liggur í samráðsgáttinni og er opið til umsagnar, verstu leiðina til að styrkja einkarekna miðla. Fleiri þingmenn flokksins hafa efasemdir um fyrirkomulagið. Aðgerð af þessu tagi gæti skapað meiri sátt um málið meðal stjórnarliða.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stj.mál Tengdar fréttir Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. 5. febrúar 2019 12:44 Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. 5. febrúar 2019 12:44
Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45