„Við gætum ekki verið spenntari, hamingjusamari og þakklátari fyrir þetta líf sem við eigum,“ segir María Rut í Facebook-færslunni.
Ingileif og María gengu að eiga hvor aðra við hátíðlega athöfn á Flateyri í júní í fyrra.
María Rut starfar sem aðstoðarkona Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, en Ingileif er dómari og spurningahöfundur í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanum, ásamt því að hafa getið sér gott orð í tónlistarheiminum undanfarin misseri.
„Þrír lukkunnar pamfílar sem hlakka til að verða fimm,“ segir María Rut í færslunni en fjölskyldan ætlar einnig að taka að sér hvolp á næstunni.
Ingileif deildi einnig tíðindunum á samfélagsmiðlinum Instagram fyrr í dag.
Fjölla í kasti yfir því hvað lífið er gott ef þið hélduð að það væri bara að bætast hundur við þessa fjölskyldu þá skjátlaðist ykkur því við eigum líka von á litlu kríli í ágúst! Við gætum ekki verið spenntari, hamingjusamari og þakklátari fyrir þetta líf sem við eigum Kv. Þrír lukkunnar pamfílar sem hlakka til að verða 5View this post on Instagram
A post shared by Ingileif Friðriksdóttir (@ingileiff) on Feb 6, 2019 at 9:25am PST