Koenigsegg og NEVS í samstarf Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2019 09:00 Koenigsegg bíll á bílsýningu. Sænski ofurbílaframleiðandinn Koenigsegg hefur tilkynnt um samstarf við núverandi eiganda Saab, National Electric Vehicle Sweden (NEVS), svo hér er um að ræða ekta sænskt samstarf. NEVS er í eigu kínverskra og sænskra aðila. Samstarfið gengur út á þróun rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla í nokkuð meiri mæli en hin takmarkaða bílaframleiðsla Koenigsegg hefur hingað til verið í. Því verður þekking NEVS á rafmagnsvæðingu bíla notuð í bíla frá Koenigsegg og mun fjárfesting NEVS verða yfir 20 milljarðar króna til þessa samstarfs. Á móti mun NEVS eignast um 20% í Koenigsegg. Stofnuð verður sérstök eining kringum þetta samstarf þar sem NEVS mun eiga 65% hlut og Koenigsegg 35%. Framlag Koenigsegg til samstarfsins verður helst í formi hönnunar, tækni og þekkingar á smíði vandaðra bíla. Bílarnir verða smíðaðir í gömlu verksmiðjum Saab í Trollhättan í Svíþjóð. Spennandi verður að sjá afurðir þessa nýstofnaða fyrirtækis með ofurbílaþekkingu Koenigsegg og þekkingu á rafvæðingu bíla frá NEVS. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent
Sænski ofurbílaframleiðandinn Koenigsegg hefur tilkynnt um samstarf við núverandi eiganda Saab, National Electric Vehicle Sweden (NEVS), svo hér er um að ræða ekta sænskt samstarf. NEVS er í eigu kínverskra og sænskra aðila. Samstarfið gengur út á þróun rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla í nokkuð meiri mæli en hin takmarkaða bílaframleiðsla Koenigsegg hefur hingað til verið í. Því verður þekking NEVS á rafmagnsvæðingu bíla notuð í bíla frá Koenigsegg og mun fjárfesting NEVS verða yfir 20 milljarðar króna til þessa samstarfs. Á móti mun NEVS eignast um 20% í Koenigsegg. Stofnuð verður sérstök eining kringum þetta samstarf þar sem NEVS mun eiga 65% hlut og Koenigsegg 35%. Framlag Koenigsegg til samstarfsins verður helst í formi hönnunar, tækni og þekkingar á smíði vandaðra bíla. Bílarnir verða smíðaðir í gömlu verksmiðjum Saab í Trollhättan í Svíþjóð. Spennandi verður að sjá afurðir þessa nýstofnaða fyrirtækis með ofurbílaþekkingu Koenigsegg og þekkingu á rafvæðingu bíla frá NEVS.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent