Stýrishjól óhreinni en klósettsetur Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2019 09:00 Innréttingar bíla eru með allra sóðalegustu stöðum. Samkvæmt rannsókn sem gerð var af CarRentals.com í Bandaríkjunum eru stýrishjól bíla að jafnaði fjórum sinnum skítugri en klósettsetur. Í raun eru innréttingar bíla með allra sóðalegustu stöðum sem finna má. Í könnun CarRentals.com, þar sem spurðir voru 1.000 ökumenn, kom fram að 32% þeirra þrifu aldrei innréttingar bíla sinna, eða í mesta lagi einu sinni á ári. Í rannsóknum annarrar bandarískrar stofnunar, National Center for Biotechnology Information, er niðurstaðan fremur sjokkerandi er kemur að innréttingum bíla, en þær eru svo óhreinar að klósettsetur eru í flestum tilvikum hreinni og stýrishjól bíla eru verst og á þeim eru að jafnaði fjórum sinnum meiri óhreinindi en á klósettsetum Þetta ættu bíleigendur að hafa í huga í umgengni við bíla sína og ef til vill þrífa þá örlítið oftar, ekki bara að utan. Í rannsókninni mældist bakteríufjöldi á hvern fersentimetra á stýrishjólum 629 CFU en til samanburðar mælist hann 100 CFU á símaskjáum, 313 CFU á lyftutökkum og 172 CFU á klósettsetum. Ein sláandi staðreyndin enn sem þessi rannsókn leiddi í ljós er að það finnast að jafnaði 700 mismunandi bakteríutegundir í innréttingum bíla og sumar þeirra valda matareitrun, húðsjúkdómum og ýmiss konar sýkingum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent
Samkvæmt rannsókn sem gerð var af CarRentals.com í Bandaríkjunum eru stýrishjól bíla að jafnaði fjórum sinnum skítugri en klósettsetur. Í raun eru innréttingar bíla með allra sóðalegustu stöðum sem finna má. Í könnun CarRentals.com, þar sem spurðir voru 1.000 ökumenn, kom fram að 32% þeirra þrifu aldrei innréttingar bíla sinna, eða í mesta lagi einu sinni á ári. Í rannsóknum annarrar bandarískrar stofnunar, National Center for Biotechnology Information, er niðurstaðan fremur sjokkerandi er kemur að innréttingum bíla, en þær eru svo óhreinar að klósettsetur eru í flestum tilvikum hreinni og stýrishjól bíla eru verst og á þeim eru að jafnaði fjórum sinnum meiri óhreinindi en á klósettsetum Þetta ættu bíleigendur að hafa í huga í umgengni við bíla sína og ef til vill þrífa þá örlítið oftar, ekki bara að utan. Í rannsókninni mældist bakteríufjöldi á hvern fersentimetra á stýrishjólum 629 CFU en til samanburðar mælist hann 100 CFU á símaskjáum, 313 CFU á lyftutökkum og 172 CFU á klósettsetum. Ein sláandi staðreyndin enn sem þessi rannsókn leiddi í ljós er að það finnast að jafnaði 700 mismunandi bakteríutegundir í innréttingum bíla og sumar þeirra valda matareitrun, húðsjúkdómum og ýmiss konar sýkingum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent