Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt Kristján Már Unnarsson skrifar 4. febrúar 2019 21:00 Elín Agla Briem, hafnarstjóri Árneshrepps og þjóðmenningarbóndi, í viðtali á Drangsnesi þar sem dóttir hennar sækir skóla í vetur. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Svartsýni ríkir í Árneshreppi á Ströndum um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag til að endurvekja búðina sem lokað var í haust. Fjallað var um Árneshrepp í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Við sögðum frá því haust þegar einu búðinni var lokað í Árneshreppi. Í vetur er heldur engin kennsla í Finnbogastaðaskóla. Eina barnið, Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir, 10 ára, sækir skóla á Drangsnesi í vetur, í annað sveitarfélag, og móðir hennar, Elín Agla Briem, segir stefna í að samfélagið í Árneshreppi líði undir lok. „Núna eru náttúrlega merkin svo skýr. Skólinn var ekki settur í fyrsta sinn í 89 ár núna í haust. Og sá yngsti sem hefur vetursetu er 53 ára,“ sagði Elín Agla. Allir aðrir eru yfir sextugt.Á hlaðinu á Melum. Úlfar Eyjólfsson á Krossnesi, Björn Torfason á Melum, Guðlaugur Ágústsson á Steinstúni og Júlía Fossdal á Melum spjalla við fréttamann.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bændurnir sem við hittum á hlaðinu á Melum í haust voru svartsýnir. „Það tekur enginn við, það er ekkert lífvænlegt. Fólk vill ekkert vera á svona stöðum,“ sagði Úlfar Eyjólfsson, en hann hætti sauðfjárbúskap á Krossnesi fyrir tveimur árum. „Ég er nokkuð sannfærður um það því það er ekkert upp úr þessu að hafa núorðið,“ sagði Kristján Albertsson, bóndi á Melum.Ingólfur Benediktsson og Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir, bændur í Árnesi 2.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Íbúar hafa lengi þrýst á samgöngubætur til að rjúfa vetrareinangrun. „Það er voða erfitt að segja það núna að einhverjar samgöngur bjargi einhverjum málum þegar komið er á þetta stig. Ef þetta hefði verið fyrir 20 árum síðan, - allavegana að fólki sæi að það væri eitthvað verið að gera, hefði verið frumskilyrði. En það sést ekki neitt,“ sagði Ingólfur Benediktsson, bóndi í Árnesi 2.Íbúar komu saman á föstudag og stofnuðu Verzlunarfjelag Árneshrepps ehf. Myndin er tekin við inngang verslunarhúsnæðisins.Litli Hjalli/Jón G. Guðjónsson.En Árneshreppsbúar þrauka enn og síðastliðinn föstudag stofnuðu þeir nýtt verslunarfélag sem fékk nafnið Verzlunarfjelag Árneshrepps ehf. Á fréttasíðu Árneshreppsbúa, Litla-Hjalla, segir að íbúar hafi frá því versluninni var lokað í haust þurft að panta vörur og fá þær sendar með flugi.Við upphaf stofnfundarins. Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti og Skúli Gautason, verkefnisstjóri Áfram Árneshreppur, byggðaþróunarverkefnis Byggðastofnunar.Litli Hjalli/Jón G. Guðjónsson.Góð mæting hafi verið á stofnfundinn og bjartsýni ríkt. Um fjórar milljónir króna hafi safnast í hlutafé frá tæplega sjötíu hluthöfum en sett var 100.000 króna hámark á hlutafjárkaup til að tryggja dreifða eignaraðild. Stefnt sé að því að opna verslunina strax á vormánuðum með takmarkaðan opnunartíma og síðan með fullum opnunartíma í sumarbyrjun. Stofnfundur nýja félagsins var haldinn í verslunarhúsnæðinu í Norðurfirði.Litli Hjalli/Jón G. Guðjónsson.„Þetta er náttúrlega með eindæmum þrjóskt og þrautseigt fólk og hefur sýnt það í gegnum tíðina. Það fer allt í eyði á Hornströndum og allt í eyði upp að Árneshreppi. En þarna er eitthvað sem hefur haldið og heldur enn. Það er fólk þarna sem býr þarna og nýtur lífsins og á mjög gott líf. Það er rosalega gott að búa í Árneshreppi,“ sagði Elín Agla. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árneshreppur Hornstrandir Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. 28. september 2018 22:00 Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. 29. maí 2018 20:30 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Svartsýni ríkir í Árneshreppi á Ströndum um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag til að endurvekja búðina sem lokað var í haust. Fjallað var um Árneshrepp í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Við sögðum frá því haust þegar einu búðinni var lokað í Árneshreppi. Í vetur er heldur engin kennsla í Finnbogastaðaskóla. Eina barnið, Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir, 10 ára, sækir skóla á Drangsnesi í vetur, í annað sveitarfélag, og móðir hennar, Elín Agla Briem, segir stefna í að samfélagið í Árneshreppi líði undir lok. „Núna eru náttúrlega merkin svo skýr. Skólinn var ekki settur í fyrsta sinn í 89 ár núna í haust. Og sá yngsti sem hefur vetursetu er 53 ára,“ sagði Elín Agla. Allir aðrir eru yfir sextugt.Á hlaðinu á Melum. Úlfar Eyjólfsson á Krossnesi, Björn Torfason á Melum, Guðlaugur Ágústsson á Steinstúni og Júlía Fossdal á Melum spjalla við fréttamann.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bændurnir sem við hittum á hlaðinu á Melum í haust voru svartsýnir. „Það tekur enginn við, það er ekkert lífvænlegt. Fólk vill ekkert vera á svona stöðum,“ sagði Úlfar Eyjólfsson, en hann hætti sauðfjárbúskap á Krossnesi fyrir tveimur árum. „Ég er nokkuð sannfærður um það því það er ekkert upp úr þessu að hafa núorðið,“ sagði Kristján Albertsson, bóndi á Melum.Ingólfur Benediktsson og Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir, bændur í Árnesi 2.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Íbúar hafa lengi þrýst á samgöngubætur til að rjúfa vetrareinangrun. „Það er voða erfitt að segja það núna að einhverjar samgöngur bjargi einhverjum málum þegar komið er á þetta stig. Ef þetta hefði verið fyrir 20 árum síðan, - allavegana að fólki sæi að það væri eitthvað verið að gera, hefði verið frumskilyrði. En það sést ekki neitt,“ sagði Ingólfur Benediktsson, bóndi í Árnesi 2.Íbúar komu saman á föstudag og stofnuðu Verzlunarfjelag Árneshrepps ehf. Myndin er tekin við inngang verslunarhúsnæðisins.Litli Hjalli/Jón G. Guðjónsson.En Árneshreppsbúar þrauka enn og síðastliðinn föstudag stofnuðu þeir nýtt verslunarfélag sem fékk nafnið Verzlunarfjelag Árneshrepps ehf. Á fréttasíðu Árneshreppsbúa, Litla-Hjalla, segir að íbúar hafi frá því versluninni var lokað í haust þurft að panta vörur og fá þær sendar með flugi.Við upphaf stofnfundarins. Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti og Skúli Gautason, verkefnisstjóri Áfram Árneshreppur, byggðaþróunarverkefnis Byggðastofnunar.Litli Hjalli/Jón G. Guðjónsson.Góð mæting hafi verið á stofnfundinn og bjartsýni ríkt. Um fjórar milljónir króna hafi safnast í hlutafé frá tæplega sjötíu hluthöfum en sett var 100.000 króna hámark á hlutafjárkaup til að tryggja dreifða eignaraðild. Stefnt sé að því að opna verslunina strax á vormánuðum með takmarkaðan opnunartíma og síðan með fullum opnunartíma í sumarbyrjun. Stofnfundur nýja félagsins var haldinn í verslunarhúsnæðinu í Norðurfirði.Litli Hjalli/Jón G. Guðjónsson.„Þetta er náttúrlega með eindæmum þrjóskt og þrautseigt fólk og hefur sýnt það í gegnum tíðina. Það fer allt í eyði á Hornströndum og allt í eyði upp að Árneshreppi. En þarna er eitthvað sem hefur haldið og heldur enn. Það er fólk þarna sem býr þarna og nýtur lífsins og á mjög gott líf. Það er rosalega gott að búa í Árneshreppi,“ sagði Elín Agla. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Árneshreppur Hornstrandir Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. 28. september 2018 22:00 Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. 29. maí 2018 20:30 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30
Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. 28. september 2018 22:00
Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. 29. maí 2018 20:30