Forstöðumaður Zuism stígur til hliðar Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 4. febrúar 2019 11:47 Ágúst Arnar Ágústsson, fyrrverandi forstöðumaður og stjórnarformaður Zuism. Ágúst Arnar Ágústsson, sem verið hefur forstöðumaður trúfélagsins Zúism síðastliðin fjögur ár, hefur ákveðið að stíga til hliðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. Margar spurningar hafa vaknað um Zuism frá stofnun félagsins en það hefur fengið tugi milljóna í formi sóknargjalda frá ríkissjóði. Þrátt fyrir það virðist félagið þó hvergi til húsa og heldur úti takmarkaðri starfsemi. Í tilkynningu segir að Zuism muni auglýsa eftir nýjum forstöðumanni á næstunni. Það verði fyrsta verk nýrrar stjórnar Zúista sem kosin var á aðalfundi félagsins í september síðastliðnum. Nýja stjórnin verði jafnframt kynnt ásamt nýjum forstöðumanni þegar búið er að ráða í stöðuna. Fram að þessu hafa bróðir Ágústs Arnars og mágkona hans skipað stjórn Zuism. Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, hefur ekki borst nein tilkynning um breytingar á stjórn Zuism. Félögum ber að tilkynna um slikar breytingar svo fljótt sem auðið er. Sjá einnig: Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði „Ég hef ákveðið að hætta sem forstöðumaður og um leið stjórnarformaður Zuism. Þessi ákvörðun hefur legið lengi í loftinu eftir að hafa gegnt starfinu í fjögur ár. Þessi ár hafa verið mjög krefjandi, meðal annars að stýra fyrstu endurgreiðslu sóknargjalda á Íslandi og koma upp athöfnum á vegum félagsins,“ er haft eftir Ágústi í tilkynningu. „Mínar bestu minningar frá þessum tíma er einmitt þær giftingar sem ég hef framkvæmt. Ég vil þakka öllum sem hafa staðið á bakvið félagið og er ég sannfærður að bæði ný stjórn og forstöðumaður muni gæta hagsmuna félagsmeðlima og stefnu félagsins.“ Aldrei gefið kost á viðtali eða viljað svara spurningum Margar spurningar hafa vaknað um trúfélagið Zuism frá stofnun þess, og þá hvort raunveruleg starfsemi búi að baki því. Í umfjöllun Vísis í vetur kom fram að starfsemi félagsins virðist takmörkuð í besta falli og að það sé húsnæðislaust. Þrátt fyrir það hefur Zúism fengið tugi milljóna króna í formi sóknargjalda úr ríkissjóði. Forsvarsmenn félagsins, þ. á m. Ágúst Arnar, hafa jafnframt aldrei gefið kost á viðtali eða viljað svara spurningum um starfsemi þess eða fjármál. Embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra hefur ekki viljað segja til um hvort það hafi málefni Zuism til athugunar, aðeins að embættið sé meðvitað um þau atriði sem Vísir hefur fjallað um. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Zúistar endurgreiða en gefa ekki upp hve mikið Þeir sem hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá félaginu hafa sumir hverjir greint frá því á Facebook að þeir hafi fengið 19.976 krónur endurgreiddar. 16. nóvember 2017 09:59 Zúistar vilja fleiri en upplýsa ekki fjárhag Forstöðumaður zúista neitar að svara spurningum um fjármál trúfélagsins. Auglýsir þessa dagana eftir nýjum liðsmönnum til að ganga til liðs við félagið fyrir 1. desember svo sóknargjöld þeirra frá ríkinu skili sér til zúista. 25. nóvember 2017 07:00 Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30 Zúistum fækkaði hlutfallslega mest Rúmlega þrjú hundruð manns gengu úr trúfélaginu Zuism á árinu. Mest fjölgaði hlutfallslega í Stofnun múslima á Íslandi. 6. desember 2018 16:49 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Ágúst Arnar Ágústsson, sem verið hefur forstöðumaður trúfélagsins Zúism síðastliðin fjögur ár, hefur ákveðið að stíga til hliðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. Margar spurningar hafa vaknað um Zuism frá stofnun félagsins en það hefur fengið tugi milljóna í formi sóknargjalda frá ríkissjóði. Þrátt fyrir það virðist félagið þó hvergi til húsa og heldur úti takmarkaðri starfsemi. Í tilkynningu segir að Zuism muni auglýsa eftir nýjum forstöðumanni á næstunni. Það verði fyrsta verk nýrrar stjórnar Zúista sem kosin var á aðalfundi félagsins í september síðastliðnum. Nýja stjórnin verði jafnframt kynnt ásamt nýjum forstöðumanni þegar búið er að ráða í stöðuna. Fram að þessu hafa bróðir Ágústs Arnars og mágkona hans skipað stjórn Zuism. Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, hefur ekki borst nein tilkynning um breytingar á stjórn Zuism. Félögum ber að tilkynna um slikar breytingar svo fljótt sem auðið er. Sjá einnig: Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði „Ég hef ákveðið að hætta sem forstöðumaður og um leið stjórnarformaður Zuism. Þessi ákvörðun hefur legið lengi í loftinu eftir að hafa gegnt starfinu í fjögur ár. Þessi ár hafa verið mjög krefjandi, meðal annars að stýra fyrstu endurgreiðslu sóknargjalda á Íslandi og koma upp athöfnum á vegum félagsins,“ er haft eftir Ágústi í tilkynningu. „Mínar bestu minningar frá þessum tíma er einmitt þær giftingar sem ég hef framkvæmt. Ég vil þakka öllum sem hafa staðið á bakvið félagið og er ég sannfærður að bæði ný stjórn og forstöðumaður muni gæta hagsmuna félagsmeðlima og stefnu félagsins.“ Aldrei gefið kost á viðtali eða viljað svara spurningum Margar spurningar hafa vaknað um trúfélagið Zuism frá stofnun þess, og þá hvort raunveruleg starfsemi búi að baki því. Í umfjöllun Vísis í vetur kom fram að starfsemi félagsins virðist takmörkuð í besta falli og að það sé húsnæðislaust. Þrátt fyrir það hefur Zúism fengið tugi milljóna króna í formi sóknargjalda úr ríkissjóði. Forsvarsmenn félagsins, þ. á m. Ágúst Arnar, hafa jafnframt aldrei gefið kost á viðtali eða viljað svara spurningum um starfsemi þess eða fjármál. Embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra hefur ekki viljað segja til um hvort það hafi málefni Zuism til athugunar, aðeins að embættið sé meðvitað um þau atriði sem Vísir hefur fjallað um.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Zúistar endurgreiða en gefa ekki upp hve mikið Þeir sem hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá félaginu hafa sumir hverjir greint frá því á Facebook að þeir hafi fengið 19.976 krónur endurgreiddar. 16. nóvember 2017 09:59 Zúistar vilja fleiri en upplýsa ekki fjárhag Forstöðumaður zúista neitar að svara spurningum um fjármál trúfélagsins. Auglýsir þessa dagana eftir nýjum liðsmönnum til að ganga til liðs við félagið fyrir 1. desember svo sóknargjöld þeirra frá ríkinu skili sér til zúista. 25. nóvember 2017 07:00 Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30 Zúistum fækkaði hlutfallslega mest Rúmlega þrjú hundruð manns gengu úr trúfélaginu Zuism á árinu. Mest fjölgaði hlutfallslega í Stofnun múslima á Íslandi. 6. desember 2018 16:49 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Zúistar endurgreiða en gefa ekki upp hve mikið Þeir sem hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá félaginu hafa sumir hverjir greint frá því á Facebook að þeir hafi fengið 19.976 krónur endurgreiddar. 16. nóvember 2017 09:59
Zúistar vilja fleiri en upplýsa ekki fjárhag Forstöðumaður zúista neitar að svara spurningum um fjármál trúfélagsins. Auglýsir þessa dagana eftir nýjum liðsmönnum til að ganga til liðs við félagið fyrir 1. desember svo sóknargjöld þeirra frá ríkinu skili sér til zúista. 25. nóvember 2017 07:00
Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30
Zúistum fækkaði hlutfallslega mest Rúmlega þrjú hundruð manns gengu úr trúfélaginu Zuism á árinu. Mest fjölgaði hlutfallslega í Stofnun múslima á Íslandi. 6. desember 2018 16:49
Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15