Verkalýðsleiðtogi ósáttur við þátttöku Íslands í Júróvisjón Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2019 14:29 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Baldur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lýsir megnri óánægju sinni með að Ríkisútvarpið ætli að senda keppendur til þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Vísar hún til ofbeldisverka gestgjafanna Ísraela. Fyrrverandi þingmaður telur þátttöku Íslands stuðla að frekari kúgun Palestínumanna. Sigur Ísraela í söngvakeppninni í fyrra þýðir að söngvakeppnin í ár fer fram í Tel Aviv um miðjan maí. Enn á eftir að velja atriði Íslands en undankeppnin hefst á RÚV um næstu helgi. Úrslitin liggja fyrir 2. mars. Nokkur umræða hefur skapast um hvort að Ísland ætti að mótmæla framferði Ísraela gagnvart Palestínumönnum í tengslum við keppnina í ár. Sólveig Anna ljær rödd sína þeim boðskap í harðorðri Facebook-færslu í dag. „Ætlar RÚV í alvöru að taka þátt í Eurovision? Ætlar RÚV í alvöru að senda skemmtiatriði til Tel Aviv? Erum við í alvöru þannig fólk að þjáningar, kúgun, pyntingar og morð skipta okkur engu máli ef okkur er boðið í partí hjá gerendunum?“ skrifar Sólveig Anna án þess að vísa berum orðum til málefna Palestínu. Færslunni fylgir þó mynd sem líkist fána Palestínumanna. „Á í alvöru að bjóða okkur sem [höfum] snefil af siðferðiskennd uppá þetta hneyksli? Í boði sjónvarps „allra [landsmanna]“?“ Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, gerir að því skóna í athugasemd við færslu Sólveigar Önnu að þátttaka Íslands í keppninni geti liðkað fyrir ofbeldisverkum gegn Palestínumönnum. „Árið 2014 drap Ísraelsher 132 börn og unglinga á Gazaströndinni og væntanlega mun stuðningur RÚV og íslenskra tónlistarmanna við ísraelsk stjórnvöld gera þeim kle[i]t að drepa en[n] fleiri á þessu ári. Skömm RÚV og þeirra tón[l]istarmanna sem taka þátt í þessu ógeði er mikil,“ skrifar Þór. Eurovision Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lýsir megnri óánægju sinni með að Ríkisútvarpið ætli að senda keppendur til þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Vísar hún til ofbeldisverka gestgjafanna Ísraela. Fyrrverandi þingmaður telur þátttöku Íslands stuðla að frekari kúgun Palestínumanna. Sigur Ísraela í söngvakeppninni í fyrra þýðir að söngvakeppnin í ár fer fram í Tel Aviv um miðjan maí. Enn á eftir að velja atriði Íslands en undankeppnin hefst á RÚV um næstu helgi. Úrslitin liggja fyrir 2. mars. Nokkur umræða hefur skapast um hvort að Ísland ætti að mótmæla framferði Ísraela gagnvart Palestínumönnum í tengslum við keppnina í ár. Sólveig Anna ljær rödd sína þeim boðskap í harðorðri Facebook-færslu í dag. „Ætlar RÚV í alvöru að taka þátt í Eurovision? Ætlar RÚV í alvöru að senda skemmtiatriði til Tel Aviv? Erum við í alvöru þannig fólk að þjáningar, kúgun, pyntingar og morð skipta okkur engu máli ef okkur er boðið í partí hjá gerendunum?“ skrifar Sólveig Anna án þess að vísa berum orðum til málefna Palestínu. Færslunni fylgir þó mynd sem líkist fána Palestínumanna. „Á í alvöru að bjóða okkur sem [höfum] snefil af siðferðiskennd uppá þetta hneyksli? Í boði sjónvarps „allra [landsmanna]“?“ Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, gerir að því skóna í athugasemd við færslu Sólveigar Önnu að þátttaka Íslands í keppninni geti liðkað fyrir ofbeldisverkum gegn Palestínumönnum. „Árið 2014 drap Ísraelsher 132 börn og unglinga á Gazaströndinni og væntanlega mun stuðningur RÚV og íslenskra tónlistarmanna við ísraelsk stjórnvöld gera þeim kle[i]t að drepa en[n] fleiri á þessu ári. Skömm RÚV og þeirra tón[l]istarmanna sem taka þátt í þessu ógeði er mikil,“ skrifar Þór.
Eurovision Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira