Bylgjan, FM957 og X977 stóðu í sameiningu að Hlustendaverðlaununum en íslenskum útvarpshlustendum og tónlistarunnendum gafst tækifæri að velja og verðlauna íslenskt tónlistarfólk, hljómsveitir og einstaklinga sem sköruðu fram úr í tónlist á síðastliðnu ári.
Friðrik Dór var valinn söngvari ársins en Bríet var valin söngkona ársins. Aðra sigurvegara kvöldsins má sjá hér að neðan auk ýmissa atriða frá verðlaunahátíðinni.
Besta lagið: Í Átt Að Tunglinu - JóiPé X Króli
Flytjandi ársins: Herra Hnetusmjör
Söngvari ársins: Friðrik Dór
Söngkona ársins: BRÍET
Nýliði ársins: Huginn
Plata ársins: Hetjan Úr Hverfinu - Herra Hnetusmjör
Myndband ársins: Aron Can
Lag: Aldrei HeimLeikstjórn: Hlynur Snær Andrason