Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 19. febrúar 2019 17:16 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. Vísir/Egill Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti í dag um nýtt neðsta skattþrep. Þetta nýja skattþrep á að lækka skattbyrði lágtekjufólks um rúm tvö prósentustig. Til að fjármagna þessar aðgerðir hyggst ríkisstjórnin fórna samsköttun í kerfinu. Hið nýja skattþrep er 32,94 prósent eða fjórum prósentustigum lægra en lægra þrepið í tveggja þrepa skattkerfi. Þetta lægsta skattþrep er upp í tekjur 325 þúsund krónur. Fram kom í máli Bjarna að þessi breyting ætti eftir að auka ráðstöfunartekjur þess sem er með 325 þúsund krónur í mánaðarlaun um rúmar 80 þúsund krónur á ári. Bjarni tilkynnti um þessar fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum á sérstökum blaðamannafundi í fjármála - og efnahagsráðuneytinu í dag en kynningu hans má sjá í spilaranum hér neðar í fréttinni.Dæmi um það hvaða áhrif breytingarnar hafa á tiltekna hópa samkvæmt útreikningum stjórnvalda.Ráðherra tók dæmi um það hvaða áhrif breytingarnar myndu hafa á barnafólk, til dæmis einstætt foreldri með tvö börn þar sem annað barnið er yngra en sjö ára. Inn í dæmið koma einnig breytingar á barnabótakerfinu. Sé foreldrið með 300 þúsund krónur á mánuði hækka barnabætur um 114.400 krónur á þessu ári. Skattar lækka um 81.100 krónur og nema áhrifin alls því 195.500 krónum. Fyrir foreldra í sambúð sem eiga tvö börn, og annað yngra en sjö ára, með samanlagðar mánaðartekjur upp á eina milljón króna þýða breytingarnar áhrif um alls 269.100 krónur. Þar nemur hækkun barnabóta 106.900 krónum og lækkun skatta 162.200 krónum. Í dag áttu fjármálaráðherra, forsætisráðherra og félagsmálaráðherra fund með fulltrúum vinnumarkaðarins þar sem þessar breytingar voru ræddar. Forystumenn stéttarfélaganna VR, Eflingar, VLFA og VLFG lýstu að loknum fundi yfir reiði og vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar. Samtök atvinnulífsins telja aftur á móti að tillögur stjórnvalda séu raunsæjar og ábyrgar.Klippa: Endurskoðun skattkerfis - BlaðamannafundurFréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti í dag um nýtt neðsta skattþrep. Þetta nýja skattþrep á að lækka skattbyrði lágtekjufólks um rúm tvö prósentustig. Til að fjármagna þessar aðgerðir hyggst ríkisstjórnin fórna samsköttun í kerfinu. Hið nýja skattþrep er 32,94 prósent eða fjórum prósentustigum lægra en lægra þrepið í tveggja þrepa skattkerfi. Þetta lægsta skattþrep er upp í tekjur 325 þúsund krónur. Fram kom í máli Bjarna að þessi breyting ætti eftir að auka ráðstöfunartekjur þess sem er með 325 þúsund krónur í mánaðarlaun um rúmar 80 þúsund krónur á ári. Bjarni tilkynnti um þessar fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum á sérstökum blaðamannafundi í fjármála - og efnahagsráðuneytinu í dag en kynningu hans má sjá í spilaranum hér neðar í fréttinni.Dæmi um það hvaða áhrif breytingarnar hafa á tiltekna hópa samkvæmt útreikningum stjórnvalda.Ráðherra tók dæmi um það hvaða áhrif breytingarnar myndu hafa á barnafólk, til dæmis einstætt foreldri með tvö börn þar sem annað barnið er yngra en sjö ára. Inn í dæmið koma einnig breytingar á barnabótakerfinu. Sé foreldrið með 300 þúsund krónur á mánuði hækka barnabætur um 114.400 krónur á þessu ári. Skattar lækka um 81.100 krónur og nema áhrifin alls því 195.500 krónum. Fyrir foreldra í sambúð sem eiga tvö börn, og annað yngra en sjö ára, með samanlagðar mánaðartekjur upp á eina milljón króna þýða breytingarnar áhrif um alls 269.100 krónur. Þar nemur hækkun barnabóta 106.900 krónum og lækkun skatta 162.200 krónum. Í dag áttu fjármálaráðherra, forsætisráðherra og félagsmálaráðherra fund með fulltrúum vinnumarkaðarins þar sem þessar breytingar voru ræddar. Forystumenn stéttarfélaganna VR, Eflingar, VLFA og VLFG lýstu að loknum fundi yfir reiði og vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar. Samtök atvinnulífsins telja aftur á móti að tillögur stjórnvalda séu raunsæjar og ábyrgar.Klippa: Endurskoðun skattkerfis - BlaðamannafundurFréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira