Umsvif RÚV stóra vandamálið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. febrúar 2019 08:00 Stjórnarformenn Torgs og Árvakurs vilja leyfa áfengisauglýsingar í fjölmiðum á Íslandi. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Vöxtur RÚV, áfengisauglýsingar og afnám virðisaukaskatts af áskriftum eru á meðal þess sem stjórnarformenn Torgs, útgefanda Fréttablaðsins, og Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, nefna þegar inntir eftir afstöðu til fjölmiðlafrumvarps Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Frumvarpinu er ætlað að styrkja einkarekna miðla um 300 til 400 milljónir króna á ári með því að endurgreiða hátt í 25 prósent ritstjórnarkostnaðar. Þó þannig að hver miðill fái að hámarki 50 milljónir á ári. „Við leggjum til að það sé ekki verið að leggja frekari álögur á ríkissjóð heldur einfaldlega finna þeim peningum sem þegar eru teknir af fólki í landinu fyrir fjölmiðlarekstur annan farveg, til einkamiðlanna,“ segir Einar Þór Sverrisson, stjórnarformaður Torgs. Félagið leggur til að einum milljarði, af þeim 4,7 milljörðum sem áætlaðir eru á fjárlögum til RÚV, verði endurúthlutað til einkamiðlanna og gerð sparnaðarkrafa á RÚV á móti. Hann segir tillögu Torgs raunhæfa og félagslega ábyrga. Með henni væri fjármagni veitt í einkarekna miðla en á sama tíma „stigið á bremsuna varðandi stjórnlausan vöxt RÚV án þess að leggja til að RÚV verði lagt niður“. Þá segist Einar frekar á því að efla eigi kjarnastarfsemi RÚV. Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs, nefnir Ríkisútvarpið einnig. „Við viljum takmarka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði við tiltekna fjárhæð. Þeir eru mjög fyrirferðarmiklir og gera einkareknum fjölmiðlum erfitt fyrir. Það mætti til dæmis loka Rás 2, hætta að skrifa á vefinn og mætti leyfa Ríkisútvarpinu að afla milljarðs í auglýsingar en ekki á þriðja milljarð.“ Einar vill að stjórnvöld íhugi tillögur Torgs alvarlega. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að staðan á þessum fjölmiðlamarkaði er sú að það er ekki sjálfsagt að hér sé haldið úti einkareknum miðlum.“ Þá gagnrýnir hann að sérstaklega sé kveðið á um að fjölmiðlar í höfuðborginni þurfi að hafa þrjá starfsmenn til þess að fá stuðning frá ríkinu þegar sett er fram krafa um fjölbreytt efnistök og sjálfstæða heimildaöflun. Þröskuldurinn sé of lágur. Árvakur er ekki hrifinn af þaki á endurgreiðslum, að sögn Sigurbjörns. Hann segist frekar vilja að endurgreiðslan væri bundin við prósentu. „Við viljum að það sé farin leið sem er farin á Norðurlöndum, í gegnum skattkerfið. Við nefnum sex atriði í lokin á umsögn okkar. Það er afnám eða endurgreiðsla virðisaukaskatts á áskriftum prentmiðla, tryggingargjald hjá starfsfólki fjölmiðla afnumið, umsvif Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði takmörkuð, áfengisauglýsingar leyfðar, rekstrarkostnaður endurgreiddur og skilyrði fyrir endurgreiðslu verði sem víðtækust,“ segir Sigurbjörn. Hann tekur fram að áfengisauglýsingar tíðkist til að mynda í Svíþjóð. Þar hafi það verið gert, þó með ákveðnum takmörkunum. „Auðvitað myndi þetta verða drjúgur póstur fyrir fjölmiðla af því þetta gera flestir erlendir fjölmiðlar sem við erum í óbeinni samkeppni við.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Eldur logar í Hafnarfirði Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Sjá meira
Vöxtur RÚV, áfengisauglýsingar og afnám virðisaukaskatts af áskriftum eru á meðal þess sem stjórnarformenn Torgs, útgefanda Fréttablaðsins, og Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, nefna þegar inntir eftir afstöðu til fjölmiðlafrumvarps Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Frumvarpinu er ætlað að styrkja einkarekna miðla um 300 til 400 milljónir króna á ári með því að endurgreiða hátt í 25 prósent ritstjórnarkostnaðar. Þó þannig að hver miðill fái að hámarki 50 milljónir á ári. „Við leggjum til að það sé ekki verið að leggja frekari álögur á ríkissjóð heldur einfaldlega finna þeim peningum sem þegar eru teknir af fólki í landinu fyrir fjölmiðlarekstur annan farveg, til einkamiðlanna,“ segir Einar Þór Sverrisson, stjórnarformaður Torgs. Félagið leggur til að einum milljarði, af þeim 4,7 milljörðum sem áætlaðir eru á fjárlögum til RÚV, verði endurúthlutað til einkamiðlanna og gerð sparnaðarkrafa á RÚV á móti. Hann segir tillögu Torgs raunhæfa og félagslega ábyrga. Með henni væri fjármagni veitt í einkarekna miðla en á sama tíma „stigið á bremsuna varðandi stjórnlausan vöxt RÚV án þess að leggja til að RÚV verði lagt niður“. Þá segist Einar frekar á því að efla eigi kjarnastarfsemi RÚV. Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs, nefnir Ríkisútvarpið einnig. „Við viljum takmarka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði við tiltekna fjárhæð. Þeir eru mjög fyrirferðarmiklir og gera einkareknum fjölmiðlum erfitt fyrir. Það mætti til dæmis loka Rás 2, hætta að skrifa á vefinn og mætti leyfa Ríkisútvarpinu að afla milljarðs í auglýsingar en ekki á þriðja milljarð.“ Einar vill að stjórnvöld íhugi tillögur Torgs alvarlega. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að staðan á þessum fjölmiðlamarkaði er sú að það er ekki sjálfsagt að hér sé haldið úti einkareknum miðlum.“ Þá gagnrýnir hann að sérstaklega sé kveðið á um að fjölmiðlar í höfuðborginni þurfi að hafa þrjá starfsmenn til þess að fá stuðning frá ríkinu þegar sett er fram krafa um fjölbreytt efnistök og sjálfstæða heimildaöflun. Þröskuldurinn sé of lágur. Árvakur er ekki hrifinn af þaki á endurgreiðslum, að sögn Sigurbjörns. Hann segist frekar vilja að endurgreiðslan væri bundin við prósentu. „Við viljum að það sé farin leið sem er farin á Norðurlöndum, í gegnum skattkerfið. Við nefnum sex atriði í lokin á umsögn okkar. Það er afnám eða endurgreiðsla virðisaukaskatts á áskriftum prentmiðla, tryggingargjald hjá starfsfólki fjölmiðla afnumið, umsvif Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði takmörkuð, áfengisauglýsingar leyfðar, rekstrarkostnaður endurgreiddur og skilyrði fyrir endurgreiðslu verði sem víðtækust,“ segir Sigurbjörn. Hann tekur fram að áfengisauglýsingar tíðkist til að mynda í Svíþjóð. Þar hafi það verið gert, þó með ákveðnum takmörkunum. „Auðvitað myndi þetta verða drjúgur póstur fyrir fjölmiðla af því þetta gera flestir erlendir fjölmiðlar sem við erum í óbeinni samkeppni við.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Eldur logar í Hafnarfirði Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Sjá meira