Lagið er flutt af aðalleikurum myndarinnar, þeim Bradley Cooper og Lady Gaga, og hefur átt öruggt sæti á topplistum útvarpsstöðva og tónlistarveitna síðustu mánuði.
Í hópi aðdáenda lagsins er söngkonan Kelly Clarkson sem er þekkt fyrir sterka söngrödd sína. Hún tók lagið á tónleikum í Green Bay í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum en söngkonan er á tónleikaferðalagi um þessar mundir.
Myndbandið var birt á Youtube í gær og hefur verið horft á það hátt í sjö hundruð þúsund sinnum þegar þetta er skrifað.
Hér að neðan má heyra fallega ábreiðu Clarkson af laginu vinsæla.