Tvenn verðlaun iF Design Award til Hyundai Finnur Thorlacius skrifar 14. febrúar 2019 19:00 Hyundai Palisade jeppinn að neðan og Le Fil Rouge tilraunabíllinn að ofan, en báðir voru þeir verðlaunaðir fyrir hönnun. Á verðlaunahátíð iF Design Award 2019 hlaut Hyundai Motor nýlega tvenn hönnunarverðlaun, annars vegar fyrir nýja sjö sæta jepplinginn Palisade, sem ætlaður er mörkuðum Norður-Ameríku, og hins vegar fyrir hugmynd sína um sportbílinn Le Fil Rouge.Voldugur Palisade Palisade er byggður á nýjum undirvagni og fyrir allt að átta farþega. Hann er búinn öllum fremsta þæginda- og öryggisbúnaði Hyundai, m.a. hinu háþróaða HTRAC fjórhjóladrifi, 3,8 lítra sex strokka og tæplega 300 hestafla bensínvél við átta gíra sjálfskiptingu. Palisade var frumsýndur í fyrra á bílasýningunni í Los Angeles. Le Fil Rouge Hyundai Le Fil Rouge var frumsýndur á bílasýningunni í Genf í fyrra og endurspeglar framúrskarandi sportlega hönnun sem vísar til hugmyndar Hyundai frá 1974 þegar fyrirtækið kynnti Hyundai Coupé Concept sem Ítalinn Giorgetto Giugiaro hannaði. Hönnun Le Fil Rouge ber ákveðið yfirbragð hugmyndar Giugiaro í útliti enda þótt öll helstu og veigamestu atriðin hafi verið uppfærð í samræmi við nútímakröfur. Heiður fyrir Hyundai Verðlaunin að þessu sinni marka fimmta árið í röð sem Hyundai Motor vinnur til fyrstu verðlauna í flokki bílgreina hjá iF Design. Verðlaunin eru mikill heiður fyrir hönnuði Hyundai og fyrir fyrirtækið sjálft sem hefur það m.a. að markmiði að gefa neytendum færi á bílum í háum gæðaflokki á mjög viðráðanlegu verði. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent
Á verðlaunahátíð iF Design Award 2019 hlaut Hyundai Motor nýlega tvenn hönnunarverðlaun, annars vegar fyrir nýja sjö sæta jepplinginn Palisade, sem ætlaður er mörkuðum Norður-Ameríku, og hins vegar fyrir hugmynd sína um sportbílinn Le Fil Rouge.Voldugur Palisade Palisade er byggður á nýjum undirvagni og fyrir allt að átta farþega. Hann er búinn öllum fremsta þæginda- og öryggisbúnaði Hyundai, m.a. hinu háþróaða HTRAC fjórhjóladrifi, 3,8 lítra sex strokka og tæplega 300 hestafla bensínvél við átta gíra sjálfskiptingu. Palisade var frumsýndur í fyrra á bílasýningunni í Los Angeles. Le Fil Rouge Hyundai Le Fil Rouge var frumsýndur á bílasýningunni í Genf í fyrra og endurspeglar framúrskarandi sportlega hönnun sem vísar til hugmyndar Hyundai frá 1974 þegar fyrirtækið kynnti Hyundai Coupé Concept sem Ítalinn Giorgetto Giugiaro hannaði. Hönnun Le Fil Rouge ber ákveðið yfirbragð hugmyndar Giugiaro í útliti enda þótt öll helstu og veigamestu atriðin hafi verið uppfærð í samræmi við nútímakröfur. Heiður fyrir Hyundai Verðlaunin að þessu sinni marka fimmta árið í röð sem Hyundai Motor vinnur til fyrstu verðlauna í flokki bílgreina hjá iF Design. Verðlaunin eru mikill heiður fyrir hönnuði Hyundai og fyrir fyrirtækið sjálft sem hefur það m.a. að markmiði að gefa neytendum færi á bílum í háum gæðaflokki á mjög viðráðanlegu verði.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent