Manni fer nú ekkert fram Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. febrúar 2019 14:00 "Þegar maður er kominn á eftirlaun er erfitt að segja hvað eru frístundir og hvað ekki,“ segir Vésteinn. Fréttablaðið/Ernir Vésteinn Ólason, prófessor og fyrrverandi forstöðumaður Árnastofnunar, er áttræður í dag. Hann heldur góðri heilsu og lætur enn muna um sig í fræða- og útgáfustörfum. „Það er ótrúlegt að þú sért áttræður,“ segi ég ósjálfrátt er ég hitti Véstein Ólason prófessor á heimili sínu og Unnar Alexöndru Jónsdóttur kennara við Klapparstíginn. „Já, þetta er samningur,“ segir hann kíminn. Hann er nýkominn inn frá því að viðra hundinn og Unnur tekur seppa í fangið svo hann verði ekki með gestalæti en við Vésteinn tyllum okkur í stofunni. Vésteinn var forstöðumaður Árnastofnunar síðustu tíu ár starfsævinnar en þó svo henni hafi átt að ljúka fyrir tíu árum kveðst hann ekki sverja af sér að vera enn að stússast í fræðunum. „Ég vinn samt ekki fullan vinnudag, manni fer nú ekkert fram með aldrinum. En það sem ég er aðallega að fást við núna er að ljúka verkefni sem ég byrjaði á þegar ég var á Árnastofnun. Það er Konungsbók Eddukvæða. Við erum að gera rafræna útgáfu af henni sem er þannig að þar er hægt að gera alls konar rannsóknir, umfram þær sem gerðar verða með venjulegri bók. Henni fylgir svo bók með nákvæmum texta og þremur ritgerðum, þannig að það verður búið að lýsa henni betur og nákvæmar en nokkurri annarri bók á Íslandi. Þetta verkefni er alveg á lokasprettinum. Ég er að lesa prófarkir og vona að við komum bókinni út í vor. Svo er annað sem ég er að grípa í. Fyrir 20 árum kom út bók sem heitir Samræður við söguöld, hún kom út á ensku um leið en er uppseld. Nú er verið að gefa hana út í rafbók hjá Forlaginu því stúdentar hingað og þangað nota þær og geta nálgast á netinu.“ Notar þú rafbækur sjálfur? „Já, svolítið, ég er ekkert mjög spenntur fyrir því en unga fólkið bæði sparar sér fé með því og nær strax í bókina.“ Nú berst talið að tómstundum þeirra hjóna. „Þegar maður er kominn á eftirlaun er erfitt að segja hvað eru frístundir og hvað ekki,“ segir Vésteinn brosandi. „En við göngum með hundinn, ferðumst stundum og eigum bústað austur í Grímsnesi sem við förum í, sérstaklega á sumrin, en líka að vetrinum um helgar. Svo förum við á tónleika. Erum svo vel staðsett að við erum fimm mínútur að labba í Hörpu og Þjóðleikhúsið. Svo fer hluti af tómstundunum í að hitta afkomendurna. Við eigum tvö börn, þrjú barnabörn og eitt barna-barnabarn.“ Vésteinn segir eitt og hálft ár síðan þau hjón fluttu á Klapparstíginn eftir að hafa búið í sama húsinu vestur í bæ í 45 ár. „Þetta er ágætt, aðeins minna pláss og útsýnið gott yfir flóann.“ Ætlarðu að halda upp á daginn? forvitnast ég. „Við erum að gera það í smáskömmtum. Héldum svolítið stórt upp á sjötugsafmælið en nú erum við að fá fjölskylduna hingað heim í smá hópum. Það verður lítið um að vera á afmælinu sjálfu, en einhverjir koma. Við erum alltaf með heitt á könnunni, líka fyrir okkur sjálf, ég er óttalegur kaffisvelgur og vil hafa það sterkt!“ Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Fleiri fréttir Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Sjá meira
Vésteinn Ólason, prófessor og fyrrverandi forstöðumaður Árnastofnunar, er áttræður í dag. Hann heldur góðri heilsu og lætur enn muna um sig í fræða- og útgáfustörfum. „Það er ótrúlegt að þú sért áttræður,“ segi ég ósjálfrátt er ég hitti Véstein Ólason prófessor á heimili sínu og Unnar Alexöndru Jónsdóttur kennara við Klapparstíginn. „Já, þetta er samningur,“ segir hann kíminn. Hann er nýkominn inn frá því að viðra hundinn og Unnur tekur seppa í fangið svo hann verði ekki með gestalæti en við Vésteinn tyllum okkur í stofunni. Vésteinn var forstöðumaður Árnastofnunar síðustu tíu ár starfsævinnar en þó svo henni hafi átt að ljúka fyrir tíu árum kveðst hann ekki sverja af sér að vera enn að stússast í fræðunum. „Ég vinn samt ekki fullan vinnudag, manni fer nú ekkert fram með aldrinum. En það sem ég er aðallega að fást við núna er að ljúka verkefni sem ég byrjaði á þegar ég var á Árnastofnun. Það er Konungsbók Eddukvæða. Við erum að gera rafræna útgáfu af henni sem er þannig að þar er hægt að gera alls konar rannsóknir, umfram þær sem gerðar verða með venjulegri bók. Henni fylgir svo bók með nákvæmum texta og þremur ritgerðum, þannig að það verður búið að lýsa henni betur og nákvæmar en nokkurri annarri bók á Íslandi. Þetta verkefni er alveg á lokasprettinum. Ég er að lesa prófarkir og vona að við komum bókinni út í vor. Svo er annað sem ég er að grípa í. Fyrir 20 árum kom út bók sem heitir Samræður við söguöld, hún kom út á ensku um leið en er uppseld. Nú er verið að gefa hana út í rafbók hjá Forlaginu því stúdentar hingað og þangað nota þær og geta nálgast á netinu.“ Notar þú rafbækur sjálfur? „Já, svolítið, ég er ekkert mjög spenntur fyrir því en unga fólkið bæði sparar sér fé með því og nær strax í bókina.“ Nú berst talið að tómstundum þeirra hjóna. „Þegar maður er kominn á eftirlaun er erfitt að segja hvað eru frístundir og hvað ekki,“ segir Vésteinn brosandi. „En við göngum með hundinn, ferðumst stundum og eigum bústað austur í Grímsnesi sem við förum í, sérstaklega á sumrin, en líka að vetrinum um helgar. Svo förum við á tónleika. Erum svo vel staðsett að við erum fimm mínútur að labba í Hörpu og Þjóðleikhúsið. Svo fer hluti af tómstundunum í að hitta afkomendurna. Við eigum tvö börn, þrjú barnabörn og eitt barna-barnabarn.“ Vésteinn segir eitt og hálft ár síðan þau hjón fluttu á Klapparstíginn eftir að hafa búið í sama húsinu vestur í bæ í 45 ár. „Þetta er ágætt, aðeins minna pláss og útsýnið gott yfir flóann.“ Ætlarðu að halda upp á daginn? forvitnast ég. „Við erum að gera það í smáskömmtum. Héldum svolítið stórt upp á sjötugsafmælið en nú erum við að fá fjölskylduna hingað heim í smá hópum. Það verður lítið um að vera á afmælinu sjálfu, en einhverjir koma. Við erum alltaf með heitt á könnunni, líka fyrir okkur sjálf, ég er óttalegur kaffisvelgur og vil hafa það sterkt!“
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Fleiri fréttir Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Sjá meira