Vilhjálmur spyr Magnús Geir um ábyrgð Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2019 11:31 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar og hann vill fá að vita hver Magnús Geir heldur að beri ábyrgð á ummælum sem féllu í þætti Helga og Sigmars. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi sendiherra sem nú stendur í hatrömum deilum við dóttur sína Aldísi Schram. Vilhjálmur segist, í samtali við Vísi hafa sent Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra bréf þar sem hann fer fram á að vita hver ber ábyrgð á þeim ummælum um Jón féllu í útvarpsþætti á Rás2 í umsjá þeirra Helga Seljan og Sigmars Guðmundssonar? Hver ber ábyrgða á ummælunum? Í þættum ræddu þeir Helgi og Sigmar við Aldísi Schram sem þar greindi meðal annars frá því að hún teldi föður sinn, sem þá var sendiherra í Washington, hafa misnotað vald sitt til að láta nauðungarvista sig vegna geðsjúkdóma. Þessu hafnar Jón Baldvin alfarið, segir það ekki á færi neins eins manns og hefur haldið á lofti vottorði frá lögreglu þar sem segir að hann hafi aldrei óskað þess við lögreglu að hún hefði afskipti af Aldísi. Aldís hefur nú kært Hörð Jóhannesson/g/2019190219565 lögreglumann fyrir að hafa veitt slíkt vottorð. Jón Baldvin hefur átt í ritdeilum við þá Helga og Sigmar.Vilhjálmur segir að hann hafi í gær sent Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra bréf þar sem hann spyr sérstaklega út í tiltekin ummæli. Vilhjálmur segist ekki hafa lesið Morgunblaðið í dag, en þar birtist heilsíðugrein eftir Jón Baldvin og eiginkonu hans, Bryndísi Schram, opið bréf til útvarpsstjóra, þar sem tilgreind eru 14 atriði sem fram komu í þættinum sem þau segja „falsfréttir“.Ásakanir ganga á víxlRitdeilur hafa staðið yfir, milli þeirra Jóns Baldvins og svo þeirra Helga og Sigmars, en þeir hafa meðal annars sagt að hver maður sé ábyrgur orða sinna; að Jón Baldvin vilji gera þá ábyrga fyrir orðum Aldísar. Vilhjálmur vísar til 3. málsgreinar 50. greinar fjölmiðlalaga og spyr: Hver ber ábyrgð á ummælunum? Magnús Geir hefur frest til 19. þessa mánaðar til að svara þeirri spurningu. Ekki er langt síðan Vilhjálmur stefndi RÚVvegna fréttar sem stofnunin birti um Guðmund Spartakus; en RUV féllst þá á í kjölfarið að greiða Guðmundi 2,5 milljónir í skaðabætur. Málið féll þá niður; fréttin stóð eftir sem áður og fréttastofan þurfti ekki að biðjast afsökunar á meintum rangfærslum þar. Fjölmiðlar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Páll segir sáttagreiðslu RÚV óverjanlega með öllu Ný stjórn lagði blessun sína yfir samþykkt fráfarandi stjórnar. 31. maí 2018 15:41 Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann Telur hann hafa brotið margvíslega ákvæði lögreglu- og hegningarlaga. 13. febrúar 2019 10:07 Útvarpsstjóri stendur við sáttagreiðslu í fréttamáli Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir RÚV fagna því að Sigmundur Ernir Rúnarsson hafi verið sýknaður í meiðyrðamáli sem Guðmundur Spartakus Ómarsson höfðaði gegn honum. 5. maí 2018 08:00 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi sendiherra sem nú stendur í hatrömum deilum við dóttur sína Aldísi Schram. Vilhjálmur segist, í samtali við Vísi hafa sent Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra bréf þar sem hann fer fram á að vita hver ber ábyrgð á þeim ummælum um Jón féllu í útvarpsþætti á Rás2 í umsjá þeirra Helga Seljan og Sigmars Guðmundssonar? Hver ber ábyrgða á ummælunum? Í þættum ræddu þeir Helgi og Sigmar við Aldísi Schram sem þar greindi meðal annars frá því að hún teldi föður sinn, sem þá var sendiherra í Washington, hafa misnotað vald sitt til að láta nauðungarvista sig vegna geðsjúkdóma. Þessu hafnar Jón Baldvin alfarið, segir það ekki á færi neins eins manns og hefur haldið á lofti vottorði frá lögreglu þar sem segir að hann hafi aldrei óskað þess við lögreglu að hún hefði afskipti af Aldísi. Aldís hefur nú kært Hörð Jóhannesson/g/2019190219565 lögreglumann fyrir að hafa veitt slíkt vottorð. Jón Baldvin hefur átt í ritdeilum við þá Helga og Sigmar.Vilhjálmur segir að hann hafi í gær sent Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra bréf þar sem hann spyr sérstaklega út í tiltekin ummæli. Vilhjálmur segist ekki hafa lesið Morgunblaðið í dag, en þar birtist heilsíðugrein eftir Jón Baldvin og eiginkonu hans, Bryndísi Schram, opið bréf til útvarpsstjóra, þar sem tilgreind eru 14 atriði sem fram komu í þættinum sem þau segja „falsfréttir“.Ásakanir ganga á víxlRitdeilur hafa staðið yfir, milli þeirra Jóns Baldvins og svo þeirra Helga og Sigmars, en þeir hafa meðal annars sagt að hver maður sé ábyrgur orða sinna; að Jón Baldvin vilji gera þá ábyrga fyrir orðum Aldísar. Vilhjálmur vísar til 3. málsgreinar 50. greinar fjölmiðlalaga og spyr: Hver ber ábyrgð á ummælunum? Magnús Geir hefur frest til 19. þessa mánaðar til að svara þeirri spurningu. Ekki er langt síðan Vilhjálmur stefndi RÚVvegna fréttar sem stofnunin birti um Guðmund Spartakus; en RUV féllst þá á í kjölfarið að greiða Guðmundi 2,5 milljónir í skaðabætur. Málið féll þá niður; fréttin stóð eftir sem áður og fréttastofan þurfti ekki að biðjast afsökunar á meintum rangfærslum þar.
Fjölmiðlar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Páll segir sáttagreiðslu RÚV óverjanlega með öllu Ný stjórn lagði blessun sína yfir samþykkt fráfarandi stjórnar. 31. maí 2018 15:41 Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann Telur hann hafa brotið margvíslega ákvæði lögreglu- og hegningarlaga. 13. febrúar 2019 10:07 Útvarpsstjóri stendur við sáttagreiðslu í fréttamáli Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir RÚV fagna því að Sigmundur Ernir Rúnarsson hafi verið sýknaður í meiðyrðamáli sem Guðmundur Spartakus Ómarsson höfðaði gegn honum. 5. maí 2018 08:00 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Páll segir sáttagreiðslu RÚV óverjanlega með öllu Ný stjórn lagði blessun sína yfir samþykkt fráfarandi stjórnar. 31. maí 2018 15:41
Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann Telur hann hafa brotið margvíslega ákvæði lögreglu- og hegningarlaga. 13. febrúar 2019 10:07
Útvarpsstjóri stendur við sáttagreiðslu í fréttamáli Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir RÚV fagna því að Sigmundur Ernir Rúnarsson hafi verið sýknaður í meiðyrðamáli sem Guðmundur Spartakus Ómarsson höfðaði gegn honum. 5. maí 2018 08:00
Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52