Ungmenni nota snjallforrit til að kaupa Xanax: „Þetta eru náttúrulega stórhættuleg lyf“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. febrúar 2019 19:00 Forstöðumaður á Stuðlum segir grun um að ungmenni misnoti heimapressaðar Xanax töflur í auknum mæli. Töflurnar geta verið stórhættulegar en í Bretlandi má rekja tvö hundruð dauðsföll til lyfsins á síðasta ári. Lögregla hefur að undanförnu fengið ábendingar um snjallforrit sem ungmenni nota til að kaupa lyfseðilskyld lyf. Töflurnar þrykktar á Íslandi Tilfinning starfsfólks á Stuðlum, meðferðarstöð fyrir ungmenni, er sú að notkun lyfseðilskyldra lyfja hafi verið að aukast hjá ungmennum. Nú virðist sérstaklega mikið um að xanax töflur gangi kaupum og sölum milli krakkanna. „Það virðist vera talsvert mikið af því í umferð og í raun óeðlilega mikið og við höfum fengið af því fregnir að það sé hreinlega verið að þrykkja slíkar töflur hér heima. Þar sem er verið að búa þær til og blanda þetta hér að einhverju leyti þá með efnum að utan,“ segir Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum. Funi Sigurðsson, forstöðumaður á StuðlumXanax töflur eru ekki á markaði hér á landi. Þær innihalda lyfið Alprazolam sem er róandi og kvíðastillandi lyf sem fæst með lyfseðli á Íslandi. Þá er öðrum efnum iðulega bætt við. Alprazolam er mjög ávanabindandi og geta fráhvarfseinkenni verið gríðarleg. Funi segir fleiri efni hafa fundist í lyfjaprófum. „Það bendir til þess að þau séu blönduð með einhverju öðru eins og amfetamíni eða einhverju slíku,“ segir Funi.Stórhættulegt lyfSamkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu hafa ábendingar borist þangað um að xanax töflur gætu verið pressaðar hér á landi. Funi segir því erfitt að vita hvaða efni heimapressaðar töflur sem seldar eru á svörtum markaði innihalda „Þau hafa enga hugmynd um það sjálf og þetta er náttúrulega stórhættulegt lyf og í of miklu magni þá geta þau sofnað og bara vaknað ekki aftur og það er það sem við höfum talsverðar áhyggjur af,“ segir Funi. Nýlegar fréttir frá Bretlandi herma að rekja megi rúmlega tvö hundruð dauðsföll til lyfsins á síðasta ári. Auðvelt að nálgast Xanax Xanax töflur virðast einnig fluttar ólöglega inn til landsins en Tollgæslan lagði hald á um 6800 töflur árið 2018. Funi segir auðvelt fyrir ungmenni að nálgast efnið. „Það virðist vera þannig og þetta er ekki dýrt og það bendir til þess að það sé talsvert framboð af þessu,“ segir Funi.Guðmundur Fylkisson, aðstoðvarvarðstjóriNota app til að nálgast lyfseðilskyld lyf Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem starfar við það að leita að týndum börnum, segist einnig hafa það á tilfinningunni að ungmenni noti lyfið xanax mikið. Hann leitaði að hundrað börnum á síðasta ári en fjórðungur þeirra hafði misnotað lyfseðilskyld lyf. Guðmundur segir að nú nálgist ungmennin lyfin á appi í símanum sem er dulkóðað og heldur samskiptum leyndum. Þar komist krakkarnir inn í lokaða hópa þar sem efnin eru til sölu. „Ég myndi hafa áhyggjur af því ef ég finndi svona app í símanum hjá 15 ára unglingnum mínum. Þú veist, af hverju ? Vissulega getur það verið eitthvert sport, en sýndu mér þá hvað er þarna? Þarna geymast einhver skipaboð. En megin markmiðið er að halda lögreglu frá og foreldrum líka,“ segir Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Börn og uppeldi Lyf Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Forstöðumaður á Stuðlum segir grun um að ungmenni misnoti heimapressaðar Xanax töflur í auknum mæli. Töflurnar geta verið stórhættulegar en í Bretlandi má rekja tvö hundruð dauðsföll til lyfsins á síðasta ári. Lögregla hefur að undanförnu fengið ábendingar um snjallforrit sem ungmenni nota til að kaupa lyfseðilskyld lyf. Töflurnar þrykktar á Íslandi Tilfinning starfsfólks á Stuðlum, meðferðarstöð fyrir ungmenni, er sú að notkun lyfseðilskyldra lyfja hafi verið að aukast hjá ungmennum. Nú virðist sérstaklega mikið um að xanax töflur gangi kaupum og sölum milli krakkanna. „Það virðist vera talsvert mikið af því í umferð og í raun óeðlilega mikið og við höfum fengið af því fregnir að það sé hreinlega verið að þrykkja slíkar töflur hér heima. Þar sem er verið að búa þær til og blanda þetta hér að einhverju leyti þá með efnum að utan,“ segir Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum. Funi Sigurðsson, forstöðumaður á StuðlumXanax töflur eru ekki á markaði hér á landi. Þær innihalda lyfið Alprazolam sem er róandi og kvíðastillandi lyf sem fæst með lyfseðli á Íslandi. Þá er öðrum efnum iðulega bætt við. Alprazolam er mjög ávanabindandi og geta fráhvarfseinkenni verið gríðarleg. Funi segir fleiri efni hafa fundist í lyfjaprófum. „Það bendir til þess að þau séu blönduð með einhverju öðru eins og amfetamíni eða einhverju slíku,“ segir Funi.Stórhættulegt lyfSamkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu hafa ábendingar borist þangað um að xanax töflur gætu verið pressaðar hér á landi. Funi segir því erfitt að vita hvaða efni heimapressaðar töflur sem seldar eru á svörtum markaði innihalda „Þau hafa enga hugmynd um það sjálf og þetta er náttúrulega stórhættulegt lyf og í of miklu magni þá geta þau sofnað og bara vaknað ekki aftur og það er það sem við höfum talsverðar áhyggjur af,“ segir Funi. Nýlegar fréttir frá Bretlandi herma að rekja megi rúmlega tvö hundruð dauðsföll til lyfsins á síðasta ári. Auðvelt að nálgast Xanax Xanax töflur virðast einnig fluttar ólöglega inn til landsins en Tollgæslan lagði hald á um 6800 töflur árið 2018. Funi segir auðvelt fyrir ungmenni að nálgast efnið. „Það virðist vera þannig og þetta er ekki dýrt og það bendir til þess að það sé talsvert framboð af þessu,“ segir Funi.Guðmundur Fylkisson, aðstoðvarvarðstjóriNota app til að nálgast lyfseðilskyld lyf Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem starfar við það að leita að týndum börnum, segist einnig hafa það á tilfinningunni að ungmenni noti lyfið xanax mikið. Hann leitaði að hundrað börnum á síðasta ári en fjórðungur þeirra hafði misnotað lyfseðilskyld lyf. Guðmundur segir að nú nálgist ungmennin lyfin á appi í símanum sem er dulkóðað og heldur samskiptum leyndum. Þar komist krakkarnir inn í lokaða hópa þar sem efnin eru til sölu. „Ég myndi hafa áhyggjur af því ef ég finndi svona app í símanum hjá 15 ára unglingnum mínum. Þú veist, af hverju ? Vissulega getur það verið eitthvert sport, en sýndu mér þá hvað er þarna? Þarna geymast einhver skipaboð. En megin markmiðið er að halda lögreglu frá og foreldrum líka,“ segir Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Börn og uppeldi Lyf Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira