Segir þögult verðsamráð ríkja á matvörumarkaði Frosti Logason skrifar 11. febrúar 2019 22:03 Þorsteinn Sæmundsson ræddi um hátt matvöruverð í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Hann segir samþjöppun á matvörumarkaði vera alltof mikla og kallar eftir hertari samkeppnislögum. Breyta þurfi ákvæðum um skylda aðila til að koma á virkri samkeppni. Benti hann á að Hagar og Festi, sem eru móðurfélög verslana eins og Hagkaupa, Bónus, Krónunnar og Nóatúns, væru að stærstum hluta í eigu sömu Lífeyrissjóða. Þorsteinn sagðist sannfærður um að niðurfelling tolla á landbúnaðarvörur myndi litlu breyta um vöruverð þar sem matvöruverslanir væru reknar af mikilli óhagkvæmni. Nefndi hann að verslunarhúsnæði á Íslandi væri margfalt meira miðað við höfðatölu heldur en í Danmörku og að opnunartími næturverslana væri kostnaðarsamur. Þá sagði Þorsteinn verðkannanir benda til þess að verðmunur í verslunum á borð við Bónus og Krónuna væri lítill sem enginn og að þar virtist ríkja einhvers konar þögult verðsamráð. Hlustaðu á allt viðtalið við Þorstein hér að ofan. Harmageddon Kjaramál Samkeppnismál Mest lesið Ný plata frá Diktu Harmageddon Sannleikurinn: "En á björtu nótunum þá hefst 30 ára afmælisdagskrá Rásar 2 á morgun“ Harmageddon Sannleikurinn: Sigmundur sennilega að ljúga því að stjórnarandstaðan muni ljúga Harmageddon Komin heim eftir átján mánaða tónleikaferðalag Harmageddon Sannleikurinn: Ólafur Ragnar angraði leikmenn með sínum leiðinlegustu sögum til þessa Harmageddon Hannes Smárason kominn aftur í erfðabransann Harmageddon Vildi ekki að persónulegir brestir vörpuðu skugga á störf Pírata Harmageddon Hinn skrautlegi Nick Oliveri aftur til liðs við Queens of the Stone Age? Harmageddon Nítján ára konungur gerir það gott Harmageddon Sannleikurinn: Gnarr vann stjórnmálin Harmageddon
Þorsteinn Sæmundsson ræddi um hátt matvöruverð í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Hann segir samþjöppun á matvörumarkaði vera alltof mikla og kallar eftir hertari samkeppnislögum. Breyta þurfi ákvæðum um skylda aðila til að koma á virkri samkeppni. Benti hann á að Hagar og Festi, sem eru móðurfélög verslana eins og Hagkaupa, Bónus, Krónunnar og Nóatúns, væru að stærstum hluta í eigu sömu Lífeyrissjóða. Þorsteinn sagðist sannfærður um að niðurfelling tolla á landbúnaðarvörur myndi litlu breyta um vöruverð þar sem matvöruverslanir væru reknar af mikilli óhagkvæmni. Nefndi hann að verslunarhúsnæði á Íslandi væri margfalt meira miðað við höfðatölu heldur en í Danmörku og að opnunartími næturverslana væri kostnaðarsamur. Þá sagði Þorsteinn verðkannanir benda til þess að verðmunur í verslunum á borð við Bónus og Krónuna væri lítill sem enginn og að þar virtist ríkja einhvers konar þögult verðsamráð. Hlustaðu á allt viðtalið við Þorstein hér að ofan.
Harmageddon Kjaramál Samkeppnismál Mest lesið Ný plata frá Diktu Harmageddon Sannleikurinn: "En á björtu nótunum þá hefst 30 ára afmælisdagskrá Rásar 2 á morgun“ Harmageddon Sannleikurinn: Sigmundur sennilega að ljúga því að stjórnarandstaðan muni ljúga Harmageddon Komin heim eftir átján mánaða tónleikaferðalag Harmageddon Sannleikurinn: Ólafur Ragnar angraði leikmenn með sínum leiðinlegustu sögum til þessa Harmageddon Hannes Smárason kominn aftur í erfðabransann Harmageddon Vildi ekki að persónulegir brestir vörpuðu skugga á störf Pírata Harmageddon Hinn skrautlegi Nick Oliveri aftur til liðs við Queens of the Stone Age? Harmageddon Nítján ára konungur gerir það gott Harmageddon Sannleikurinn: Gnarr vann stjórnmálin Harmageddon