Guðni vildi ekki svara gagnrýni Jóns Rúnars Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. febrúar 2019 16:30 Guðni Bergsson á ársþinginu. mynd/ksí Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, fór mikinn á ársþingi KSÍ er hann gagnrýndi bæði stjórn KSÍ og formanninn, Guðna Bergsson. FH-ingurinn var ósáttur við að stjórn KSÍ hefði ekki gagnrýnt afskipti forseta UEFA, Aleksander Ceferin, af formannskjöri sambandsins. Hann benti svo á að Guðni hefði getað fordæmt afskiptin í kappræðum Stöðvar 2 Sports en hefði sleppt því. „Það er algerlega óþolandi að mínu viti að okkar stjórn, þeir sem eiga að passa upp á svona hluti, skuli ekki hafa brugðist við. Því að þögnin er sama og samþykki,“ sagði Jón Rúnar í eldræðu sinni og bætti svo við. „Ég var líka tiltölulega hissa á Guðna Bergssyni, þeim mæta dreng sem situr sem formaður, hann fékk tækifæri til þess í sjónvarpsviðtali - svo ég tali nú ekki um hvert við erum komin þegar kosningar hér til formanns eru orðið aðalsjónvarpsefnið, látum það liggja á milli hluta - þar var að sjálfsögðu hægt að fordæma þetta. Þó svo að um leið, að ágætur Guðni hefði getað þakkað fyrir stuðninginn - það er bara allt, allt annað mál.“ Guðni steig svo síðar í pontu á ársþinginu, rétt áður en gengið var til formannskjörs, og kom þá inn á ræðu Jóns Rúnars en kaus að svara honum ekki. „Þetta kom aðeins á óvart áðan. Talandi um íhlutanir eða hafa áhrif,“ sagði Guðni lítt hrifinn af ræðu Jóns Rúnars. „Varðandi málflutning Jóns. Hvernig hann kemur fram og svo framvegis. Ég ætla að láta það liggja á milli hluta. Ég hef verið áður í þessum sporum og það er ýmislegt sem að gerist í þessari hreyfingu og ég kannast við að menn reyni auðvitað að hafa sín áhrif og það var augljóst með þessum ummælum en setjum það til hliðar.“ Sjá má viðbrögð Guðna við ræðunni hér að neðan.Klippa: Guðni um Jón Rúnar KSÍ Tengdar fréttir Guðni kjörinn með yfirburðum Guðni Bergsson verður áfram formaður KSÍ. Hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni. 9. febrúar 2019 15:58 Sjáðu kappræður Geirs og Guðna í heild sinni Formannsframbjóðendur KSÍ, Geir Þorsteinsson og Guðni Bergsson, sátu fyrir svörum á Stöð 2 Sport og Vísi á miðvikudag. Nú má sjá þær kappræður í heild sinni á Vísi. 8. febrúar 2019 08:30 Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með stjórn KSÍ. 9. febrúar 2019 15:15 Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31 Forseti UEFA braut hugsanlega eigin siðareglur er hann dásamaði Guðna Viðtal Vísis við Aleksander Ceferin, forseta UEFA, þar sem hann mærði Guðna Bergsson, formann KSÍ, í bak og fyrir hefur vakið athygli víða og svo gæti verið að Ceferin hafi brotið siðareglur UEFA með orðum sínum. 1. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, fór mikinn á ársþingi KSÍ er hann gagnrýndi bæði stjórn KSÍ og formanninn, Guðna Bergsson. FH-ingurinn var ósáttur við að stjórn KSÍ hefði ekki gagnrýnt afskipti forseta UEFA, Aleksander Ceferin, af formannskjöri sambandsins. Hann benti svo á að Guðni hefði getað fordæmt afskiptin í kappræðum Stöðvar 2 Sports en hefði sleppt því. „Það er algerlega óþolandi að mínu viti að okkar stjórn, þeir sem eiga að passa upp á svona hluti, skuli ekki hafa brugðist við. Því að þögnin er sama og samþykki,“ sagði Jón Rúnar í eldræðu sinni og bætti svo við. „Ég var líka tiltölulega hissa á Guðna Bergssyni, þeim mæta dreng sem situr sem formaður, hann fékk tækifæri til þess í sjónvarpsviðtali - svo ég tali nú ekki um hvert við erum komin þegar kosningar hér til formanns eru orðið aðalsjónvarpsefnið, látum það liggja á milli hluta - þar var að sjálfsögðu hægt að fordæma þetta. Þó svo að um leið, að ágætur Guðni hefði getað þakkað fyrir stuðninginn - það er bara allt, allt annað mál.“ Guðni steig svo síðar í pontu á ársþinginu, rétt áður en gengið var til formannskjörs, og kom þá inn á ræðu Jóns Rúnars en kaus að svara honum ekki. „Þetta kom aðeins á óvart áðan. Talandi um íhlutanir eða hafa áhrif,“ sagði Guðni lítt hrifinn af ræðu Jóns Rúnars. „Varðandi málflutning Jóns. Hvernig hann kemur fram og svo framvegis. Ég ætla að láta það liggja á milli hluta. Ég hef verið áður í þessum sporum og það er ýmislegt sem að gerist í þessari hreyfingu og ég kannast við að menn reyni auðvitað að hafa sín áhrif og það var augljóst með þessum ummælum en setjum það til hliðar.“ Sjá má viðbrögð Guðna við ræðunni hér að neðan.Klippa: Guðni um Jón Rúnar
KSÍ Tengdar fréttir Guðni kjörinn með yfirburðum Guðni Bergsson verður áfram formaður KSÍ. Hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni. 9. febrúar 2019 15:58 Sjáðu kappræður Geirs og Guðna í heild sinni Formannsframbjóðendur KSÍ, Geir Þorsteinsson og Guðni Bergsson, sátu fyrir svörum á Stöð 2 Sport og Vísi á miðvikudag. Nú má sjá þær kappræður í heild sinni á Vísi. 8. febrúar 2019 08:30 Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með stjórn KSÍ. 9. febrúar 2019 15:15 Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31 Forseti UEFA braut hugsanlega eigin siðareglur er hann dásamaði Guðna Viðtal Vísis við Aleksander Ceferin, forseta UEFA, þar sem hann mærði Guðna Bergsson, formann KSÍ, í bak og fyrir hefur vakið athygli víða og svo gæti verið að Ceferin hafi brotið siðareglur UEFA með orðum sínum. 1. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Guðni kjörinn með yfirburðum Guðni Bergsson verður áfram formaður KSÍ. Hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni. 9. febrúar 2019 15:58
Sjáðu kappræður Geirs og Guðna í heild sinni Formannsframbjóðendur KSÍ, Geir Þorsteinsson og Guðni Bergsson, sátu fyrir svörum á Stöð 2 Sport og Vísi á miðvikudag. Nú má sjá þær kappræður í heild sinni á Vísi. 8. febrúar 2019 08:30
Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með stjórn KSÍ. 9. febrúar 2019 15:15
Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31
Forseti UEFA braut hugsanlega eigin siðareglur er hann dásamaði Guðna Viðtal Vísis við Aleksander Ceferin, forseta UEFA, þar sem hann mærði Guðna Bergsson, formann KSÍ, í bak og fyrir hefur vakið athygli víða og svo gæti verið að Ceferin hafi brotið siðareglur UEFA með orðum sínum. 1. febrúar 2019 09:00