Vikan einkennist af tíðum lægðagangi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 07:19 Það mun blása og rigna næstu daga. vísir/vilhelm Þegar á heildina er litið mun veðrið nú í vikunni einkennast af tíðum lægðagangi við landið og yfir það. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en núna í morgunsárið ættu ferðalangar sem þurfa að fara yfir Hellisheiði að hafa það í huga að þar er spáð talsverðri snjókomu á milli klukkan 8 og 13 með lélegu skyggni. Veðraskil nálgast landið annars óðfluga og með morgninum gengur í allhvassa suðaustanátt á Suður- og Vesturlandi með slyddu eða snjókomu sem breytist síðan í rigningu á láglendi þar sem mun hlýna vel upp fyrir frostmark. Á Norður- og Austurlandi verður hægari suðaustanátt, frostið mun minnka smám saman en ekki er spáð úrkomu sem talandi er um. „Þegar skilin hafa gengið yfir seinnipartinn dregur tímabundið úr vindi og úrkomu. Næsti skilabakki nær inn á sunnanvert landið strax seint í kvöld með auknum vindi og úrkomu. Þegar á heildina er litið, mun veðrið í vikunni sem nú er að hefjast einkennast af tíðum lægðagangi við landið og yfir það. Það þýðir í grófum dráttum að vindur mun blása af ýmsum áttum og hvasst verður með köflum. Einnig verður úrkomusamt og þar sem hitinn sveiflast um frostmarkið verður úrkoman ýmist snjór eða rigning. Þó ber að taka fram að ekki er búist við standandi stormi alla vikuna. Það munu gefast skaplegir kaflar milli lægða og gæti verið hyggilegt að nýta þá til ferðalaga milli landshluta ef þess er kostur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings en veðurhorfur næstu daga á landinu eru sem hér segir:Vaxandi suðaustanátt, 13-18 m/s með morgninum á Suður- og Vesturlandi og snjókoma eða slydda, síðar rigning á láglendi. Hlýnandi veður, hiti 1 til 6 stig eftir hádegi. Hægari vindur og úrkomulítið á Norður- og Austurlandi með minnkandi frosti.Lægir um tíma sunnan heiða seinnipartinn, en bætir aftur í vind og rigningu seint í kvöld og fer að snjóa norðanlands.Gengur í hvassa suðvestanátt fyrripartinn á morgun með skúrum, en hægari vindur og léttir til austanlands.Á þriðjudag:Suðlæg átt 8-15 m/s, en 15-20 norðvestantil á landinu fram eftir degi. Rigning eða slydda um tíma í flestum landshlutum og hiti 1 til 6 stig. Léttir til um landið norðaustanvert síðdegis og frystir þar.Á miðvikudag:Gengur í allhvassa eða hvassa suðaustanátt með rigningu eða slyddu víða um land, en snjókomu í innsveitum fyrir norðan. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.Á fimmtudag:Suðvestlæg eða breytileg átt og él, en úrkomulaust austantil á landinu. Hiti um og yfir frostmarki.Á föstudag:Gengur í hvassa norðvestanátt með snjókomu eða slyddu, en rigningu austast á landinu. Hiti kringum frostmark. Samgöngur Veður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þegar á heildina er litið mun veðrið nú í vikunni einkennast af tíðum lægðagangi við landið og yfir það. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en núna í morgunsárið ættu ferðalangar sem þurfa að fara yfir Hellisheiði að hafa það í huga að þar er spáð talsverðri snjókomu á milli klukkan 8 og 13 með lélegu skyggni. Veðraskil nálgast landið annars óðfluga og með morgninum gengur í allhvassa suðaustanátt á Suður- og Vesturlandi með slyddu eða snjókomu sem breytist síðan í rigningu á láglendi þar sem mun hlýna vel upp fyrir frostmark. Á Norður- og Austurlandi verður hægari suðaustanátt, frostið mun minnka smám saman en ekki er spáð úrkomu sem talandi er um. „Þegar skilin hafa gengið yfir seinnipartinn dregur tímabundið úr vindi og úrkomu. Næsti skilabakki nær inn á sunnanvert landið strax seint í kvöld með auknum vindi og úrkomu. Þegar á heildina er litið, mun veðrið í vikunni sem nú er að hefjast einkennast af tíðum lægðagangi við landið og yfir það. Það þýðir í grófum dráttum að vindur mun blása af ýmsum áttum og hvasst verður með köflum. Einnig verður úrkomusamt og þar sem hitinn sveiflast um frostmarkið verður úrkoman ýmist snjór eða rigning. Þó ber að taka fram að ekki er búist við standandi stormi alla vikuna. Það munu gefast skaplegir kaflar milli lægða og gæti verið hyggilegt að nýta þá til ferðalaga milli landshluta ef þess er kostur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings en veðurhorfur næstu daga á landinu eru sem hér segir:Vaxandi suðaustanátt, 13-18 m/s með morgninum á Suður- og Vesturlandi og snjókoma eða slydda, síðar rigning á láglendi. Hlýnandi veður, hiti 1 til 6 stig eftir hádegi. Hægari vindur og úrkomulítið á Norður- og Austurlandi með minnkandi frosti.Lægir um tíma sunnan heiða seinnipartinn, en bætir aftur í vind og rigningu seint í kvöld og fer að snjóa norðanlands.Gengur í hvassa suðvestanátt fyrripartinn á morgun með skúrum, en hægari vindur og léttir til austanlands.Á þriðjudag:Suðlæg átt 8-15 m/s, en 15-20 norðvestantil á landinu fram eftir degi. Rigning eða slydda um tíma í flestum landshlutum og hiti 1 til 6 stig. Léttir til um landið norðaustanvert síðdegis og frystir þar.Á miðvikudag:Gengur í allhvassa eða hvassa suðaustanátt með rigningu eða slyddu víða um land, en snjókomu í innsveitum fyrir norðan. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.Á fimmtudag:Suðvestlæg eða breytileg átt og él, en úrkomulaust austantil á landinu. Hiti um og yfir frostmarki.Á föstudag:Gengur í hvassa norðvestanátt með snjókomu eða slyddu, en rigningu austast á landinu. Hiti kringum frostmark.
Samgöngur Veður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira