Innlent

Formaður VR bjartsýnni

Baldur Guðmundsson skrifar
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Fréttablaðið/Anton Brink
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það sé hagur allra, ekki síst ríkisins að gera kerfisbreytingar og skapa stöðugleika. Hann kallar eftir því að samið verði til lengri tíma en áður.

„Þetta verkefni er leysanlegt. Við erum í dauðafæri á því að koma í framkvæmd raunverulegum kerfisbreytingum og lífskjarabótum til lengri tíma,“ segir Ragnar í samtali við Fréttablaðið. Verkalýðsforystan, sem á nú í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, hefur einnig dregið ríkið inn í samtalið, enda snúa margar af kröfum verkalýðshreyfingarinnar að breytingum hjá hinu opinbera.

Ragnar Þór segir, spurður um stöðu kjaraviðræðna, að við stjórnvöld sé verkalýðsforystan nú að ræða mál sem skipti hagsmuni almennings gífurlegu máli. Hann nefnir þar sem dæmi rýmri heimildir til ráðstöfunar séreignarsparnaðar vegna kaupa á fasteign. Og hann er nokkuð bjartsýnn á stöðuna.

„Maður er farinn að sjá til lands í nokkrum málum.“

Ítarlegra viðtal má lesa á fretta­bladid.is. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×