Stofnandi Brauð & Co: „Spurðu allir hvort ég væri eitthvað ruglaður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. febrúar 2019 11:30 Eva Laufey og Gústi henti í bollur saman. Ágúst Einþórsson er tveggja barna faðir og bakari sem fann sig aldrei í menntakerfi landsins og tók snemma upp á því að fara sínar eigin leiðir. Hann stefndi ekki beint að því að verða bakari og það má segja að hann hafi fyrir algjöra tilviljun farið í bakaranám í Danmörku og í kjölfarið kynntist hann súrdeigi sem hann segir hafi breytt lífi sínu. Gústi segir ýmis ævintýri hafa leitt til þess að hann opnaði eitt farsælasta bakarí landsins, Brauð&Co sem nýtur mikilla vinsælda og við báðum Gústa um að sýna okkur réttu handtökin við bollugerð þar sem bolludagurinn er rétt handan við hornið. „Fólk er hrædd við að baka vatnsdeigsbollur því þær lyfta sér aldrei og fólk kann það ekki,“ segir Gústi sem sýndi Evu Laufey hvernig eigi að baka vatnsdeigsbollur í Íslandi í dag í gær. Gústi segir það á allra færi að baka ljúffengar vatndeigsbollur en hann sýður smjör og vatn saman, bætir síðan hveiti saman við og ristar vel í pottinum. Færir síðan deigið í hræriðvél og bætir eggjum saman við einu í einu en hvernig kom það til að hann fór að læra bakarann? Fékk ókeypis kleinuhring „Ég fór í starfsþjálfun í bakaríinu á Egilsstöðum og ég fór bara í þetta því ég vissi að ég myndi fá kleinuhring eftir vaktina. Þetta var í níunda eða tíunda bekk. Það var ekki það að ég hafði einhvern áhuga að fara baka þar. Svo fæ ég vinnu þar yfir sumarið og var ekkert endilega á leiðinni í skóla, enda ekki mikill menntamaður. Ég ætlaði alltaf að verða kokkur þangað til ég áttaði mig á því hvað ég þyrfti að læra í íslensku og stærðfræði.“ Það er óhætt að segja að það hafi verið býsna góð ákvörðun hjá Gústa að skella sér í námið sem átti eftir að opna nýjar dyr og ný ævintýri en hann fékk einn daginn þá hugmynd að opna Brauð&Co. „Þú þarft að vera eitthvað ruglaðir til að nenna að vakna á nóttinni. Það sem gerist er að ég fer að vinna hjá vini mínum og þar eru þeir að baka þessi fínu súrdeigsbrauð úti í Danmörku, og þá áttaði ég mig á því að það væri hægt að gera eitthvað mjög næs og fólk er tilbúið að kaupa það á hverjum einasta degi og þar kviknar hugmyndin að Brauð&Co. Við förum að stað að opna á Frakkastígnum og það spurðu allir hvort ég væri eitthvað ruglaður.“ Velgengni Brauð&Co fór fram úr björtustu vonum og það var þannig að loka þurfti bakaríinu snemma fyrsta mánuðinn þar sem bakararnir höfðu ekki undan að baka því allt kláraðist úr hillunum. Bakaríið hefur stækkað ört á undanförnum árum og það er því augljóst að Íslendingar eru sólgnir í súrdeigsbaksturinn hans Gústa en bakaríin eru í dag orðin fimm talsins. Bakaríið hefur svo sannarlega slegið í gegn og það er auðvitað forvitnilegt að vita hver sé galdurinn á bakvið gott bakarí? „Þetta bara einfaldleiki og heiðarleiki. Ég held að aðalgaldurinn er að við erum að nota sérstakt salt sem er ekki jafn salt og venjulegt salt. Það kemur því aðeins öðruvísi bragð af brauðinu og kannski þess vegna sem þau eru svona góð.“ Gústi töfraði fram vatnsdeigsbollur og fyllingarnar eru heldur betur í betri kantinum, en það er að sjálfsögðu rjómi, súkkulaðikrem, mandarínu marmelaði, karamellusósa, lakkrískúlur og annað góðgæti en Gústi segir að fólk eigi að vera duglegt að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín og vera óhrædd við að prófa nýjar fyllingar í bollur. Vatnsdeigsbollur 8-10 stykkiHráefni100g smjör 2dl vatn 110g hveiti 3 stór eggFylling Rjómi, þurrkuð hindber, niðursoðin mjólk sem varð að karamellusósu, súkkulaði-ganas, omnom kúlur og marmelaði.AðferðHitið ofninn í 200°C og blástur. Setjið vatn og smjör í pott og látið suðuna koma upp, sjóðið í tvær mínútur. Sigtið hveiti út í, takið pottinn af hitanum og hrærið mjög vel í deiginu. Leyfið deiginu að kólna í 4 mínútur. Bætið eggjum saman við, einu í einu, og þeytið vel á milli. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið bollurnar á pappírsklædda bökunarplötu en það má auðvitað nota skeiðar til þess að forma bollurnar. Bakið við 200°C í 25 mínútur, það er mikilvægt að opna ekki ofninn fyrstu 15 mínúturnar af bökunartímanum því þá er hætta á að bollurnar falli. Kælið mjög vel áður en þið fyllið þær sem gómsætum fyllingum. Uppskriftir Vatnsdeigsbollur Tengdar fréttir Reykjandi bakarinn á Hróarskeldu rekur vinsælasta bakarí landsins Bakarinn Ágúst Einþórsson rekur Brauð & Co sem er samkvæmt TripAdvisor vinsælasta bakarí landsins. Ágúst hélt fyrirlestur á opnum fundi Félags atvinnurekenda. 17. febrúar 2019 07:45 Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Hvar eru þau nú? Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Julian McMahon látinn Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Ágúst Einþórsson er tveggja barna faðir og bakari sem fann sig aldrei í menntakerfi landsins og tók snemma upp á því að fara sínar eigin leiðir. Hann stefndi ekki beint að því að verða bakari og það má segja að hann hafi fyrir algjöra tilviljun farið í bakaranám í Danmörku og í kjölfarið kynntist hann súrdeigi sem hann segir hafi breytt lífi sínu. Gústi segir ýmis ævintýri hafa leitt til þess að hann opnaði eitt farsælasta bakarí landsins, Brauð&Co sem nýtur mikilla vinsælda og við báðum Gústa um að sýna okkur réttu handtökin við bollugerð þar sem bolludagurinn er rétt handan við hornið. „Fólk er hrædd við að baka vatnsdeigsbollur því þær lyfta sér aldrei og fólk kann það ekki,“ segir Gústi sem sýndi Evu Laufey hvernig eigi að baka vatnsdeigsbollur í Íslandi í dag í gær. Gústi segir það á allra færi að baka ljúffengar vatndeigsbollur en hann sýður smjör og vatn saman, bætir síðan hveiti saman við og ristar vel í pottinum. Færir síðan deigið í hræriðvél og bætir eggjum saman við einu í einu en hvernig kom það til að hann fór að læra bakarann? Fékk ókeypis kleinuhring „Ég fór í starfsþjálfun í bakaríinu á Egilsstöðum og ég fór bara í þetta því ég vissi að ég myndi fá kleinuhring eftir vaktina. Þetta var í níunda eða tíunda bekk. Það var ekki það að ég hafði einhvern áhuga að fara baka þar. Svo fæ ég vinnu þar yfir sumarið og var ekkert endilega á leiðinni í skóla, enda ekki mikill menntamaður. Ég ætlaði alltaf að verða kokkur þangað til ég áttaði mig á því hvað ég þyrfti að læra í íslensku og stærðfræði.“ Það er óhætt að segja að það hafi verið býsna góð ákvörðun hjá Gústa að skella sér í námið sem átti eftir að opna nýjar dyr og ný ævintýri en hann fékk einn daginn þá hugmynd að opna Brauð&Co. „Þú þarft að vera eitthvað ruglaðir til að nenna að vakna á nóttinni. Það sem gerist er að ég fer að vinna hjá vini mínum og þar eru þeir að baka þessi fínu súrdeigsbrauð úti í Danmörku, og þá áttaði ég mig á því að það væri hægt að gera eitthvað mjög næs og fólk er tilbúið að kaupa það á hverjum einasta degi og þar kviknar hugmyndin að Brauð&Co. Við förum að stað að opna á Frakkastígnum og það spurðu allir hvort ég væri eitthvað ruglaður.“ Velgengni Brauð&Co fór fram úr björtustu vonum og það var þannig að loka þurfti bakaríinu snemma fyrsta mánuðinn þar sem bakararnir höfðu ekki undan að baka því allt kláraðist úr hillunum. Bakaríið hefur stækkað ört á undanförnum árum og það er því augljóst að Íslendingar eru sólgnir í súrdeigsbaksturinn hans Gústa en bakaríin eru í dag orðin fimm talsins. Bakaríið hefur svo sannarlega slegið í gegn og það er auðvitað forvitnilegt að vita hver sé galdurinn á bakvið gott bakarí? „Þetta bara einfaldleiki og heiðarleiki. Ég held að aðalgaldurinn er að við erum að nota sérstakt salt sem er ekki jafn salt og venjulegt salt. Það kemur því aðeins öðruvísi bragð af brauðinu og kannski þess vegna sem þau eru svona góð.“ Gústi töfraði fram vatnsdeigsbollur og fyllingarnar eru heldur betur í betri kantinum, en það er að sjálfsögðu rjómi, súkkulaðikrem, mandarínu marmelaði, karamellusósa, lakkrískúlur og annað góðgæti en Gústi segir að fólk eigi að vera duglegt að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín og vera óhrædd við að prófa nýjar fyllingar í bollur. Vatnsdeigsbollur 8-10 stykkiHráefni100g smjör 2dl vatn 110g hveiti 3 stór eggFylling Rjómi, þurrkuð hindber, niðursoðin mjólk sem varð að karamellusósu, súkkulaði-ganas, omnom kúlur og marmelaði.AðferðHitið ofninn í 200°C og blástur. Setjið vatn og smjör í pott og látið suðuna koma upp, sjóðið í tvær mínútur. Sigtið hveiti út í, takið pottinn af hitanum og hrærið mjög vel í deiginu. Leyfið deiginu að kólna í 4 mínútur. Bætið eggjum saman við, einu í einu, og þeytið vel á milli. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið bollurnar á pappírsklædda bökunarplötu en það má auðvitað nota skeiðar til þess að forma bollurnar. Bakið við 200°C í 25 mínútur, það er mikilvægt að opna ekki ofninn fyrstu 15 mínúturnar af bökunartímanum því þá er hætta á að bollurnar falli. Kælið mjög vel áður en þið fyllið þær sem gómsætum fyllingum.
Uppskriftir Vatnsdeigsbollur Tengdar fréttir Reykjandi bakarinn á Hróarskeldu rekur vinsælasta bakarí landsins Bakarinn Ágúst Einþórsson rekur Brauð & Co sem er samkvæmt TripAdvisor vinsælasta bakarí landsins. Ágúst hélt fyrirlestur á opnum fundi Félags atvinnurekenda. 17. febrúar 2019 07:45 Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Hvar eru þau nú? Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Julian McMahon látinn Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Reykjandi bakarinn á Hróarskeldu rekur vinsælasta bakarí landsins Bakarinn Ágúst Einþórsson rekur Brauð & Co sem er samkvæmt TripAdvisor vinsælasta bakarí landsins. Ágúst hélt fyrirlestur á opnum fundi Félags atvinnurekenda. 17. febrúar 2019 07:45
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög