„Það er bara ekkert ferðaveður“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. febrúar 2019 22:11 Staðan á hádegi á morgun samkvæmt spá Veðurstofunnar. Mynd/Veðurstofa Íslands Þeir sem hafa í hyggju að ferðast landshluta á milli á morgun ættu að íhuga vandlega að fresta för. Spáð er ofsaveðri á stórum hluta landsins. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir fyrir Suðausturland, Austfirði, Norðausturland og miðhálendið frá klukkan fimm í nótt til 18 á morgun. „Það er bara ekkert ferðaveður,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Hann segir að spár hafi ekki breyst mikið frá því fyrr í dag þegar fyrst var varað við veðrinu á morgun. „Þetta kemur fyrst inn á Suður- og Suðausturlandið í nótt og lægir fyrst hérna á Suðurlandi og svo fer þetta hægt og rólega austur þannig að það lægir einna síðast á Austfjörðum og Austurlandi,“ segir Óli. Gert er ráð fyrir suðvestan 23-30 m/s hvassviðri með staðbundnum hviðum að 50 m/s í þeim landshlutum þar sem appelsínugula viðvörunin er í gildi.Eins og sjá má eru veðurviðvaranir í gildi um nánast allt land.Mynd/Veðurstofa íslandsSem fyrr segir er ekkert ferðaveður á þessum slóðum og foktjón líklegt. „Það verður einhvers staðar á milli 40-50 metrar á sekúndu þar sem verst verður í hviðum. Þegar hviður eru komnar þangað erum við eiginlega farin að nálgast það að húsþök geti lent í vandræðum. Að fá svona hviðu á bíl á vegi, það getur orðið mjög snúið að halda bílnum á veginum við þannig aðstæður,“ segir Óli Jón.Þá bendir hann á að þrátt fyrir að veður geti virst með ágætu móti víða á svæðinu á morgun sé varhugavert að halda af stað í ferðalög þar sem hviðurnar geri ekki boð á undan sér.„Þó svo að staðbundið geti verið ágætis veður þá sérðu ekki 40-50 metra á sekúndu hviðu koma með neinum fyrirvara þannig að þú bara lendir á henni og átt ekkert séns,“ segir Óli Jón. Það fylgi suðvestanáttinni að hún geti verið mjög byljótt.Reiknað er með að veðrið nái hámarki fyrir hádegi en gangi svo hægt og bítandi niður.„Það fer að hvessa á milli fjögur og fimm á norðanverðu landinu. Á milli sex og níu fer þetta að ná hámarki og eftir hádegi fer að draga jafnt og þétt úr þessu.“ Samgöngur Veður Tengdar fréttir Spá ofsaveðri í byljóttri suðvestanátt Veðurstofan spáir að ofsaveður gangi yfir hluta landsins á morgun og varar við að foktjón geti orðið í þéttbýli á norðan- og austanverðu landinu. Þá má gera ráð fyrir truflun á samgöngum. 25. febrúar 2019 14:18 Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. 25. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Þeir sem hafa í hyggju að ferðast landshluta á milli á morgun ættu að íhuga vandlega að fresta för. Spáð er ofsaveðri á stórum hluta landsins. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir fyrir Suðausturland, Austfirði, Norðausturland og miðhálendið frá klukkan fimm í nótt til 18 á morgun. „Það er bara ekkert ferðaveður,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Hann segir að spár hafi ekki breyst mikið frá því fyrr í dag þegar fyrst var varað við veðrinu á morgun. „Þetta kemur fyrst inn á Suður- og Suðausturlandið í nótt og lægir fyrst hérna á Suðurlandi og svo fer þetta hægt og rólega austur þannig að það lægir einna síðast á Austfjörðum og Austurlandi,“ segir Óli. Gert er ráð fyrir suðvestan 23-30 m/s hvassviðri með staðbundnum hviðum að 50 m/s í þeim landshlutum þar sem appelsínugula viðvörunin er í gildi.Eins og sjá má eru veðurviðvaranir í gildi um nánast allt land.Mynd/Veðurstofa íslandsSem fyrr segir er ekkert ferðaveður á þessum slóðum og foktjón líklegt. „Það verður einhvers staðar á milli 40-50 metrar á sekúndu þar sem verst verður í hviðum. Þegar hviður eru komnar þangað erum við eiginlega farin að nálgast það að húsþök geti lent í vandræðum. Að fá svona hviðu á bíl á vegi, það getur orðið mjög snúið að halda bílnum á veginum við þannig aðstæður,“ segir Óli Jón.Þá bendir hann á að þrátt fyrir að veður geti virst með ágætu móti víða á svæðinu á morgun sé varhugavert að halda af stað í ferðalög þar sem hviðurnar geri ekki boð á undan sér.„Þó svo að staðbundið geti verið ágætis veður þá sérðu ekki 40-50 metra á sekúndu hviðu koma með neinum fyrirvara þannig að þú bara lendir á henni og átt ekkert séns,“ segir Óli Jón. Það fylgi suðvestanáttinni að hún geti verið mjög byljótt.Reiknað er með að veðrið nái hámarki fyrir hádegi en gangi svo hægt og bítandi niður.„Það fer að hvessa á milli fjögur og fimm á norðanverðu landinu. Á milli sex og níu fer þetta að ná hámarki og eftir hádegi fer að draga jafnt og þétt úr þessu.“
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Spá ofsaveðri í byljóttri suðvestanátt Veðurstofan spáir að ofsaveður gangi yfir hluta landsins á morgun og varar við að foktjón geti orðið í þéttbýli á norðan- og austanverðu landinu. Þá má gera ráð fyrir truflun á samgöngum. 25. febrúar 2019 14:18 Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. 25. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Spá ofsaveðri í byljóttri suðvestanátt Veðurstofan spáir að ofsaveður gangi yfir hluta landsins á morgun og varar við að foktjón geti orðið í þéttbýli á norðan- og austanverðu landinu. Þá má gera ráð fyrir truflun á samgöngum. 25. febrúar 2019 14:18
Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. 25. febrúar 2019 07:30