Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu segir ástandið viðkvæmt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. febrúar 2019 19:30 Íslenskur hjálparstarfsmaður sem staddur er við landamæri Venesúela og Kólumbíu segir ástandið þar viðkvæmt. Minnst þrjár milljónir hafa flúið land sökum efnahagsástands, en sitjandi forseti hefur lokað landamærunum og afþakkað alla utanaðkomandi aðstoð. Minnst tveir eru látnir og 300 hafa slasast í átökum við herinn en almennir íbúar reyna í miklu mæli að flýja landið enda nær ógerlegt að búa þar sökum efnahagsástands. Í fyrra var verðbólga þar svo há að verðlag tvöfaldaðist á nítján daga fresti að meðaltali. Matar- og lyfjaskortur hefur leikið íbúa landsins grátt og hafa minnst þrjár milljónir manna flúið land. Hjálparstarfsmennirnir Dagbjartur Brynjarsson og Ingólfur Haraldsson eru staddir á landamærunum við Kólumbíu þar sem þeir vinna að því að tryggja fjarskipti á svæðinu fyrir flóttafólk og hjálparstofnanir. „Ástandið í gær var engan veginn gott. Það er ofboðslega erfitt að leggja mat á næstu skref. Vonandi fer herinn að snúa sér að Hvan Gvædó og styðja við hann þannig að það sé hægt að leysa þetta friðsamlega. En því miður eru líka merki þess að svo verði ekki,“ sagði Dagbjartur Brynjarsson, hjálparstarfsmaður. Nikolas Madúró, sitjandi forseti hefur lokað landamærunum og afþakkað alla utanaðkomandi aðstoð. „Það er alveg ljóst að þörfin á netkefum hér er miklu meiri en við getum uppfyllt með þeim fjármunum sem við höfum tryggt í verkefnið. Fólk er mjög þakklátt fyrir það að ná því að tengjast við fjölskyldu , vini og ættingja,“ sagði Dagbjartur. Algjörlega óljóst er hvernig valdabaráttan muni enda og miklar líkur á borgarastyrjöld. Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00 Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Íslenskur hjálparstarfsmaður sem staddur er við landamæri Venesúela og Kólumbíu segir ástandið þar viðkvæmt. Minnst þrjár milljónir hafa flúið land sökum efnahagsástands, en sitjandi forseti hefur lokað landamærunum og afþakkað alla utanaðkomandi aðstoð. Minnst tveir eru látnir og 300 hafa slasast í átökum við herinn en almennir íbúar reyna í miklu mæli að flýja landið enda nær ógerlegt að búa þar sökum efnahagsástands. Í fyrra var verðbólga þar svo há að verðlag tvöfaldaðist á nítján daga fresti að meðaltali. Matar- og lyfjaskortur hefur leikið íbúa landsins grátt og hafa minnst þrjár milljónir manna flúið land. Hjálparstarfsmennirnir Dagbjartur Brynjarsson og Ingólfur Haraldsson eru staddir á landamærunum við Kólumbíu þar sem þeir vinna að því að tryggja fjarskipti á svæðinu fyrir flóttafólk og hjálparstofnanir. „Ástandið í gær var engan veginn gott. Það er ofboðslega erfitt að leggja mat á næstu skref. Vonandi fer herinn að snúa sér að Hvan Gvædó og styðja við hann þannig að það sé hægt að leysa þetta friðsamlega. En því miður eru líka merki þess að svo verði ekki,“ sagði Dagbjartur Brynjarsson, hjálparstarfsmaður. Nikolas Madúró, sitjandi forseti hefur lokað landamærunum og afþakkað alla utanaðkomandi aðstoð. „Það er alveg ljóst að þörfin á netkefum hér er miklu meiri en við getum uppfyllt með þeim fjármunum sem við höfum tryggt í verkefnið. Fólk er mjög þakklátt fyrir það að ná því að tengjast við fjölskyldu , vini og ættingja,“ sagði Dagbjartur. Algjörlega óljóst er hvernig valdabaráttan muni enda og miklar líkur á borgarastyrjöld.
Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00 Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00
Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu