Vilja rafmagnsferju í Hríseyjarsiglingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. febrúar 2019 20:00 Sú hugmynd hefur verið rædd á meðal Hríseyinga að ný Hríseyjarferja gangi eingöngu fyrir rafmagni. Skipstjóri núverandi ferju segir að kominn sé tími á endurnýjun á ferjunni og tvímælalaust eigi þá að horfa til rafmagnsferju. Ferjan Sævar siglir nokkrar ferðir fram og til baka á milli Hríseyjar og Árskógssands alla daga vikunnar og tekur siglingin aðeins um korter. Sævar er hins vegar farinn að láta á sjá að sögn Antons Steinarssonar, skipstjóra ferjunnar. „Þessi bátur er orðinn tuttugu ára þannig að það mætti fara að huga að nýjum og fá hann þá með rafmagni,“ segir Anton í samtali við blaðamann um borð í Sævari. Hugmyndin um rafmagnferju var rædd á íbúafundi í Hrísey á dögunum í tengslum við verkefnið brothættar byggðir sem eyjan er hluti af. Þannig megi gera meira úr hinni grænu ímynd sem eyjan býr yfir. Undir þetta tekur Anton.Anton Steinarsson er skipstjóri SævarsVísir/Tryggvi„Það væri náttúrulega að losna við að spúa út þessu eitri, við keyrum á dísel í dag og á fimm árum notum við milljón lítra af hráolíu þannig að ef að það væri hægt að nota rafmagn í staðinn þá væri það náttúrulega gríðarlega mikill kostur,“ segir Anton. Nýr Herjólfur verður knúinn rafmagni og segir Anton að líklega sé þetta framtíðin í ferjusiglingum. Það velti þó á eiganda ferjunnar hvort að nýr Sævar gangi fyrir rafmagni eða ekki. „Þetta kostar svona 230 til 250 milljónir er mér sagt en það er náttúrulega bara eigandi skipsins sem þarf að hafa áhuga á þessu,“ segir Anton en Vegagerðin, og þar með íslenska ríkið, er eigandi Sævars. Það væri þó betra fyrir alla ef hægt væri að rafvæða ferjuflotann.„Ég hugsa að þegar upp væri staðið væri en auðvitað er viðhald á því líka en allt öðruvísi og hreinlegra. Ég held að þetta væri líka bara fyrir farþegann og viðskiptavini að vera hér á hljóðlausu.“ Byggðamál Hrísey Samgöngur Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Sú hugmynd hefur verið rædd á meðal Hríseyinga að ný Hríseyjarferja gangi eingöngu fyrir rafmagni. Skipstjóri núverandi ferju segir að kominn sé tími á endurnýjun á ferjunni og tvímælalaust eigi þá að horfa til rafmagnsferju. Ferjan Sævar siglir nokkrar ferðir fram og til baka á milli Hríseyjar og Árskógssands alla daga vikunnar og tekur siglingin aðeins um korter. Sævar er hins vegar farinn að láta á sjá að sögn Antons Steinarssonar, skipstjóra ferjunnar. „Þessi bátur er orðinn tuttugu ára þannig að það mætti fara að huga að nýjum og fá hann þá með rafmagni,“ segir Anton í samtali við blaðamann um borð í Sævari. Hugmyndin um rafmagnferju var rædd á íbúafundi í Hrísey á dögunum í tengslum við verkefnið brothættar byggðir sem eyjan er hluti af. Þannig megi gera meira úr hinni grænu ímynd sem eyjan býr yfir. Undir þetta tekur Anton.Anton Steinarsson er skipstjóri SævarsVísir/Tryggvi„Það væri náttúrulega að losna við að spúa út þessu eitri, við keyrum á dísel í dag og á fimm árum notum við milljón lítra af hráolíu þannig að ef að það væri hægt að nota rafmagn í staðinn þá væri það náttúrulega gríðarlega mikill kostur,“ segir Anton. Nýr Herjólfur verður knúinn rafmagni og segir Anton að líklega sé þetta framtíðin í ferjusiglingum. Það velti þó á eiganda ferjunnar hvort að nýr Sævar gangi fyrir rafmagni eða ekki. „Þetta kostar svona 230 til 250 milljónir er mér sagt en það er náttúrulega bara eigandi skipsins sem þarf að hafa áhuga á þessu,“ segir Anton en Vegagerðin, og þar með íslenska ríkið, er eigandi Sævars. Það væri þó betra fyrir alla ef hægt væri að rafvæða ferjuflotann.„Ég hugsa að þegar upp væri staðið væri en auðvitað er viðhald á því líka en allt öðruvísi og hreinlegra. Ég held að þetta væri líka bara fyrir farþegann og viðskiptavini að vera hér á hljóðlausu.“
Byggðamál Hrísey Samgöngur Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira