Segir fræðslu innan réttarvörslukerfisins ábótavant Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. febrúar 2019 19:15 Breytingar á hugtakinu samþykki í hegningarlögum voru ræddar á málfundi í dag. En á síðasta ári voru gerðar breytingar á nauðgunarákvæði laganna. Flutningsmenn voru sammála um að fræðslu væri sérstaklega ábótavant innan réttarvörslukerfisins. Viðreisn stóð fyrir fundinum en það var þingmaðurinn Jón Steindór sem flutti frumvarpið á sínum tíma. Í frumvarpinu, sem nú er orðið að lögum, felst að hugtakinu samþykki hefur verið bætt inn í 194. gr sem fjallar um nauðgun. Einnig er hugtakið samþykki nú skilgreint í ákvæðinu. Jón Steindór sagði á fundinum að fræðslu um kynferðisofbeldi væri ábótavant innan réttarvörslukerfisins. „Það er mjög mikilvægt þegar löggjöf er breytt, að þeir einstaklingar sem eru að beita henni fái fræðslu og þjálfun um þýðingu breytingarinnar. Þess vegna þarf að innleiða fræðslu um breytinguna alls staðar innan réttarvörslukerfisins,“ sagði Helga Lind Mar, skipuleggjandi Druslugöngunnar og aktivisti. Þá tekur hún fram að ekki hafi reynt á breytingu laganna í dómaframkvæmd. Þrátt fyrir það hafi átt sér stað mikil viðhorfsbreyting.Hafið þið einhverja reynslu af ávinningi? „Í rauninni er málsmeðferðartíminn svo langur í þessum málum að það hefur ekki komist reynsla á þetta þannig. Við höfum ekkert dæmt út frá þessu ákvæði. Sem er ádeila á það hversu hægt þetta gengur fyrir sig. Svo má ekki dæma afturvirkt þannig við höfum ekki séð neina reynslu innan dómskerfisisns, en við erum að sjá breytingu á viðhorfi,“ sagði Helga Lind. Kynferðisofbeldi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Breytingar á hugtakinu samþykki í hegningarlögum voru ræddar á málfundi í dag. En á síðasta ári voru gerðar breytingar á nauðgunarákvæði laganna. Flutningsmenn voru sammála um að fræðslu væri sérstaklega ábótavant innan réttarvörslukerfisins. Viðreisn stóð fyrir fundinum en það var þingmaðurinn Jón Steindór sem flutti frumvarpið á sínum tíma. Í frumvarpinu, sem nú er orðið að lögum, felst að hugtakinu samþykki hefur verið bætt inn í 194. gr sem fjallar um nauðgun. Einnig er hugtakið samþykki nú skilgreint í ákvæðinu. Jón Steindór sagði á fundinum að fræðslu um kynferðisofbeldi væri ábótavant innan réttarvörslukerfisins. „Það er mjög mikilvægt þegar löggjöf er breytt, að þeir einstaklingar sem eru að beita henni fái fræðslu og þjálfun um þýðingu breytingarinnar. Þess vegna þarf að innleiða fræðslu um breytinguna alls staðar innan réttarvörslukerfisins,“ sagði Helga Lind Mar, skipuleggjandi Druslugöngunnar og aktivisti. Þá tekur hún fram að ekki hafi reynt á breytingu laganna í dómaframkvæmd. Þrátt fyrir það hafi átt sér stað mikil viðhorfsbreyting.Hafið þið einhverja reynslu af ávinningi? „Í rauninni er málsmeðferðartíminn svo langur í þessum málum að það hefur ekki komist reynsla á þetta þannig. Við höfum ekkert dæmt út frá þessu ákvæði. Sem er ádeila á það hversu hægt þetta gengur fyrir sig. Svo má ekki dæma afturvirkt þannig við höfum ekki séð neina reynslu innan dómskerfisisns, en við erum að sjá breytingu á viðhorfi,“ sagði Helga Lind.
Kynferðisofbeldi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira