Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. febrúar 2019 19:00 Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. Verkfallið er innblásið af sænska aðgerðarsinnanum Gretu Thunberg, en skólaverkfall hennar sem hófst síðastliðið haust hefur vakið mikla athygli um allan heim. Nú þegar hafa tugþúsundir ungmenna farið að hennar fordæmi og flykkst út á götur til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í baráttunni við loftslagsbreytingar, meðal annars í Belgíu, Bretlandi og Svíþjóð. Stjórnvöld hafa sett sér aðgerðaráætlun í loftslagsmálum til ársins 2030 en mótmælendur segja hana ekki vera í samræmi við markmið um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu á heimsvísu. Ljóst sé að stórauka þurfi fjárframlög til loftlagsaðgerða. „ „Við þurfum að minnsta kosti 2,5 prósent af vergri landsframleiðslu en í dag erum við bara að setja 0,05 prósent,“ segir Elsa María Guðlaugs Drífudóttur, formaður Landssamtaka íslenskra stúdent. Stúdentarnir krefjast þess að íslensk stórnvöld bregðist við neyðarástandi í loftlagsmálum. „Við erum hér til að hjálpa náttúrunni og sýna eldri kynslóðinni að við þurfum að laga það sem þau eyðilögðu,“ segir Úlfur Máni Týsson, nemandi í 8.bekk. „Þetta er framtíðin okkar og við erum að eyðileggja einu jörðina okkar,“ segir Ragnheiður Vala Höskuldsdóttir, nemandi í 8.bekk. Elsa María segir að aðgerðarleysi stjórnvalda verði mótmælt áfram næstu föstudaga. „Við verðum hérna á hverjum einasta föstudegi á milli tólf og eitt þangað til gripið er til aðgerða,“ segir Elsa María. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. Verkfallið er innblásið af sænska aðgerðarsinnanum Gretu Thunberg, en skólaverkfall hennar sem hófst síðastliðið haust hefur vakið mikla athygli um allan heim. Nú þegar hafa tugþúsundir ungmenna farið að hennar fordæmi og flykkst út á götur til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í baráttunni við loftslagsbreytingar, meðal annars í Belgíu, Bretlandi og Svíþjóð. Stjórnvöld hafa sett sér aðgerðaráætlun í loftslagsmálum til ársins 2030 en mótmælendur segja hana ekki vera í samræmi við markmið um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu á heimsvísu. Ljóst sé að stórauka þurfi fjárframlög til loftlagsaðgerða. „ „Við þurfum að minnsta kosti 2,5 prósent af vergri landsframleiðslu en í dag erum við bara að setja 0,05 prósent,“ segir Elsa María Guðlaugs Drífudóttur, formaður Landssamtaka íslenskra stúdent. Stúdentarnir krefjast þess að íslensk stórnvöld bregðist við neyðarástandi í loftlagsmálum. „Við erum hér til að hjálpa náttúrunni og sýna eldri kynslóðinni að við þurfum að laga það sem þau eyðilögðu,“ segir Úlfur Máni Týsson, nemandi í 8.bekk. „Þetta er framtíðin okkar og við erum að eyðileggja einu jörðina okkar,“ segir Ragnheiður Vala Höskuldsdóttir, nemandi í 8.bekk. Elsa María segir að aðgerðarleysi stjórnvalda verði mótmælt áfram næstu föstudaga. „Við verðum hérna á hverjum einasta föstudegi á milli tólf og eitt þangað til gripið er til aðgerða,“ segir Elsa María.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. 20. febrúar 2019 13:00