Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Sveinn Arnarsson skrifar 21. febrúar 2019 07:00 Kristján Þór stendur í stórræðum bæði með hvalveiðar og nú innflutning á hráu kjöti. Fréttablaðið/Ernir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur kynnt frumvarp sitt sem felur í sér að frystiskylda á innfluttu kjöti verði afnumin og heimilt verði að flytja inn hrátt kjöt, hrá egg og ógerilsneydda mjólk. Á sama tíma verði brugðist við með mótvægisaðgerðum til þess að verja íslenska búfjárstofna. Frumvarpið var kynnt í gær og hefur valdið mikilli gremju í hópi bænda sem telja þetta frumvarp geta haft alvarlegar afleiðingar. Nái frumvarpið fram að ganga á vorþingi munu hömlur á innflutningi á hráu kjöti falla niður í byrjun sláturtíðar íslenskra lamba, þann 1. september næstkomandi.Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss.Ástæða þess að frumvarp þetta kemur fram nú er að bregðast þarf við dómi EFTA-dómstólsins frá árinu 2017 en hann komst að þeirri niðurstöðu að frystiskylda stjórnvalda bryti í bága við EES-samninginn. Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir við sýklafræðideild Landspítalans, hefur um nokkra hríð bent á þær hættur sem skapast af óheftum innflutningi á hráu kjöti til landsins. Hann telur þær mótvægisaðgerðir sem landbúnaðarráðherra ætlar að setja á laggirnar vera góðar. „Þetta nýja lagafrumvarp er hægt að sættast á með þeim fyrirvara að mótvægisaðgerðunum verði framfylgt. Í þeim eru mjög mikilvægar varnir,“ segir Karl. Með frumvarpinu fær Matvælastofnun heimild til að annast framkvæmd sýnatöku hjá matvælafyrirtækjum. Einnig að annast eftirlit í formi skyndiskoðana og sýnatöku og hins vegar þegar rökstuddur grunur er um að afurðir séu heilsuspillandi eða óhæfar til manneldis.Verði frumvapið að lögum má hrátt kjöt koma til landsins eftir 1. september næstkomandi.Halla Signý Kristjánsdóttir, 2. varaformaður atvinnuveganefndar þingsins, segir hins vegar að sér lítist ekki á frumvarpið. „Að einhverju leyti er þetta uppgjöf að mínu mati,“ segir Halla Signý. „Ég tel að við eigum að halda í frystiskylduna og að gefa okkur rýmri tíma í að skoða dóminn og fara yfir hann. Við erum ekki að svelta hér á landi,“ segir Halla Signý. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og einnig í meirihluta atvinnuveganefndar líkt og Halla Signý, segir frumvarpið eiga eftir að koma til kasta atvinnuveganefndar. „Ég skil vel að ráðherra þurfi að einhverju leyti að bregðast við dómnum sem féll í nóvember 2017 þar sem engin leið er til að halda í frystiskylduna. Það er verið að reyna að koma með mótvægisaðgerðir á móti sem skipta máli.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur kynnt frumvarp sitt sem felur í sér að frystiskylda á innfluttu kjöti verði afnumin og heimilt verði að flytja inn hrátt kjöt, hrá egg og ógerilsneydda mjólk. Á sama tíma verði brugðist við með mótvægisaðgerðum til þess að verja íslenska búfjárstofna. Frumvarpið var kynnt í gær og hefur valdið mikilli gremju í hópi bænda sem telja þetta frumvarp geta haft alvarlegar afleiðingar. Nái frumvarpið fram að ganga á vorþingi munu hömlur á innflutningi á hráu kjöti falla niður í byrjun sláturtíðar íslenskra lamba, þann 1. september næstkomandi.Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss.Ástæða þess að frumvarp þetta kemur fram nú er að bregðast þarf við dómi EFTA-dómstólsins frá árinu 2017 en hann komst að þeirri niðurstöðu að frystiskylda stjórnvalda bryti í bága við EES-samninginn. Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir við sýklafræðideild Landspítalans, hefur um nokkra hríð bent á þær hættur sem skapast af óheftum innflutningi á hráu kjöti til landsins. Hann telur þær mótvægisaðgerðir sem landbúnaðarráðherra ætlar að setja á laggirnar vera góðar. „Þetta nýja lagafrumvarp er hægt að sættast á með þeim fyrirvara að mótvægisaðgerðunum verði framfylgt. Í þeim eru mjög mikilvægar varnir,“ segir Karl. Með frumvarpinu fær Matvælastofnun heimild til að annast framkvæmd sýnatöku hjá matvælafyrirtækjum. Einnig að annast eftirlit í formi skyndiskoðana og sýnatöku og hins vegar þegar rökstuddur grunur er um að afurðir séu heilsuspillandi eða óhæfar til manneldis.Verði frumvapið að lögum má hrátt kjöt koma til landsins eftir 1. september næstkomandi.Halla Signý Kristjánsdóttir, 2. varaformaður atvinnuveganefndar þingsins, segir hins vegar að sér lítist ekki á frumvarpið. „Að einhverju leyti er þetta uppgjöf að mínu mati,“ segir Halla Signý. „Ég tel að við eigum að halda í frystiskylduna og að gefa okkur rýmri tíma í að skoða dóminn og fara yfir hann. Við erum ekki að svelta hér á landi,“ segir Halla Signý. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og einnig í meirihluta atvinnuveganefndar líkt og Halla Signý, segir frumvarpið eiga eftir að koma til kasta atvinnuveganefndar. „Ég skil vel að ráðherra þurfi að einhverju leyti að bregðast við dómnum sem féll í nóvember 2017 þar sem engin leið er til að halda í frystiskylduna. Það er verið að reyna að koma með mótvægisaðgerðir á móti sem skipta máli.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira